Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 8
7. október 2011 FÖSTUDAGUR8 Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 Sitness Kr. 39.900,- Góðir fyrir bakið! Veltikollar og hnakkstólar w w w .h ir zl an .i s Body Balance Kr. 39.900,- Bonanza Kr. 65.900,- svart leður Hinar umdeildu breytingar- tilögur mannréttindaráðs um samskipti skóla og trú- félaga hafa verið samþykkt- ar í borgarráði. Tillögurnar hafa tekið þó nokkrum breytingum frá því að þær voru settar fram fyrst. Borgarráð hefur nú samþykkt til- lögur mannréttindaráðs Reykja- víkurborgar um breyttar reglur varðandi samskipti trúar- og lífs- skoðunarfélaga við leik- og grunn- skóla Reykjavíkur. Tillögurnar voru fyrst lagðar fram á seinni hluta árs 2010 og urðu strax mjög umdeildar. Þótti mörgum nóg um þegar átti að banna börnum að syngja sálma í skólum á jólum og föndra páska- skraut. Mannréttindaráð sendi fyrstu tillögur til annarra ráða til umsagnar og tóku þær þó nokkr- um breytingum. Mikilvæg niðurstaða Margrét K. Sverrisdóttir, for- maður mannréttindaráðs, fagnar ákvörðun borgarráðs og segir afar mikilvægt að niðurstaða sé komin í málið. „Ég var ekkert viðkvæm fyrir því að tillögurnar væru aðlagaðar að athugasemdum, það var mark- miðið allan tímann. Við tókum fullt tillit til allra athugasemda og flýttum okkur ekki neitt,“ segir Margrét. Samkvæmt samþykktum ber mannréttindaráði að leggja til- lögur sínar fram til borgarráðs. Margrét segir það hafa legið fyrir allan tímann. Hún segist þó hafa fundið fyrir gagnrýni frá prest- um, sem segja að það hafi skort samráð í málinu. „Ég er ekki sammála því, við tókum tillit til allra aðila, eins og áður sagði,“ segir hún og bætir við að hún vilji undirstrika að ekki verði hróflað við kristnifræði eða annarri trúarbragðakennslu. „Það er ekki verið að úthýsa kristnifræði á nokkurn hátt, það var verið að hugsa þetta mál út frá öðrum trúarbrögðum. Ég trúi því að þetta sé skynsamlegt skref.“ Gagnrýnir starfshætti Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði að borgar- fulltrúar hafi unnið málið með þessum hætti og raunverulega þvingað fram, hvað sem tautaði og raulaði, reglur um samskipti í skól- um,“ segir Júlíus Vífill. „Manni hugnast illa hvernig að þessu er stefnt – það er verið að búa til miðstýrðar reglur þar sem valdið kemur ofan frá.“ Júlíus Vífill telur að skólar í borg- inni séu fullfærir um að móta sínar eigin reglur upp á eigin spýtur og gagnrýnir starfs- hætti mannrétt- indaráðs í mál- inu og segir lítið sem ekkert samráð hafa verið haft við þá aðila sem að málinu koma. „ Það var gríðarlegur fjöldi sem óskaði eftir að fá áheyrn í þessu máli, en því var ekki svar- að. Mannréttindaráð hefur ekki umboð til þess að taka sér vald sem hefur ekki stoð í samþykktum borgarinnar,“ segir hann. „Meiri- hluti borgarráðs er því að draga mannréttindaráð að landi í þessu máli. Máli sem þarf að sýna skiln- ing og umburðarlyndi og það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli.“ Gídeon mun gefa áfram Ein af breytingunum lýtur að því að Gídeonfélagið mun ekki leng- ur hafa heimild til þess að dreifa Nýja testamentinu til grunnskóla- barna. Rúnar Vilhjálmsson, formaður Gídeonfélagsins, segir félagið samt sem áður ætla að halda því áfram. „Tillagan legg- ur ekki Gídeon- félagið niður. Þetta er félagsskapur á gömlum merg, það verður ennþá starf- andi,“ segir hann. „Við þurfum að leita að samkomulagi að nýju og finna flöt og forsendur til að vinna áfram í sam- starfi við skólana eins og við höfum verið í áratugum saman.“ Rúnar segist bjart- sýnn á að félagið muni halda áfram að starfa í Reykjavík þrátt fyrir breyttar reglur. „Þetta hefur hvergi komið upp annars staðar,“ segir hann. „En nú treysta skólastjórar í borginni sér ekki lengur til að eiga við okkur samskipti án reglna, svo við verð- um að finna nýjan flöt til að halda starfinu áfram.“ Rúnar segir breytingar borgar- ráðs vonbrigði og hann hefði vilj- að vera áfram í óbreyttu sam- starfi við skólana. „Vissulega eru það vonbrigði þegar utanaðkomandi aðili kemur og setur skólum boð og bönn,“ segir hann. „Við hefðum viljað vera áfram í samstarfi á for- sendum skólans og foreldra. Við gerum auðvitað ekkert án sam- þykkis skólastjóra og foreldra.“ Stjórn Gídeonfélagsins mun funda á næstunni til þess að ræða hvaða möguleikar séu í stöðunni. FRÉTTASKÝRING: Samskipti skóla og trúfélaga Borgarráð bannar trúboð í skólum Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði segja í yfirlýsingu að skólastjórnendum og foreldrum sé ekki treyst til að taka ákvarðanir. Í yfirlýsingunni segir að allt frá því að tillögurnar voru settar fram í mannréttindaráði án faglegs undirbúnings eða samráðs hafi þær mætt harðri gagnrýni í skólasamfélaginu. „Tillögurnar bera merki alvarlegra fordóma í garð trúfélaga og lífsskoðunarfélaga og því áhyggjuefni að slíkar tillögur hafi komið frá því ráði sem standa á vörð um mannréttindi. Vinnubrögð mannréttindaráðs hafa dregið úr trúverðugleika þess og virðingu meðal almennings. Þau hafa kallað fram umræðu um að aðrar hvatir hafi búið að baki en þær sem byggja á umburðarlyndi og sanngirni.“ Bera merki um alvarlega fordóma Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði (FÉKKST) segir í yfirlýsingu að félaginu þyki miður að tillaga mannréttindaráðs skuli hamla skapandi skólastarfi á sviði trúarbragðafræðslu og takmarka sjálfstæði kennara í sínu faglega starfi. Stjórnin harmar einnig að ekki skuli hafa þótt ástæða til að eiga samráð við fagfélag kennara við samningu þessar tillögu eins og starfsreglur nefnda Reykjavíkur- borga segja til um. Stjórnin telur að tillaga mannréttindaráðs vegi að fagmennsku kennara og sé ekki til þess fallin að skapa þá nauðsynlegu sátt sem ríkja þarf um námsgreinina og skólastarfið almennt. FÉKKST er fagfélag innan Kennarasambands Íslands. Kennarar harma breytingarnar 1. Heimsóknir fulltrúa trúarhópa í trúarlegum tilgangi á skólatíma eru óheimilar. 2. Dreifing boðandi efnis innan skóla er óheimil (auglýsingar eru ekki taldar boðandi efni). 3. Skólastjórnendur grunnskóla geta boðið fulltrúum að heimsækja kennslustundir í trúar- bragðafræði eða lífs- leikni sem lið í fræðslu samkvæmt námsefni, og skal heimsóknin fara fram undir handleiðslu kennara og vera innan ramma námsefnisins. 4. Heimsóknir í kirkjur og aðrar trúarstofnanir á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu. Þar sem ekki er sérstaklega getið um heimsóknir leikskólabarna í tillög- unum sem lið í fræðslu í námskrá leikskóla er talið eðlilegt að miða fjölda heimsókna við námskrá grunnskóla. 5. Þá verði þess gætt að nemendur fylgist ein- ungis með en séu ekki þátttakendur í helgi- siðum og athöfnum. 6. Áfallahjálp presta verður heimil við sér- stakar kringumstæður, að frumkvæði skólans, og samráð skal haft við foreldra. Helgistundir vegna áfalla skulu fara fram utan skólatíma. 7. Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamal- grónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar halda sínum sessi í árstíðabundnu starfi. Reglurnar skulu endur- skoðaðar eftir ár. Breyttar reglur innan Reykjavíkur MARGRÉT K. SVERRISDÓTTIR JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Sjálfvirk hjartastuðtæki, örugg og einföld í notkun með íslensku tali. Getur þú bjargað TRÚ OG SKÓLI Nú verður prestum óheimilt að heimsækja skóla og grunnskóla í borginni í trúarlegum tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.