Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 10
7. október 2011 FÖSTUDAGUR10 VIÐSKIPTI Lárus Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Lárus starfaði hjá Marel frá 1991 til 2009, þar sem hann var meðal annars staðgengill for- stjóra Marel Food Systems á árunum 2006 til 2009. Síðast var hann for- stjóri Sjóvár frá 2009-2011. Lárus lauk BSc-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í véla- verkfræði frá Oklahoma State University. Hann hefur setið í ýmsum stjórnum félaga á Íslandi og erlendis. - þj Icelandic Group: Lárus ráðinn í stöðu forstjóra LÁRUS ÁSGEIRSSON ORKUMÁL Valdimar Össurarson hlaut á miðvikudaginn fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir Valorku hverfilinn sinn sem ætlað- ur er sérstaklega til að nýta hæga sjávarfallastrauma. Verðlaun- in námu 300 þúsundum sænskra króna, jafngildi 5,2 milljóna íslenskra króna. „Önnur fyrirtæki hafa þróað hverfla til þess að virkja hraða strauma eins og eru í Hvammsfirði og þröngum sundum. Ég vil virkja hæga strauma sem eru í röstunum og við annesin,“ segir Valdimar. Hann getur þess að umhverf- isáhrifin séu sáralítil eða engin. „Minn hverfill á að vera alger- lega neðansjávar og fljótandi frá botni. Hann hefur engin þekkt umhverfisáhrif auk þess sem sjávarfallaorkan er regluleg.“ Valdimar bendir á að ókostirnir séu hins vegar þeir að sjávarföllin við Ísland snúi við fjórum sinnum á sólarhring. „Það þarf að finna lausnir til þess að brúa stoppið. Menn vilja ómögulega bíða með að elda kjúklinginn sinn. Það væri annars vegar hægt að keyra á móti vatnsaflsorku og hins vegar hringtengja kringum landið þar sem sjávarföllin eru aldrei á sama tíma.“ - ibs Hverfill til virkjunar sjávarfallaorku í alþjóðlegri samkeppni: Íslensk uppfinning í fyrsta sæti Í FARARBRODDI Valdimar Össurarson hugvitsmaður með verðlaunaféð. FRÉTTABLAÐIÐ/JÚLÍUS VALSSON Frítt í heilsurækt allan daginn Zumba tími Frír leikfimistími kl. 11.00-12.00. Heilbrigt líf – Opinn fyrirlestur kl. 12.30, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir • • • Frí ráðgjöf á staðnum frá lækni, sjúkraþjálfara og íþróttafræðingi varðandi hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl Happdrættisvinningar • • Komdu og kynntu þér starfsemi Heilsuborgar! OPIÐ HÚS Í HEILSUBORG Laugardaginn 8. október. 2011 milli kl. 11.00 og 14.00 Í tilefni tveggja ára afmælis Heilsuborgar Afmælistilboð kr. 14.9 00,- Líkamsrækt til áramó ta + Næringarráðgjöf (Einn tími með næringa rfræðingi) Eingöngu í sölu 8. okt óber Taktu næsta skref í átt að betri heilsu!! krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Sunna Karítas Oktavía Torfhildur Tildurrófa Aðaldal skemmtir ungum sem öldnum í Stundinni okkar í vetur. VIÐSKIPTI Fjármögnunarfyrirtæk- in SP-Fjármögnun og Avant voru í gær formlega sameinuð Lands- banka Íslands. Fyrirtækin voru að öllu eða nær öllu leyti í eigu Landsbank- ans, en í tilkynningu frá bank- anum segir að tilgangur sam- runans sé að einfalda rekstur og bæta framboð og þjónustu til viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið hefur þegar samþykkt samrunann sem ekki á að hafa áhrif á hagi viðskiptavina SP og Avant. - þj Breytingar á markaði: SP og Avant inn í Landsbanka SKREYTTUR OLÍULÖMPUM Þessi hindúi í Nepal hefur raðað olíulömp- um á sig fyrir þátttöku í trúarhátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Samkeppnisyfirvöldum verða veittar auknar heimild- ir til að stöðva og vinda ofan af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, samkvæmt tillögum nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á Alþingi, skilaði af sér í gær. Tillögur henn- ar eru settar fram í formi laga- frumvarps og greinargerð með því. Samkvæmt frumvarpinu, sem kann auðvitað að taka breyting- um í meðförum þingsins, fær Samkeppniseftirlitið (SE) heim- ildir til að hindra samruna fjöl- miðlafyrirtækja ef hann er talinn hafa óæskileg áhrif á samkeppni, og jafnframt til að skipta þeim upp ef staða þeirra ógnar samkeppni. Eftirlitið hefur raunar heimildir af þessu tagi nú þegar, sem gilda um öll stærri fyrirtæki. Breyting- arnar sem kveðið er á um í frum- varpinu myndu hins vegar hafa það í för með sér að SE gæti grip- ið inn í ekki aðeins á markaðs- legum forsendum heldur einnig á forsendum fjölmiðlaréttar og til að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi, eins og það heitir í lögum um fjölmiðla. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að SE hafi samráð við nýstofnaða fjölmiðlanefnd um aðgerðir í þessa veru og að fjölmiðlanefndin geti beint tilmælum um inngrip til SE. Áður hafa verið gerðar tilraunir til að takmarka eignarhald á fjöl- miðlum með lögum. Fjölmiðla- nefnd skilaði tillögum um slíka takmörkun árið 2005 og frumvarp um hana var lagt fram tvö ár í röð á þingi en náði ekki fram að ganga. Í því frumvarpi var lengra gengið og beinlínis kveðið á um að einstaklingur eða fyrirtæki eða skyldir aðilar mættu ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrir- tæki ef miðlar fyrirtækisins hefðu yfir þriðjungs hlutdeild í notkun í þrjá mánuði samfleytt. Nefndin sem nú skilar af sér til- lögum segir tvær meginástæður fyrir því að ekki hafi þótt vænlegt að fara þessa leið nú. Annars vegar hafi heilmiklar eignatilfærslur átt sér stað á fjölmiðlamarkaði síðan fjölmiðlanefndin skilaði niðurstöð- um þótt samþjöppun á markaðnum sé enn vandamál. Hins vegar hafi tillögur fjöl- miðlanefndarinnar aðeins gert ráð fyrir takmörkunum á eignarhaldi hefðbundinna prentmiðla og ljós- vakamiðla og erfitt sé að rökstyðja af hverju hefðbundnir fjölmiðlar ættu einir að sæta takmörkunum af þessum toga. stigur@frettabladid.is Geta skipt upp risum á fjöl- miðlamarkaði Tillögur nefndar um eignarhald á fjölmiðlum ganga ekki eins langt og fjölmiðlanefndar ársins 2005. Ekki er lagt til að takmarka eignarhald á fjölmiðlum við tiltekið hlutfall heldur er vald eftirlitsaðila aukið. MIKIL SAMÞJÖPPUN Nefndin segir ástæðu til að hafa áhyggjur af samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Segir eignarhald ekki vera lykilatriði „Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á fjölmiðlaréttarlegum forsendum. Það er í sjálfu sér gott og blessað en ég held persónu- lega að það skipti mestu máli hvernig fjölmiðlar standa sig,“ segir Ari. „Mér finnst gert of mikið úr mikilvægi eignarhalds, a.m.k. ef menn halda að það sé eitthvað sérstakt á Íslandi miðað við það sem gerist erlendis. Ég hef bent á að þessir nafntoguðustu erlendu fjölmiðlar eru yfirleitt undir stjórn eins manns eða einnar fjölskyldu, þannig að það er kannski ekki lykilatriði,“ bætir hann við. Óskar Magnússon, forstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, kvaðst ekki hafa kynnt sér tillögurnar nægilega vel til að vilja tjá sig um þær að sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.