Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 32
6 föstudagur 7. október S igný fæddist í Reykjavík en flutti aðeins þriggja vikna gömul ásamt for- eldrum sínum til Mün- chen í Þýskalandi þar sem móðir hennar stundaði list- nám og faðir hennar vann dokt- orsritgerð sína. Fjölskyldan var bú- sett í Þýskalandi í níu ár og flutti þá aftur til Íslands. „Þó það hafi verið mjög gott að alast upp í München fann ég alltaf mjög sterkt til þess að ég væri íslensk. Mér fannst alltaf mjög gott og gaman að koma heim í frí og fannst allt betra á Íslandi. Mér fannst tannkremið betra hér en úti, vatnið var að sjálfsögðu betra og morgunkornið og smjörið líka,“ segir hún og brosir. Signý heimsótti gömlu æskuslóð- irnar í sumar ásamt eiginmanni sínum og börnum og hitti meðal annars gamla vini og rifjaði í leið- inni upp þýskuna. „Við dvöldum í Þýskalandi í heila þrjá mánuði og það var alveg frábært, það var voða gaman að heimsækja landið aftur eftir öll þessi ár.“ ÆVINTÝRALEGUR HEIMUR Signý segist alltaf hafa verið ákveð- in í að starfa við einhvers konar sköpun er hún yrði fullorðin og varð vöruhönnun fyrir valin. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á list og listsköpun en vildi ekki feta í fót- spor mömmu og gerast myndlist- armaður því mér fannst það vera of mikið hark. Ég fór því í vöruhönnun í LHÍ og tók einnig eina önn í skipt- inám úti í Mílanó. Þar var frábær kennari sem hvatti mig áfram með teikningarnar mínar og ég ákvað að hlusta á hann og halda áfram að þróa þær og þar var grunnurinn að Tulipop kominn. Eftir útskrift starfaði ég svo um stund sjálfstætt sem teiknari og einnig á auglýs- ingastofu,“ útskýrir Signý. Tulipop- heimurinn er ævintýralegur og dularfullur og þar má finna pers- ónur á borð við Bubble, Skully og Maddy sem eiga sér ört stækkandi aðdáendahóp. Signý og viðskiptafélagi hennar, Helga Árnadóttir, hafa þekkst frá því þær voru saman í Menntaskól- anum í Reykjavík og ræddu oft sín á milli þá hugmynd að stofna saman fyrirtæki. Árið 2010 létu þær á slag standa og stofnuðu Tulipop sem hefur vaxið hratt síðan þá. „Helga er framkvæmdastjóri Tulipop og með MBA-gráðu frá London Business School. Hún er bæði hugmyndarík og ofboðslega klár í sínu fagi. Hönn- uðir eru of gjarnir á að ætla sér að sjá um allar hliðar rekstursins og það getur verið erfitt. Við Helga erum mjög heppnar með hvor aðra og samstarfið gengur mjög vel.“ Stúlkurnar sóttu sína fyrstu sölusýningu í New York í sept- ember síðastliðnum og gekk það vonum framar að sögn Signýj- ar. „Við fengum styrk til að sækja sýninguna og flugum út með tösk- ur fullar af bæklingum, kynning- arefni og sýnishornum. Við gerð- um nokkra samninga og komum okkur upp nýjum samböndum og lærðum heilmikið í leiðinni.“ Eins og er samanstendur vörulína Tulipop af fallegum pennaveskjum, lyklakippum, kortum, minnisbók- um og plakötum. „Við erum stöð- ugt að vinna að því að þróa fleiri skemmtilegar vörur og stefnum að því að setja þrjár til fjórar nýjar vörutegundir á markað á næsta ári,” segir Signý og bætir við að það sé alltaf jafn ánægjulegt að fá vör- urnar í hendurnar. „Það er ótrúlega gaman að sjá vörurnar verða að veruleika og geta handfjatlað þær.“ FRÁBÆR ÁRANGUR Þótt einungis séu liðnir átján mán- uðir frá stofnun fyrirtækisins þá eru vörur Tulipop seldar í fimm- tán verslunum utan landsteinanna. „Ég er ótrúlega ánægð með hversu vel hefur gengið að koma vörunum okkar í flottar búðir úti. Nú er hægt að kaupa Tulipop-vörur í Þýskalandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Írlandi. Þótt það sé gaman að ná árangri utan Íslands þá er heimamarkaður- inn okkur virkilega dýrmætur enda hafa vörurnar okkar fengið frábær- ar viðtökur hér. Við höfum einnig tekið að okkur valin verkefni fyrir önnur fyrirtæki, hönnun og fram- leiðslu á sparibauknum Mosa fyrir MP banka, páskaegg fyrir UNICEF og endurskinshúfur fyrir VÍS svo eitthvað sé nefnt.“ SONURINN HELSTI RÁÐGJAFINN Signý er gift Heimi Snorrasyni sál- fræðingi og saman eiga hjónin tvö börn. Hún segir eiginmanninn vera með gott listaauga og leitar gjarnan ráða hjá honum við sköp- unina. „Ég á mjög erfitt með að taka slæmri gagnrýni, og sérstak- lega þegar hún kemur frá Heimi, en um leið og reiðin er runnin af mér og ég fer að krassa aftur í mynd- ina sé ég að hann hefur oftast rétt fyrir sér. Snorri, sonur minn, er líka minn helsti ráðgjafi þegar kemur að hönnuninni á Tulipop. „Þó að stefna okkar sé að höfða öðrum fremur til SKÖPUN HEFUR ÁHRIF Á LÍÐAN Signý Kolbeinsdóttir vöruhönnuður teiknar ævintýraheima Tulipop. Hún segir sjö ára gamlan son sinn vera hennar helsta ráðgjafa þegar komi að hönnun og sækir innblástur sinn meðal annars til sjávarlífvera á borð við kolkrabba og hákarla. Viðtal: Sara McMahon Myndir: Stefán Karlsson Skapar ævintýraheim Signý Kolbeinsdóttir hannar ævintýraheim Tulipop. Hún er menntaður vöruhönnuður og hefur teiknað og skapað allt frá barnæsku. Í raun er takmarkið bara að reyna að gleðja fólk með skemmtilegum teikningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.