Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 48
7. október 2011 FÖSTUDAGUR32 „Maður hlær u pphátt og lengi og há tt ...“ PÁLL BALDV IN BALDVIN SSON / KILJ AN „... dásamleg s kemmtun.“ KOLBRÚN B ERGÞÓRSDÓ TTIR / KILJ AN GLEÐI- SPRENGJA! 2. PRENTUNKOMIN Í BÚÐIR 32 menning@frettabladid.is Tilkynnt var í gær að sænska ljóðskáldið Thomas Tranströmer hlýtur Nóbelsverðlaunin í ár. Í rökstuðningi dómnefndar sænsku Nóbelsakademíunnar segir meðal annars að Tranströmer hljóti verð- launin fyrir að bregða nýstárlegu ljósi á raunveruleikann með sam- anþjöppuðum og hálfgagnsæjum myndum. Thomas Tranströmer er fædd- ur 1931 og er eitt víðlesnasta og áhrifamesta ljóðskáld Norður- landa og oft verið orðaður við Nóbelsverðlaunin áður. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók 1954 en alls hefur hann gefið út fimmtán ritverk sem hafa hlotið mikið lof og verið þýdd á yfir 60 tungumál. Tvær ljóðabækur eftir hann hafa verið þýddar á Íslensku, Tré og himinn og Sorgargondóll og fleiri ljóð, auk stakra ljóðaþýðinga. Tranströmer starfaði lengi sem sálfræðingur, meðal annars á upptökuheimili fyrir drengi. Árið 1990 hlaut hann Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir bók- ina För levande och döda. Sama ár fékk hann hins vegar heilablóð- fall og missti við það málið. Hann lét það ekki aftra sér við ritstörf og gaf út endurminningar sínar, Minnena ser mig, árið 1993. - bs Tranströmer hlýtur Nóbelsverðlaunin í ár THOMAS TRANTRÖMER Bækur ★★★★ Íslensk listasaga I-V Ritstjóri: Ólafur Kvaran Listasafn Íslands og Forlagið Útgáfusaga íslenskrar listasögu nær nokk- ur ár aftur í tímann, allt til ársins 2004. En nú er hún komin. Höfundar efnis eru fjórtán. Þetta eru þau Júlíana Gottskálks- dóttir, Ólafur Kvaran, Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdótt- ir, Ásdís Ólafsdóttir, Hanna Guðlaug Guð- mundsdóttir, Jón Proppé, Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Laufey Helga- dóttir, Eva Heislar, Gunnar B. Kvaran og Harpa Þórsdóttir. Þarna sakna ég nafna þeirra Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur, Aðalsteins Ingólfssonar, Kristínar Guðna- dóttur og Auðar Övu Ólafs- dóttur. Bindin eru fimm og í tíma- röð, skipting markast af straumum og stefnum. Sumir listamenn eiga því innkomu í fleiri en einu bindi. Þannig fjalla t.d. bæði Júlíana Gott- skálksdóttir og Ólafur Kvar- an um Kjarval í fyrsta bindi og Æsa Sigurjónsdóttir fjallar um hann í öðru. Það eykur fjölbreytni í nálgun að fleiri en einn höfundur skrifi um sama listamanninn á ólíkum tímum en fleiri dæmi eru um þetta. Túlkun frekar en sannleikur Fyrstu þrjú bindi Íslensku listasögunnar taka á sama tímabili og bækur Björns Th. frá sjöunda áratugnum, en auðvitað mun ítarlegar og með öðrum áherslum. Í nýju bókinni er t.d. varpað fyrir róða þeirri skoðun að leiktjöld Sigurðar Guðmunds- sonar málara við leikrit Matthíasar Joch- umssonar, Útilegumenn, frá 1862 telj- ist fyrstu, íslensku landslagsmálverkin. „… tjöld Sigurðar má hiklaust telja fyrstu landslagsmálverkin eftir íslenzkan mann“ skrifaði Björn Th. árið 1964. En árið 2011 kveður við nýjan tón, þar sem Júlíana Gottskálksdóttir telur tjöldin varla geta talist túlkun á íslenskri náttúru og að frekar beri að líta á þau sem leiktjöld. Listasagan er jú meiri túlkun en sann- leikur. Þægilegt hefði verið að sjá nöfn höfunda við upphaf eða endi framlag hvers þeirra, í stað þess að leita fremst í smáa letrinu að blaðsíðutali viðkomandi. Þessi aðferð, að láta höfunda stíga skref til baka, ýtir undir þá tilfinningu að höfundar séu skrá- setjarar fyrst og fremst og ekki höfund- ar efnis sem hægt er að nálgast á ótal mismunandi vegu. Í dag er þó almennt ríkjandi sú skoðun að forðast beri að líta á söguna almennt eða listasöguna sem sannleika. Efnistök og útlit Efnistökin eru nokkuð skýr framan af en eftir því sem nær dregur okkar tímum verða þau óljósari. Ef til vill hefði verið far- sælla að sleppa árunum eftir 2000. Það hefði gert nálgun síðustu áratuga auðveldari. Hér hefur verið tekin sú ákvörðun að ljósmyndun sem slík heyri ekki til mynd- listarsögunnar, ekki er held- ur fjallað um byggingarlist eða hönnun. Þegar sumir listamenn vinna svo aug- ljóslega með ljósmyndir á sviði frjálsra lista verður þó ankannalegt að sleppa þeim, ég nefni sem dæmi Pétur Thomsen og Katrínu Elvars- dóttur. Eins og flestir sem eitthvað þekkja til íslenskrar sam- tímalistar taldi ég allnokk- ur nöfn sem að mínu mati vantaði í söguna. Í verki af þessari stærðargráðu verða alltaf glopp- ur. Mér sýndist þó helst halla nokkuð á þá sem standa utan ríkjandi strauma og stefna. Alfreð Flóki fær varla hálfa síðu af texta og kaflinn sem hann tilheyrir er einnig helst til rýr. Ég hefði viljað sjá ítar- legri kafla um list og jafnréttisbaráttuna. En þannig mætti lengi telja og sýnist sitt hverjum. Útlit og hönnun bókanna er í anda lista- sögunnar frá sjöunda áratugnum, myndir njóta sín vel á síðum og það andar vel um textann. En einnig þetta er álitamál og í nýrri bókum um listasögu er oft brugðið á fjölbreyttari aðferðir, efni fleygað, ramm- ar með textum settir inn á síður og fleira til þess að opna textann fyrir lesandanum. Frábær heimild um ólík tímabil Hér að ofan hafa verið nefnd þau atriði sem helst hafa verið umdeild í útgáfu verksins en ekki má gleyma að líta á kosti útgáfunnar. Loksins er íslensk listasaga aðgengileg öllum. Það er dásamleg tilfinn- ing að opna þessar bækur og sjá listaverk- in lifna á síðunum, að finna svo áþreifan- lega að við eigum okkar eigin, íslenska myndlistarsögu. Það er bylting að geta nú flett upp á öllum helstu listamönnum 20. aldar, borið saman og skoðað þróun og breytingar í tímans rás. Bækurnar eru hver um sig frábær heimild um ólík tímabil sögunnar, sérstaklega er ritið um abstraktlistina heildstætt verk. Rakin er saga gjörninga, sagt frá sýn- ingarhaldi og sýningarstöðum, nýjum miðlum og viðhorfum og þannig mætti áfram telja. Sá sem flettir þessum bókum verður snöggtum fróðari um sögu íslenskrar myndlistar og íslenska lista- menn. Það má sannarlega kalla verkið stórvirki og höfundar eiga allir mikið lof skilið fyrir framlag sitt. Það er draumi líkast að geta nú gengið að verkum allra helstu lista- manna síðustu aldar á einum stað. Ekki síst opnar útgáfan möguleika á fjölbreytt- ari útgáfu um einstaka þætti sögunnar. Nú þegar við erum komin yfir þennan hjalla eru okkur allir vegir færir. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Íslenska listasagan er happafengur. Ekki gallalaust rit en gefur frábæra innsýn í myndlist tuttugustu aldar og fram á okkar daga. Sannkölluð gleði að fletta og skoða, fjársjóður í bókahillunni sem ég vona að sem flestir fá að njóta. NÚ EIGUM VIÐ OKKUR MYNDLISTARSÖGU HVÍTASUNNUDAGUR KJARVALS Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran fjalla um Jóhannes Kjarval í fyrsta bindi Íslenskrar listasögu og Æsa Sigurjónsdóttir fjallar um hann í öðru bindi. LJÓÐ EFTIR THOMAS TRANSTRÖMER Þeir sem aldrei geta verið annars staðar en á framhlið sinni þeir sem aldrei eru annars hugar þeir sem aldrei opna rangar dyr og sjá Hinum óskilgreinanlega bregða fyrir – Snúðu við þeim baki! Úr bókinni Tré og himinn (1990). Njörður P. Njarðvík þýddi. TÓNLISTARTILRAUNIR Jón Proppé og Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, ræða um ólíkar tilraunir sem tónlistarmenn voru að fást við á sjöunda áratugnum á Kjarvalsstöðum klukkan 15 á sunnudag. Við- burðurinn er í tengslum við sýninguna Ný list verður til, en þar er ljósi varpað á tímabil mikilla umbrota í öllu menn- ingar- og listalífi landsins, með áherslu á myndlist. Að loknu spjallinu mun félagsskapurinn Fengjastrútur leika tónlist. Það er bylting að geta nú flett upp á öllum helstu lista- mönnum 20. aldar, borið saman og skoðað þróun og breytingar í tímans rás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.