Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 12
12 29. október 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Nýleg fylgiskönnun gaf til kynna að nærri tveir þriðju hlutar kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að kjósa framboð Besta flokksins og Guðmundar Stein- grímssonar. Þetta er vísbending um þverrandi traust Samfylking- arinnar undir forystu Jóhönnu Sig- urðardóttur. Ástæðan er ugglaust óánægja með stjórnarstefnuna. En pólitíkin er þversagnakennd. Niðurstaðan á landsfundi Samfylk- ingarinnar sýndi að hugmynda- fræði Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur vaxandi fylgis á þeim vett- vangi. Hún færði flokkinn fyrir tveimur árum nokkrar þingmanna- leiðir til vinstri. Á þessum lands- fundi fékk hún mjög afgerandi stuðning við að halda áfram á þeirri braut. Að því leyti styrkti hún hugmynda- fræðilega stöðu s í n a i n n a n flokksins. Á undanförn- um mánuðum hafa ýmsir forystumenn innan Samfylkingarinnar lýst áhuga á að beina flokknum aftur inn á frjáls- lyndari braut nær miðjunni. Þessi landsfundur var síðasta tækifæri þeirra til að láta reyna á þau við- horf fyrir kosningar. Það gerðist ekki og hlýtur að teljast sigur fyrir Jóhönnu og vinstrivæng flokksins. Þetta hefur þá afgerandi þýðingu að Samfylkingin starfar nú aðeins til vinstri og hefur lokað dyrunum í átt að miðjunni. Fyrri formenn gættu þess hins vegar að halda þeim opnum. Í tengslum við landsfundinn létu formenn Samfylkingarinnar og VG þau orð falla að flokkarnir stefndu að framhaldi á samstarf- inu eftir kosningar. Formaður VG sagði afdráttarlaust að flokkarnir ættu að vera saman í ríkisstjórn eða saman utan stjórnar. Þessi ummæli sýna að stjórnarflokk- arnir ætla saman að skerpa skilin í hugmyndabaráttunni. Þversögnin í sigri Jóhönnu ÞORSTEINN PÁLSSON Í síðustu kosningum í Sví-þjóð og Danmörku brenndu jafnaðarmannaflokkarn-ir sig verulega á bandalagi við sósíalíska systurflokka VG. Í Danmörku komust jafnaðarmenn að vísu til valda þrátt fyrir verstu úrslit í sögunni. Því réði mikill kosningasigur flokks á miðjunni. Hvorki þessi reynsla frá Norðurlöndunum né skoðanakann- anir valda efa í Samfylkingunni um þéttara samstarf við VG. Þó að formaðurinn hafi fengið ótvíræð- an stuðning við hugmyndir sínar innan flokksins bendir þó flest til að VG haldi málefnalegri forystu í ríkisstjórnarsamstarfinu. Skilaboðin frá landsfundi Sam- fylkingarinnar eru þau að næstu kosningar eigi að snúast um tvo skýra ríkisstjórnarkosti: Ann- ars vegar um núverandi stjórn- arflokka með viðbótarstuðningi Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar sem nú ver rík- isstjórnina vantrausti. Hins vegar um Sjálfstæðisflokkinn og Fram- sóknarflokkinn. Eftir að Ögmundur Jónas- son missti flugið í átökunum um völdin í VG lítur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki lengur í þá átt til samstarfs. Nýjar tillögur stjórn- arandstöðuflokkanna í skatta- málum benda einnig til að vilji þeirra sé að skerpa skilin og láta kosningarnar snúast um þessa tvo ríkisstjórnarkosti. Uppistaðan í fylgi Besta flokks- ins og Guðmundar Steingrímsson- ar er tilfærsla frá ríkisstjórnar- flokkunum. Eigi að síður gæti sú sneið sem hann tekur frá stjórn- arandstöðuflokkunum komið í veg fyrir að þeir næðu meiri- hluta þrátt fyrir afar veika stöðu ríkisstjórnarinnar. Tveir ríkisstjórnarkostir? Nýtt pólitískt mynstur af þessu tagi gefur kjós-endum vissulega skýrt val um ríkisstjórn. Í því ljósi er það áhugaverð nýlunda. Á hinn bóginn leysir það ekki þá gátu hvernig fara á með aðildar- viðræðurnar við Evrópusam- bandið. Þessi nýja pólitíska staða er því ekki farvegur til lausnar á því stóra máli. Jóhanna Sigurðardóttir vakti réttilega athygli á því á landsfund- inum að VG hefði ekki beitt áhrif- um sínum til að stöðva aðildar- umsóknina alfarið þó að það hefði tafið framgang hennar. Fyrir það vill formaðurinn að stuðnings- menn Samfylkingarinnar séu þakklátir. Í raunveruleikanum þýðir þetta þó að málið er í gísl- ingu VG. Einmitt sú staða hefur öðru fremur fært VG undirtökin í stjórnarsamstarfinu. VG hefur ekki upplýst hvort samkomulag flokkanna um aðild- arumsóknina takmarkast við þetta kjörtímabil. Líklegt verður þó að telja að það haldi og verði óbreytt sem sameiginleg stefna ríkisstjórnarflokkanna í kosning- unum. Fari svo verða málalok háð meiri óvissu á næsta kjörtímabili en þessu. Fjölmargir kjósendur vilja ljúka viðræðunum í fullri alvöru þegar best hentar íslenskum hagsmun- um á næsta kjörtímabili. Sætta þeir sig við að kostirnir verði bara tveir: Að þetta stóra mál verði slegið af eða festist í gíslingu VG? Eru forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni sáttir við það? Eru forystumenn í atvinnulífinu sáttir við það? Aðild slegin af eða áfram í gíslingu VG? E nn bætast við hrollvekjandi upplýsingar um áhrif fyrir- hugaðra breytinga ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnar- kerfinu á afkomu sjávarútvegsins. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte vann úttekt, sem sagt var frá á aðalfundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna í fyrradag. Þar kemur meðal annars fram að nái kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga þýði það gífurlegan viðsnúning í sjóðstreymi sjávarútvegsfyrirtækja, eða um 320 milljarða. Neikvætt sjóðstreymi dregur úr getu fyrirtækja til að borga skuldir, greiða reikninga og standa undir nauðsynlegum fjárfestingum. Jafnframt metur Deloitte það svo að samkvæmt lögum um árs- reikninga og alþjóðlegum reikn- ingsskilareglum þurfi að afskrifa strax allar aflaheimildir, sem fyrirtækin hafi keypt. Það myndi lækka eigið fé sjávarútvegs- fyrirtækja um 212 milljarða króna. Eftir hrun er sjávarútvegurinn eina stóra atvinnugreinin þar sem eigið fé hefur farið hækkandi. Ríkisstjórninni er augljóslega mikið í mun að laga það, þannig að allir lepji dauðann úr sömu skel. Þessi skerðing á eigin fé sjávarútvegsfyrirtækjanna þýddi ekki bara að þau færu mörg á hvínandi hausinn, heldur yrðu áhrifin á fjármálafyrirtæki mjög neikvæð. Landsbankinn, sem er að stærst- um hluta í eigu ríkisins, yrði verst úti og mat Þorvarðar Gunnars- sonar, forstjóra Deloitte, hér í blaðinu í gær er að skattgreiðendur þurfi að leggja bankanum til fé til að standast áfallið, gangi þessi áform eftir. Álit Deloitte er á sama veg og langflestra sérfræðinga sem gefið hafa álit sitt á efnahagslegum áhrifum áforma ríkisstjórnarinnar. Hagfræðingahópurinn sem Jón Bjarnason skipaði sjálfur til að fara yfir málið komst að þeirri niðurstöðu að tillögurnar væru efnahagslegt glapræði. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði á aðalfundinum í fyrra- dag að nú mætti ætla að stjórnvöld hefðu lært sína lexíu, sæju að sér og kölluðu aðila málsins að borðinu til að falla frá þessum geggjuðu breytingum. Því væri hins vegar ekki að heilsa; þingmenn svöruðu rökstuddum athugasemdum með útúrsnúningum. Einn af þeim útúrsnúningum er þegar þingmenn svara því til að það sé nú fleira en hagkvæmnin sem skipti máli í sjávarútveg- inum, til dæmis byggðasjónarmið og réttlætissjónarmið um arð þjóðarinnar af auðlindinni. En hagkvæmnin kemur auðvitað fyrst. Það er hvorki sjávarbyggðunum í hag né réttlátt fyrir nokkurn mann ef fyrirtæki sem eru vel rekin í dag fara á hausinn vegna heimskulegra ákvarðana stjórnvalda. Það er engu líkara en að í stjórnarmeirihlutanum sé enginn að hlusta á þær grafalvarlegu viðvaranir sem heyrast úr öllum áttum. Það er hægt að fullnægja grundvallarsjónarmiðinu um að þjóðin njóti afraksturs fiskimiðanna með því að hækka veiðileyfagjaldið að því marki að sjávarútvegurinn standi undir því. Það á ríkisstjórnin að halda sig við en hún á að hætta við að gereyðileggja fiskveiði- stjórnunarkerfi sem hefur reynzt vel og er mörgum öðrum ríkjum fyrirmynd. Þarf frekar vitnanna við um áhrif áforma ríkis- stjórnarinnar á afkomu sjávarútvegsins? Hlustar enginn? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.