Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 18
18 29. október 2011 LAUGARDAGUR Málþing með notendum Faxaflóahafna Miðvikudaginn 2. nóvember, kl. 16:00 í Sjóminjasafninu við Grandagarð Til þess að kynna það sem er efst á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins þá boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 2. nóvember n.k. í Sjóminjasafninu við Grandagarð. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxflóahafna sf. og verður sem hér segir: • Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafan sf. - skipulags- og umhverfismál. • Gísli Gíslason, hafnarstjóri - rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2012. • Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf. - Starfsemi HB Granda hf. í Reykjavík og á Akranesi - staða og horfur í sjávar útvegi. • Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands ehf. - starfsemi Líflands ehf. í Reykjavík og á Grundartanga. • Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna sf. - Hátíð hafsins, þróun umferðar skemmtiferðaskipa, aðstaða fyrir löndun á frystum fiski í Sundahöfn. • Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu auka- blaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðleg- ar. Áberandi þema er þó meint- ur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóð- garðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrð- ingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það rétt- mæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkj- um? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skæl- ist yfir land utan vega til að GPS- ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitn- ar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissu- lega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórn- unar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsókna- félagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skil- greindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálend- inu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eitur- efni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfis- málum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftir- sóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígaga- röðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur? Ferðafrelsi Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og sam- kennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunarað- gerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storber- get‚ dómsmálaráðherra Nor- egs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan nor- rænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar for- sætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarf- inu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagn- rýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einn- ig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabú- ar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrk- ur okkar og veitir okkur sér- stöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissam- félag og jafnvel af meiri ein- urð en áður. Með aukinni skil- virkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórn- málamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við. Heilindi og gagnsæi gefa norrænu sam- starfi byr í seglin Síðastliðinn fimmtudag birtist grein í Fréttablaðinu eftir sr. Kristin Jens Sigurþórsson þar sem hann fjallar um reynslu- sögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur. Í greininni segir: „Það hlýtur að vekja spurningar með öllum þeim sem lesa um minningar Guðrúnar Ebbu hvernig hægt sé að gleyma áratugslangri kynferðismisnotk- un og ofbeldi jafn rækilega og hún segist hafa gert.“ Sr. Kristinn Jens ræðir um fákunnáttu fagmanna sem leiði skjólstæðinga sína á villigötur og telur að eftir lestur um falsk- ar minningar sé „erfitt að verjast þeirri hugsun að Guðrún Ebba sé eitt fórnarlambið í viðbót“. Okkur sem þetta ritum þykir miður hvernig greinin er sett fram og nefnum þrenns konar ástæður. Þau sem gera upp minn- ingar af kynferðisafbrotum og sifjaspellum upplifa mikla höfnun og sársauka þegar orð þeirra eru sögð marklaus og þau dregin í efa. Við teljum að veigamiklar ástæður þurfi að liggja til grundvallar því að véfengja slíkan vitnisburð. Í öðru lagi teljum við að þær „hugsanir“ sem sr. Kristinn Jens fær vart varist um að sálfræðing- urinn Ása Guðmundsdóttir hafi gert fórnarlamb úr skjólstæð- ingi sínum nálgist atvinnuróg. Að okkar mati þarf gild rök til að kasta rýrð á greiningar sálfræð- ings með þeim hætti sem hér er gert. Við álítum að umræða um sálfræðigreiningar þurfi að fara fram á faglegum nótum af til þess bærum sérfræðingum. Í þriðja lagi er saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sögð í skugga mistaka ýmissa kirkjunnar þjóna í kynferðisafbrotamálum tengd- um nafni Ólafs Skúlasonar sem eru tilgreind í skýrslu Rannsókn- arnefndar Kirkjuþings. Þjóðkirkj- an sem stofnun hefur misst traust sem hún áður naut. Því teljum við særandi að starfandi prestur í Þjóðkirkju Íslands skuli draga reynslu Guðrúnar Ebbu í efa í blaðagrein. Þjóðkirkjan þarf að endurvinna traust með faglegum vinnubrögðum og af nærgætni við það hugrakka fólk sem opinberar reynslu sína af kynferðisafbrot- um. Við teljum grein starfsbróður okkar ekki gott veganesti á þeirri vegferð. Um falskar minningar Umhverfisvernd Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Norræn samvinna Bertel Haarder forseti Norðurlandaráðs Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs Minningar Auður Inga Einarsdóttir Bjarni Karlsson Guðmundur Örn Jónsson Guðrún Karlsdóttir Hólmgrímur E. Bragason Íris Kristjánsdóttir Jóna Lovísa Jónsdóttir Kristín Þórunn Tómasdóttir Sigfinnur Þorleifsson Sigríður Guðmarsdóttir Svanhildur Blöndal prestar í Þjóðkirkju Íslands Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.