Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 34
29. október 2011 LAUGARDAGUR34 Í raun lít ég ekki á mig sem rit höfund. Í það minnsta ekki af því tagi sem vaknar klukkan átta á morgnana, fær sér jógí- te og byrjar að skrifa. M ér finnst eins og þessi saga hafi alltaf verið til. Hún er svo sjálf- sögð. Það eina sem þurfti var að koma henni niður á blað,“ segir Bryndís Björgvins dóttir þjóðfræðingur, sem fyrir skömmu hlaut Íslensku barna- bókaverðlaunin fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríðið. Þetta er önnur bók Bryndísar en sú fyrsta, Orðabelgur Ormars ofur- mennis, sem hún skrifaði ásamt Auði Magndísi Leiknisdóttur vinkonu sinni, kom út árið 1997 þegar þær stöllur voru einungis fimmtán ára gamlar. Gerir upp vanlíðan Í stuttu máli fjallar Flugan sem stöðv- aði stríðið um húsflugur sem yfirgefa heimkynni sín í leit að friðsælla og fluguvænlegra lífi meðal góðra munka í Nepal. Á ferðalaginu drepa þær niður fæti í hinni ímynduðu borg Assambad, þar sem stríð hefur staðið yfir árum saman. Flugurnar skilja lítið í þeirri áráttu mannfólksins að vera vont hvert við annað og taka því til sinna ráða. Flugurnar í bókinni ferðast til Nepal og hin ímyndaða borg Assambad er byggð á Kabúl, höfuðborg Afganistans. Hefurðu persónulega reynslu af þess- um slóðum? „Ég hef komið til Nepal en aldrei til Afganistans. Ég hef því ekki reynt þessar hörmungar á eigin skinni, en eins og margir aðrir hef ég áhuga á landinu og þeim sorglegu atburðum sem þar hafa gerst. Líklega vildi ég gera upp vanlíðan mína vegna þessa stríðs og langaði því að skrifa um það. Hins vegar efaðist ég um rétt minn til þess því ég er alls enginn sérfræðing- ur um þessi mál. Þess vegna ákvað ég að búa til nýtt land fyrir söguna en las mér vel til um Kabúl, skoðaði myndir og notaði þær upplýsingar í sögunni. Áin sem rennur í gegnum borgina, haugur af strætisvögnum sem tæmd- ir hafa verið af olíu til að nýta í stríðs- rekstur, appelsínugult landslagið og fleira, allt þetta má finna í Kabúl. Samtímis vildi ég búa til borg sem gæti verið samnefnari fyrir alla staði þar sem slíkar hörmungar eiga sér stað. Ég vona að Assambad sé sann- færandi sögusvið.“ Sjónarhorn flugunnar og barnsins Hvernig fæddist sú hugmynd að hafa húsflugur í aðalhlutverkum og semja barnasögu með stríð í forgrunni? „Mörgum þykir það sérstakt og vissulega er þetta óvenjuleg nálgun. Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað út frá öllum þessum orðtiltækjum sem allir þekkja. Að gera ekki flugu mein, vera fluga á vegg og svo fram- vegis. Flugurnar eru þær verur sem búa næst okkur mannfólkinu en flest okkar pæla afar lítið í þeim. Við sjáum flugurnar en ekki kyn þeirra, hugsan- ir og áform. Í okkar augum eru þær bara að fljúga, skríða eða éta. Á sama hátt sjá flugurnar bara gjörðir okkar en ekki pólítík, kynþætti eða trúar- brögð. Þess vegna finnst flugunum í bókinni svo óskiljan legt að mann- fólkið valdi sjálfu sér skaða. Rétt eins og þegar ég var lítil og botnaði ekki í því hvers vegna börn voru skotin í Pal- estínu. Þegar við eldumst getum við sett þessa hluti í samhengi, en vitum samt að ekkert réttlætir þá. Flug- urnar í bókinni hafa því sjónarhorn barnsins. Einungis þannig fannst mér ég geta skrifað um stríð, því ég taldi það sjónarhorn geta veitt okkur ein- faldari sýn á mannfólkið. Ég gat ekki skrifað nákvæmar lýsingar á stríði fyrir börn, en ég vildi heldur alls ekki fegra stríð á nokkurn hátt. Mín ósk er að þau börn sem lesa bókina átti sig á gildi þess að bera virðingu fyrir lífinu og þeim sem eru minni máttar á ein- hvern hátt.“ Lít ekki á mig sem rithöfund Aðspurð segist Bryndís fyrst hafa fengið hugmyndina að Flugunni sem stöðvaði stríðið fyrir fimm árum. Tvö ár hafi farið í að melta hugmyndina og punkta hjá sér atriði, en sjálfar skriftirnar hafi hún framkvæmt í nokkrum góðum rispum samhliða því að ljúka námi og sinna öðrum störf- um. Hvert einasta smáatriði í sögunni sé því þaulhugsað, ekki síður en það veigamesta: hvernig lítil fluga fer að því að stöðva heilt stríð. Sumir barnabókahöfundar veigra sér við að hafa boðskap í sögum sínum. Það hefur bersýnilega ekki truflað þig? „Nei. Í raun lít ég ekki á mig sem rithöfund. Í það minnsta ekki af því tagi sem vaknar klukkan átta á morgnana, fær sér jógíte og byrjar að skrifa. Kannski er stærsta ögrun- in sem ég stend frammi fyrir að finna hjá mér sjálfstraust og trú á því að ég get gert eitthvað þessu líkt. Stundum er ég spurð að því um hvað ég ætli að skrifa næst eða hvernig nútími rit- höfundarins sé, en ég á erfitt með að svara slíkum spurningum því ég hef ekki hugmynd um hvað ég vil gera næst. Ég veit bara að mér finnst gaman að fást við hluti sem ég álít mikilvæga. Helst vona ég að Flug- an sem stöðvaði stríðið sé fyndin og áhugaverð saga. Það er nauðsynlegt að hún sé skemmtileg svo krakkarnir nenni hreinlega að lesa hana.“ Þú lítur ekki á þig sem rithöfund en samt fékkstu gefna út bók eftir þig aðeins fimmtán ára gömul og enn í grunnskóla. Hvernig kom það til? „Ég kem alls ekki úr sérstakri menningarfjölskyldu og var aldrei beinlínis hvött til að leggja listir af nokkru tagi fyrir mig. En í grunnskóla hékk ég inni á bókasafni í Víðistaða- skóla í Hafnarfirði í öllum frímínútum og las og las og las. Eitt árið fékk ég meira að segja jólakort frá bókasafns- verðinum þar sem hann þakkaði mér fyrir allt gamalt og gott á árinu sem var að líða. Fyrri bókin, Orðabelgur Ormars ofurmennis, varð til þannig að foreldrar mínir fóru til útlanda og ég gisti hjá Auði Magndísi Leiknis- dóttur, vinkonu minni, í tvær vikur. Eina nóttina þar dreymdi mig að ég hefði unnið til verðlauna fyrir barna- Flugan hefur sjónarhorn barnsins Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur lítur ekki á sig sem rithöfund en hlaut þó Íslensku barnabókaverðlaunin í ár fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríðið. Hún sagði Kjartani Guðmundssyni frá sögunni, sem á rætur sínar að rekja til þekktra orðatiltækja. ÞJÓÐFRÆÐINGUR Fyrri bók sína, Orðabelg Ormars ofurmennis, skrifaði Bryndís ásamt vinkonu sinni árið 1997 þegar þær voru aðeins fimmtán ára að aldri. Í millitíðinni hefur hún mestmegnis svalað skriftaþörfinni með ritun fræðigreina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA bók. Þegar ég vaknaði sagði ég strax við Auði: „Skrifum bók og fáum verð- laun!“ Það gekk alveg ótrúlega hratt og vel fyrir sig og áður en við viss- um af var bókin komin út. Við vorum svo ungar og óhræddar og bókin fékk rosalega góðar viðtökur. Þegar ég fer út á lífið í dag, kannski á Kaffibarinn eða ámóta staði, hitti ég stundum fólk sem segir mér að Orðabelgur Ormars ofurmennis sé uppáhaldsbókin þess. Ég hef mjög gaman af því.“ Svalar þörfinni með fræðigreinum Eftir Víðistaðaskóla lá leið Bryn- dísar í Menntaskólann við Hamra- hlíð og þaðan í Háskóla Íslands, þar sem hún lauk BA-námi í sagnfræði. Mastersnám í þjóðfræði stundaði hún bæði við HÍ og Berkeley-háskólann í Kaliforníu ríki í Bandaríkjunum. Aðspurð segist Bryndís alla tíð hafa haft þörf fyrir skrifa. Hefur þér tekist að svala þörfinni fyrir ritstörfin að einhverju leyti með skrifum á fræðigreinum og ritgerðum? „Leiðbeinendurnir mínir í gegn- um tíðina hafa haft á orði að fræði- greinarnar mínir séu oft alveg á mörk- unum að vera fræðilegar, því ég hef verið mikið fyrir að koma fyrir í þeim bröndurum og heimspekilegum pæl- ingum. En kannski er það einmitt sú tilhneiging sem gerir það að verkum að fólk hefur gaman af að lesa þær.“ Hvernig er starf þjóðfræðingsins í stuttu máli? „Ég hef til að mynda verið að kenna þjóðfræði, menningarfræði og fleira í Háskólanum og Listaháskólanum, auk þess að skrifa fræðigreinar. Eitt af því sem ég hef rannsakað er það sem við köllum þjóðfræði sam tímans, sögur og annað efni sem gengur munnlega milli fólks. Í dag eru þetta flökku- sögur, kjaftasögur og brandarar, en var í gamla daga kallað þjóðsögur. Ég hef unnið að uppsetningu gagna- grunns slíkra sagna síðasta áratuginn á Íslandi, sem verður vonandi hægt að nýta í þeim tilgangi að skilja sam- félagsástandið, og okkur sjálf, betur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.