Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 44
Vísir að danskri veislu Með örlítilli fyrirhöfn og þolinmæði og skotheldar uppskriftir að vopni er hægt að útbúa fyrirtaks jóla- hlaðborð í heimahúsi. Þá er ekki úr vegi að leita í smiðju Dana, sem eru rómaðir fyrir ljúffenga matseld. Smurbrauð með rækjum Smyrjið rúgbrauðssneiðar með smjöri. Leggið salatblað ofan og því næst rækjur. Sprautið majónesi ofan á rækjur. Leggið tómat- og sítrónu- bát fallega ofan á. Smurbrauð með reyktum laxi og kavíar Smyrjið rjómaosti að eigin vali á rúgbrauðssneiðar, sem hafa verið skornar út í hringi með móti. Formið reyktan lax eins og rós og leggið ofan á. Á toppinn fer vænn skammtur af kavíar. Punkturinn yfir i-ið er örlítið af avókadó-mauki (sjá uppskrift fyrir neðan) skreytt með dilli eða öðru fersku kryddi. Avókadómauk 2 avókadó tómatur laukur kóríander örlítið af sýrðum rjóma tabaskósósa, eftir smekk 1 msk. sítrónu- safi salt, eftir smekk Maukið avókadó í skál. Skerið lauk smátt og bætið út í ásamt tómatnum, handfylli af kóríander, sítrónusafa, Tabaskósósu og sýrðum rjóma. Hærið vel saman. Geymið maukið í um klukkatíma áður en þess er neytt. TVÆR GERÐIR AF GÓMSÆTU SMURBRAUÐI Smurbrauð með rækjum og smurbrauð með reyktum laxi, kavíar og avókadómauki Frikadellur, fyrir 4 350 g svínahakk 1 tsk. salt 1 egg ½ laukur 1 dl mjólk 4 msk. hveiti pipar Fínsaxið lauk og blandið saman við kjöt, egg og salt í skál. Hellið mjólk smám saman út í. Bætið við hveiti og notið pipar eftir smekk. Mótið átta frikadellur úr deiginu með matskeið. Bræðið smjör á pönnu. Steikið bollurnar á pönnunni í allt að 5 mínútur á hvorri hlið. Rauðkál 1 miðlungsstór rauðkálshaus 2 græn epli 1 dl sykur 2/3 dl óblönduð sólberjasaft 2/3 dl rauðvínsedik ½ tsk. salt 1 msk. smjör Sneiðið rauðkálshaus og fjarlægið kjarnann. Skerið eplin í ferninga. Setjið allt í stóran pott. Hitið rólega. Látið suðuna koma upp við vægan hita í allt að 2 klukkustundir eða þar til hráefnin hafa blandast vel saman og tekið á sig fallegan rauðan lit. Lauksósa 1 laukur 1 msk. smjör ½ l mjólk 2 stk. kjötkraftur 1 dl vatn matarlitur salt og pipar Fínsaxið lauk og steikið upp úr smjöri á pönnu í mínútu. Bætið við vatni og kjötkrafti. Látið sjóða í allt að 5 mínútur. Hrærið saman mjólk og hveiti. Bætið út í lauksoðið. Látið suðuna koma rólega upp. Látið blönduna malla í allt að 5 mínútur. Hrærið. Bætið við matarlit. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Berið frikadellurna fram ásamt sósunni, rauðkálinu, soðnum eða brúnuðum kartöflum og grænmeti eftir smekk. SÍGILDAR KJÖTBOLLUR Danskar frikadellur með lauksósu og rauðkáli Sumum finnst laufabrauðsgerð órjúfan- legur hluti jólahalds. Þeir sem hafa lítinn tíma til að gera brauðið frá grunni geta keypt tilbúið deig til að skera út og baka. Þá fæst yfirleitt tilbúið laufabrauð í næsta bakarí. Hemma Gunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.