Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 94
29. október 2011 LAUGARDAGUR66 sport@frettabladid.is VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 LAUGARDAG KL. 11:30 KJARTAN HENRY FINNBOGSON er nú til reynslu hjá enska B-deildarfélaginu Brighton & Hove Albion en þetta kom fram á Fótbolti.net í gær. Liðið er nýliði í deildinni en eftir góða byrjun hefur liðinu fatast flugið á síðustu vikum. Stjóri liðsins er Gus Poyet en Kjartan Henry var lykilmaður í Íslands- og bikarmeistaraliði KR í sumar. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið. ATLI MÁR BÁRUSON HANDBOLTAMAÐUR HJÁ VAL FÓTBOLTI Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnars- sonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsett- ir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði – og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. „Við lítum á þetta sem brot á norskum lögum og ef málinu hefur verið rétt lýst í fjölmiðlum eigum við von á tilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu,“ sagði fulltrúi lögreglunnar við norska fjölmiðla. Stabæk og Vålerenga eru grun- uð um að hafa sett á svið leikþátt sem átti að koma í veg fyrir að Stabæk þyrfti að greiða allt að 50 milljónir kr. af söluverðinu til Nancy í Frakklandi. Veigar var seldur á 20 milljónir kr. og með í kaupunum fylgdi 15 ára ungling- ur sem metinn var á 80 milljón- ir kr. Nancy fékk því aðeins 10 milljónir kr. í sinn hlut. Stjarnan og KR, sem Veigar lék með hér á landi, voru einnig hlunnfarin í þessu máli, en þau eiga rétt á hlut af söluverði hans. Sjálfur segir Veigar, sem er saklaus aðili að málinu, að hann kæri sig ekki um þessa byrði. „Ég vil eiginlega ekki segja meira um þetta mál. Þetta hefur verið auka- byrði á mér sem ég þarf ekki á að halda. Ég mun ekki tjá mig meira um þetta.“ - seth, esá Umdeild félagaskipti: Salan á Veigari á borð lögreglu VEIGAR PÁLL Lék lengi með Stabæk við góðan orðstír en sala hans hjá félaginu er afar umdeild. MYND/SCANPIX HANDBOLTI Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handbolta- keppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellin- um en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handbolta- keppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönn- um um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spil- að undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókn- inni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bret- unum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta mikið gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viður- kennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski ræt- ast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bret- landi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýr- ast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orð- inn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bret- ana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefáns- son ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sig- urðsson og Guðmundur Hrafnkels- son. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við. henry@frettabladid.is YRÐI ALGJÖR DRAUMUR Valsarinn Atli Már Báruson hefur sótt um að komast í breska ólympíuliðið í handbolta. Hinn tvítugi Atli hefur verið í sambandi við forráðamenn breska liðsins, sem vilja ólmir fá hann til reynslu. Málið skýrist væntanlega í janúar. ÓVÆNTUR FULLTRÚI ÍSLANDS Á ÓLYMPÍULEIKUNUM? Hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í ólympíuhópi breska landsliðsins í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Södertälje. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og tók 6 fráköst fyrir Sund- svall. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Pavel Ermol- inskij skoraði 10 stig og gaf 8 stoðsendingar. Helgi Már Magnússon fór algjörlega á kostum og skoraði heil 39 stig þegar lið hans, 08 Stockholm, lagði hans gamla félag, Uppsala. Forráðamenn Uppsala hafa klárlega séð á eftir Helga í kvöld enda var þetta lang- besti leikur hans í sænska bolt- anum. Helgi tók einnig 7 fráköst í leiknum og gaf 3 stoðsendingar. Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland höfðu síðan betur gegn Loga Gunnarssyni og félögum hans í Solna. Brynjar og Logi skoruðu báðir 17 stig í leiknum. - hbg Sænski körfuboltinn: Helgi Már skoraði 39 stig HELGI MÁR Gamli KR-ingurinn átti ótrúlegan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari var ekki á því að gefa Kára Kristjáni Krist- jánssyni neina afmælisgjöf í gær þegar Löwen, lið Guðmundar, sótti Kára og félaga í Wetzlar heim. Löwen vann öruggan sigur, 27-33, og leiddi allan tímann. Kári var í afmælisstuði og skil- aði sínu fyrir Wetzlar. Var næst- markahæstur með sex mörk. - hbg Þýska úrvalsdeildin: Afmælisbarnið Kári tapaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.