Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 2
31. október 2011 MÁNUDAGUR2 SKÓLAMÁL „Við erum að skoða það að ræða við stjórnendur hjá Reykjavík um þessi mál,“ segir Fríða Ólafsdóttir, eftirlitsmað- ur hjá Vinnueftirliti ríkisins, um stöðuna í skólamötuneytum borgarinnar. Fríða segir fréttir undanfarið, ábendingar sem hafi borist auk skoðunarferða Vinnueftirlitsins sjálfs hafa beint sjónum þess sér- staklega að skólamötuneytunum. „Í nokkrum grunnskólum er ástandið nokkuð gott og jafn- vel sumstaðar frábært en víða mætti betur fara. Sum eldhús- in eru þannig að þau eru ekki í samræmi við fjöldann sem þau eru að þjóna og mannhaldið ber merki þess að það er alltaf verið að skera niður,“ segir Fríða. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu á dögunum segja Sam- tök faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur starfs- fólki hafa fækkað og að gífurlegt álag sé því á starfsliðinu. Það komi niður á gæðum matarins. „Ekkert bendir til þess að gæði matar hafi rýrnað, þvert á móti,“ segir í svari skóla- og tómstunda- sviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna gagnrýni matreiðslumannanna. Með samræmdum innkaupum sé lögð vinna í að tryggja sem mest gæði á allri matvöru sem keypt sé inn fyrir skólamötuneytin. „Leitast er við að framreiða eins hollan og góðan mat og mögulegt er. Fylgst er með gæðum matar og unnið eftir gæðahandbók.“ Þegar spurt er hvort skóla- mötuneytin séu undirmönnuð og álagið of mikið er svarið að þau hafi tekið á sig hagræðingu eins og flestar aðrar starfseiningar og starfsþættir. „Skólastjórar taka ákvörðun um ráðningar og stöðugildi vegna skólamötuneyta á forsendum fjárhagsáætlunar,“ bendir skólasviðið á. Borgin segir að síðustu níu mánuðum hafi starfshópur skoðað rekstur allra skólamöt- uneyta borgarinnar, meðal ann- ars starfsmannahald þeirra og verði niðurstöður þeirrar vinnu kynntar innan skamms. Fríða segir vandamálið einmitt vera fjármagn. Skólarnir hafi ekki notið góðærisins og nú sé ástandið enn verra. „Aðstæður eru orðnar erfiðar því það er svo gríðarlega mikill niðurskurður. Þá eru til dæmis kannski keyptir pottar sem henta ekki fyrir þann fjölda sem verið er að elda. Þetta er mjög óheppi- legt en það þarf að vera á brems- unni alls staðar,“ segir Fríða Ólafsdóttir. - gar FÆREYJAR Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn unnu sigur í þing- kosningum í Færeyjum á laugar- dag, en Þjóðveldisflokkur Høgna Hoydal tapaði mestu. Sambandsflokkurinn og Fólka- flokkurinn voru saman í ríkis- stjórn ásamt Jafnaðarflokkn- um frá síðustu kosningum, sem haldnar voru árið 2008, allt þar til Fólkaflokkurinn sagði sig úr stjórninni síðastliðið vor og skildu hina flokkana tvo eftir í minni- hlutastjórn. Lögmaður Færeyja frá síðustu kosningum hefur verið Kaj Leo Johannesen, leiðtogi Sambands- flokksins. Hann reynir nú vænt- anlega að mynda nýja meirihluta- stjórn. Mikil endurnýjun varð á lög- þinginu í þessum kosningum, því 16 nýir þingmenn taka nú sæti á þinginu, sem er nærri helmingur- inn af 33 manna þingi færeysku landstjórnarinnar. Einn nýr flokkur, sem heitir Framsókn, náði tveimur mönnum inn á þingið. Tíu konur, tæplega þriðjungur þingmanna, náðu kjöri í þetta skiptið. - gb Þingkosningar voru í Færeyjum í gær eftir hálfs árs minnihlutastjórn: Sambandsflokkurinn áfram í stjórn MENNTUN Anna Margrét Ólafs- dóttir, leikskólastjóri á Nóa- borg, hefur ýtt úr vör vefsíðunni paxel123.com. Síðan er leikja- síða með leikj- um sem eiga að örva læsi í stærðfræði og móðurmáli fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Vefurinn hefur hlotið góðar viðtökur og verið er að þróa suma leikina yfir í apps fyrir iphone og ipad. Leikjavefurinn er ókeypis, þar eru engar auglýsingar, engin skráning, engum persónuupplýs- ingum safnað eða miðlað. Anna Margrét er í góðu samstarfi við kennara á öllum Norðurlöndun- um og flestir notendur síðunnar eru í Danmörku. - fsb / síða 14 KÁTIR KRAKKAR Í HÁTEIGSSKÓLA Gæði skólamáltíða hafa síst minnkað eftir hrunið segir Reykjavíkurborg en Vinnueftirlitið segir mörg skólaeldhús hins vegar ekki henta fyrir fjöldann sem þau eiga að þjóna og íhugar að taka málið upp við stjórnendur borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fjöldinn sprengir af sér skólaeldhús víða Vinnueftirlitið íhugar nú að ræða við Reykjavíkurborg vegna ástandsins í eldhúsum skólamötuneyta sem víða henti ekki fjölda nemenda. Borgin segir sparað þar eins og annars staðar. Gæði matarins hafi ekki rýrnað eftir hrunið. ANNA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR Leikskólastjóri í nýju hlutverki: Leikjasíða á sjö tungumálum KAJ LEO JOHANNESEN Leiðtogi Sam- bandsflokksins fær tækifæri áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDEN.ORG FARÞEGAR Í VANDRÆÐUM Tugir þúsunda komust ekki leiðar sinnar. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA, AP Óháður dómstóll í Ástralíu kvað í gær upp þann úrskurð að ástralska flugfélagið Qantas verði að hefja flug að nýju. Stjórn flugfélagsins ákvað á laugardag að hætta öllu flugi vegna deilna við verkalýðsfélög, sem höfðu ekki viljað semja við félagið eftir að starfsemin var skorin niður í sparnaðarskyni. Úrskurðurinn felur í sér að deiluaðilum er skipað að hefja viðræður, sem í sjálfu sér er sigur fyrir flugfélagið. Alls urðu 70 þúsund manns í 22 löndum fyrir óþægindum vegna flugstöðvunarinnar. - gb Ástralskt flugfélag hætti flugi: Skipað að hefja flugferðir á ný FÓLK Fimm hundruð unglingar voru samankomnir á Lands- móti æskulýðsfélaga kirkjunnar sem fram fór um liðna helgi en mótinu lauk í gær með messu í Selfosskirkju. Unga fólkið kom alls staðar að af landinu til að fræðast og láta gott af sér leiða en á laugardag safnaði það meðal annars pen- ingum í Kjarnanum á Selfossi til styrktar munaðarlausum börnum í Japan. Séra Óskar Hafsteinn Óskars- son, prestur í Selfosskirkju, hrósaði krökkunum í predikun sinni í gær og þá sagði Rakel Brynjólfsdóttir landsmótsstjóri landsmótið hafa gengið vel fyrir sig. Helgin hefði verið yndis- leg og krakkarnir hefðu sýnt að þeir hefðu „hjarta úr gulli“. - rat 500 unglingar á landsmóti: Krakkar með hjarta úr gulli Sverrir, verður það Sveppi eða Herr Pilz sem mætir á sviðið? „Ætli það verði ekki bara Mr. Mushroom. Enska er eiginlega eina málið sem ég tala sæmilega fyrir utan íslensku.“ Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, mun afhenda verðlaun á kvikmyndahátíð í Lübeck í Þýskalandi á næstunni. Pilz þýðir sveppur á þýsku. Sum eldhúsin eru þannig að þau eru ekki í samræmi við fjöldann sem þau eru að þjóna. FRÍÐA ÓLAFSDÓTTIR EFTIRLITSMAÐUR HJÁ VINNUEFTIRLITINU ORKUMÁL Gerðardómur í deilu Norðuráls og HS Orku vegna álversins í Helguvík hefur frestað úrskurði sínum um einn mánuð, en vonast hafði verið eftir niður- stöðu um þessi mánaðamót. Dómarar við gerðardóminn óskuðu eftir frestinum þar sem þeir telja deilumálið um orku- samninginn það viðamikið. Þetta er í þriðja sinn sem úrskurður frestast, en upphaf- lega stóð til að að hann yrði kveð- inn upp í lok júlímánaðar. Eftir málflutning í maímánuði var úrskurði frestað út september, síðan var honum frestað út októ- ber og nú til nóvemberloka. Deila HS Orku og Norðuráls: Enn beðið eftir gerðardómi BANDARÍKIN, AP Meira en þrjár milljónir heimila í norðaustan- verðum Bandaríkjunum urðu rafmagnslaus í gær, þegar hríðarveður skall á mun fyrr að vetri en venja er til á þessum slóðum. Snjó kyngdi niður og var bæði blautur og þungur, þannig að til dæmis tré skemmdust víða. Þótt snjókoman hafi hætt í gær, þá var búist við að rafmagn kæmist sums staðar ekki á aftur fyrr en að nokkrum dögum liðnum. - gb Snjó kyngdi óvænt niður: Milljónir urðu rafmagnslausar TRÚMÁL Endurskoðun á hlutverki biskups og minna umfang stjórn- sýslu kirkjunnar. Þetta er meðal hugmynda sem séra Örn Bárð- ur Jónsson setti fram í prédik- un í Neskirkju í gær. Í prédikun sinni lýsti Örn Bárður yfir áhyggjum af fjárhagsstöðu kirkjunnar. Tekjur hafi dregist saman vegna fækkunar á meðlimum og endur- skoðunar á samningum kirkju og ríkis. Segir Örn Bárður að haldi þessi þróun áfram kunni það að koma niður á starfi kirkjunnar og bendir máli sínu til stuðnings á nýlegar fréttir af því að fimm starfsmönnum Háteigskirkju hafi verið sagt upp vegna aðhalds- aðgerða. Til að bregðast við þessari þróun leggur Örn Bárður til að skrifstofu- húsnæði kirkjunnar við Laugaveg og Biskupsgarður, íbúðarhús bisk- ups við Bergstaðastræti, verði seld. „Yfirstjórn kirkjunnar breytt- ist 1997 þegar mörg verkefni færð- ust frá ráðuneytinu og inn í kirkj- una. Og þá óx biskupsstofa og risið á kirkjunni varð svolítið bratt og er svolítið bratt. Ég hef talað fyrir því að það þurfi að lækka þetta ris aftur,“ sagði Örn Bárður í prédikun sinni. Örn leggur einnig til að þjóð- kirkjan kaupi hálft safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar sem standi varla undir rekstri þess vegna skulda. Þá mundi starfsemi biskups færast inn í Dómkirkjuna. „Ég vil að biskupinn sé niðri í miðbæ og þjóni við Dómkirkjuna. Messi þar einu sinni í mánuði þar sem almenningur getur hlustað og haft aðgang að honum,“ segir Örn og bætir við: „Ég geri þá ráð fyrir því að kirkjuþing og kirkju- ráð mundu sjá um þessa ver- aldlegu umsýslu. Og það mætti framkvæma hana á skrifstofu á ódýrara svæði en á Laugaveginum. Á móti væri biskupinn ekki í þessu veraldarvafstri.“ Loks viðurkennir Örn fúslega að þessar hugmyndir séu ekki fullmót- aðar. Þær megi hins vegar ræða og þá komi vonandi eitthvað gott út úr þeim. - mþl Séra Örn Bárður Jónsson vill minnka yfirbyggingu þjóðkirkjunnar og selja eignir: Endurskoða þarf hlutverk biskups ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON Ég vil að biskupinn sé niðri í miðbæ og þjóni við Dómkirkjuna. ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON PRESTUR Í NESKIRKJU Stigahlíð 45-47 Lögg. fasteignasali: Guðrún Hulda Ólafsdóttir Hdl. 896 1810 Sýnishorn úr söluskrá • Sérstök sérverslun við Laugaveginn • Þekktur matsölustaður – Öll tæki • Bónstöð á besta stað • Fyrirtæki með tekjuöflun í Noregi • Nýr Pylsuvagn – Lækkað verð • Arðvænt fyrirtæki fyrir Golfáhugamenn • Rótgróinn söluturn – Stórlækkað verð! • Vel staðsett hjólbarðaverkstæði • Sumarbústaðir í nágr. Rvk. + 20 lóðir Óskum eftir fyrirtækjum til skráningar! Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu reynir@fyrirtaeki.is - www.fyrirtaeki.is • Parketslípun – stór verkefni bókuð • Ferðaskrifstofa á ótrúlegu verði • Ein elsta hannyrðabúð landsins • Snyrtilegur asískur veitingastaður Afkastamikil hreingerningaþjónusta Söluturna í ýmsum stærðum afverktakafyrirtæki f. norðan Sérverslun við Laugaveginn Bónstöð á besta stað SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.