Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 4
31. október 2011 MÁNUDAGUR4 FORTE Multidophilus Forte er breiðvirk 10 MILLJARÐA VIRKRA GERLA. „Probiocap®” Multidophilus forte er MULTI DOPHILUS GENGIÐ 28.10.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,1307 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,64 113,18 181,25 182,13 159,28 160,18 21,396 21,522 20,725 20,847 17,674 17,778 1,4840 1,4926 179,72 180,80 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNSÝSLA Ráðuneytin réðu alls 77 sinnum í stöður án auglýsinga frá ársbyrjun 2009 fram í septem- ber síðastliðinn. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Nær allar ráðningarnar eru hins vegar til skamms tíma, vegna afleysinga eða skemmri verkefna, og því innan marka sem sett eru í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og reglur um auglýsingar á lausum störfum. Þar segir annars vegar að ekki þurfi að auglýsa störf sem eigi að standa í tvo mánuði eða skemur, ekki heldur störf við afleysingar í tólf mánuði eða skemur, né störf sem áður voru auglýst innan sex mánaða og þess getið að umsóknin um þau gildi í sex mánuði. Hins vegar er heimilt að ráða starfsmann til starfa tímabundið án auglýsingar, en tímabundnar ráðningar mega þó ekki vara sam- fellt lengur en í tvö ár. Þrjú ráðuneyti hafa hins vegar farið á svig við ákvæði um gildis- tíma ráðninga: fjármálaráðuneytið sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið og innanríkisráðuneytið. Fjármálaráðuneytið réði í tvær stöður sérfræðinga án auglýs- ingar, en í svari til Fréttablaðs- ins segir að fólkið hafi fyrst verið ráðið vorið 2008 tímabundið án auglýsingar „með vilyrði um fast- ráðningu að loknum reynslutíma sem efnt var að honum loknum“. Ástæðan sem ráðuneytið gefur fyrir því er að þegar fólkið var upphaflega ráðið hafi aðstæður á vinnumarkaði verið sérstakar. Fjármálaráðuneytið hafi þá „ítrek- að og árangurslaust reynt að fá til sín starfsfólk með þessa menntun“, en án árangurs og því hafi verið brugðið á þetta ráð. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið réði í eina stöðu við símavörslu tímabundið vegna veikinda en ráðningin var fram- lengd ótímabundið. Starfsmað- urinn hefur þó enn ekki náð því tveggja ára hámarki sem reglur heimila. Í síðasta tilfellinu var Einar Árnason ráðinn ráðgjafi Ögmund- ar Jónassonar innanríkisráðherra í ársbyrjun og gildir ráðning hans um óákveðinn tíma á meðan Ögmundur er í sínu starfi. Sú skýring er gefin að Einar hafði áður verið aðstoðarmað- ur Ögmundar í samgönguráðu- neytinu, en Halla Gunnarsdóttir, sem gegndi sama starfi í dóms- málaráðuneytinu, er núverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 77 ráðningar án auglýsinga Frá ársbyrjun 2009 réðu ráðuneytin 77 sinnum í stöður án auglýsinga. Oftast til skamms tíma og því innan laga og reglna. Fjármálaráðuneytið réði tvisvar ótímabundið. Borið er við sérstökum aðstæðum árið 2008. RÁÐNINGAR RÁÐUNEYTANNA Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytunum hefur 77 sinum verið ráðið í stöður innan þeirra án auglýsinga. Í langflestum tilfellum er um tímabundnar ráðningar að ræða, sem brjóta ekki í bága við lög og reglur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Innanríkisráðuneyti (áður dóms- mála- og samgönguráðuneyti): 20 ráðningar án auglýsinga. ■ Velferðarráðuneyti (áður heil- brigðis- og félagsmálaráðu- neyti): 19 ráðningar án auglýsinga. Þar af voru tvær stöður á Landspítala auglýstar innanhúss. ■ Mennta- og menningarráðu- neyti: 9 ráðningar án auglýsinga. ■ Forsætisráðuneyti: 9 ráðningar án auglýsinga. ■ Fjármálaráðuneyti: 7 ráðningar án auglýsingar. Tvær stöður ótímabundið vegna sérstakra aðstæðna. ■ Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti: 6 ráðningar án auglýsinga. ■ Umhverfisráðuneytið: 2 ráðningar án auglýsinga. ■ Efnahags- og viðskiptaráðu- neyti: 1 ráðning án auglýsinga, sex stöður færðust milli ráðu- neyta um áramót. ■ Utanríkisráðuneyti: 1 ráðning án auglýsingar. ■ Iðnaðarráðuneyti: 3 ráðningar án auglýsinga. 77 ráðningar frá jan 2009 Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram á þingi fyrir skemmstu fyrirspurn um ráðningar ráðuneyta, að undanskildum afleysingum, árin 2007 til 2011. Hann beindi spurningunni að forsætisráðherra sem sagðist aðeins geta svarað fyrir sitt ráðuneyti. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Árni þegar hafa sent fyrirspurn á ráðuneytin. „Þessi umræða kemur alltaf upp öðru hverju. Það er, hvort ráðið sé í stöður án auglýsinga. Svo var þetta líka til umræðu í haust vegna breytinga á stjórnarráðs- lögunum. Það kveikti hjá mér áhuga um að fá að vita hvernig þessu er háttað í raun. Það sem mér finnst áhugavert er að fá tölurnar á bak við þetta, því að þegar umræðan kemur upp er gott að hafa skrifleg svör um það hvernig þessu er háttað og einnig hvort viðkomandi séu ennþá í þessum störfum.“ Skýrar upplýsingar nauðsynlegar ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON HEILBRIGÐISMÁL Búið er að sótt- hreinsa gervigrasið í íþróttahús- inu Boganum á Akureyri. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síð- ustu viku eru mörg dæmi um að íþróttaiðkendur hafi fengið sýk- ingar í sár eftir að hafa dottið í grasið þar, vegna þess að það hafði ekki verið þrifið frá opnun. Sýk- ingavaldar í grasinu eru raktir til þess meðal annars að fólk hræki í grasið. Sigfús Ólafur Helgason, for- maður íþróttafélagsins Þórs og umsjónarmaður í Boganum, segir að öllum síðastliðnum fimmtu- degi hafi verið varið í að hreinsa grasið. Því var húsið lokað bæði á fimmtudag og í gær. „Vonandi hefur okkur tekist að hreinsa út óværuna, eins og við köllum hana,“ segir Sigfús. Hann segir að mikið magn af vatni hafi farið í hreinsunina og þungt loft hafi verið vegna hreinsi- efnanna og því hafi verið ákveðið að hafa húsið lokað þessa tvo daga. Opið verður í húsinu í dag sam- kvæmt áætlun. „Þó að ein knatt- spyrnuæfing á hausti detti út efast ég um að Íslandsmeistaratitillinn ráðist af því.“ - þeb Sýkingar af völdum hráka ættu ekki að hrjá íþróttafólk á Akureyri á næstunni: Búið að sótthreinsa Bogann GRASIÐ HREINSAÐ Starfsmenn Bogans unnu að því á fimmtudaginn að hreinsa grasið með þar til gerðum búnaði. MYND/ÞÓRSPORT MORÐALDA Fimm morð hafa verið framin í Ósló á einum mánuði. Síðasta tilfellið var í fyrrinótt þar sem ungur maður var drepinn á heimili sínu. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Ungur maður var myrtur á heimili sínu í Ósló, höfuðborg Noregs, í fyrrinótt og annar komst illa særður á slysadeild. Meintur árásarmaður var hand- tekinn í bakgarði hússins þar sem morðið átti sér stað. Verknaðurinn hefur vakið mik- inn óhug í Ósló, en fimm morð hafa verið framin í borginni á síðasta mánuði og alls 27 morð í Noregi frá áramótum, að undan- skildum voðaverkum Anders Breivik. Mennirnir þrír, fórnarlömbin og meintur gerandi, hafa ekki áður komið við sögu lögreglu. - þj Manndráp í Ósló: Fimmta morðið á einum mánuði Klukkan færð aftur í Evrópu Klukkan var færð aftur um eina klukkustund í Evrópu í fyrrinótt þegar vetrartími tók gildi. Tímamunur á milli Íslands og Vestur-Evrópu er nú ein klukkustund í stað tveggja. EVRÓPA Um áramótin fær innanríkisráð- herra hins vegar lagaheimild til að bæta við sig aðstoðarmanni, sem yrði væntanlega Einar, og þá stöðu þarf ekki að auglýsa. Á heildina litið eru flestar tíma- bundnar óauglýstar ráðningar í stærri ráðuneytunum. Velferðar- ráðuneytið réði þannig nítján sinn- um án auglýsingar og innanríkis- ráðuneytið réði tuttugu sinnum án auglýsingar. thorgils@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 14° 14° 13° 15° 15° 12° 12° 24° 17° 23° 10° 24° 9° 17° 21° 10°Á MORGUN 10-18 m/s NV-til, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Hvasst við NV- og SA-ströndina. 4 2 2 8 88 0 2 3 5 7 18 11 8 4 4 3 3 5 13 3 7 4 5 2 1 0 0 0 3 2 SVIPAÐ ÁFRAM Veður breytist lítið næstu dagana en það verður áfram stíf norðaustanátt viðloðandi Vestfi rði og norðvestanvert landið. Annars staðar verður hægari vindur en víða má búast við skúrum eða slydduéljum. Hvessir SA-til með hlýindum seint á miðvikudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður TAÍLAND, AP Alþjóðlegar hjálpar- stofnanir segja stutt í að neyðar- ástand skapist í Bangkok, höfuð- borg Taílands, vegna flóðanna sem ógna nú borginni. Í gær brustu stíflur á nokkrum stöðum sem eykur hættuna á að vatnið flæði yfir borgina. Íbúar í norðurhverfum borgar- innar hafa þegar fengið að finna fyrir flóðunum, en að mestu hefur þó tekist að verja borgina flóðum. Um þriðjungur landsins er undir vatni í þessum mestu flóðum sem komið hafa áratugum saman. - gb Stíflur bresta við Bangkok: Segja stutt í neyðarástand Þrengt á Vesturlandsvegi Vesturlandsvegur við Krikahverfi í Mosfellsbæ hefur verið þrengdur tímabundið, úr tveim akreinum í eina í hvora átt, á milli Langatanga og Þverholts á meðan verið er að byggja göngubrú yfir veginn. Verklok eru áætluð 15. desember 2011. SAMGÖNGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.