Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 10
31. október 2011 MÁNUDAGUR10 Tilboð 49.900,- Fullt verð 66.900,- Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s FATASKÁPADAGAR 25% afsláttur af fataskápum í október Tilboð 39.150,- Fullt verð 52.200,- Tilboð 39.150,- Fullt verð 52.200,- Tilboð 95.850,- Fullt verð 127.800,- Tilboð 106.650,- Fullt verð 142.200,- Tilboð 74.550,- Fullt verð 99.400,- Rennihurðir Hvítt/hnota/askur Remix Háglans svart eða hvítt Þrjár verslanakeðjur ráða langstærstum hluta mat- vörumarkaðarins. Þær eru Hagar hf., Kaupás hf. og Samkaup hf. Samanlagt eru þessir þrír aðilar með um 85% markaðshlutdeild þegar miðað er við veltu þeirra á árinu 2010. Lang- stærsta keðjan, Hagar, er í 62% eigu Arion banka. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um sam- keppnismarkaði eftir bankahrun. Arion banki tók yfir smásölu- risann Haga hf., sem á og rekur Bónus og Hagkaup, í október 2009 og vistaði í dótturfélagi sínu, Eignabjargi. Miðað við veltu ársins 2010 voru Hagar með um 50% markaðshlutdeild í matvöruverslun á landinu öllu. Samkeppniseftirlitið sam- þykkti yfirtökuna en setti henni víðtæk skilyrði. Auk þess beindi eftirlitið þeim tilmælum til Arion að bankinn myndi selja Haga frá sér í fleirum en einum hluta í því skyni að auka samkeppni.Í kjölfarið var félagið endurfjár- magnað með 15 milljarða króna láni frá Arion og Landsbank- anum. Arion tók síðar alfarið yfir umrætt lán. Hagar greiddu Arion banka 811 milljónir króna í vaxtagjöld vegna lánsins á síðasta rekstrarári. Arion banki seldi Búvöllum ehf. 34% hlut í Högum í febrú- ar á 4,1 milljarð króna. Arion banki á eftir viðskiptin 61,7% hlut í Högum og tveir fulltrúar dótturfélags bankans sitja enn í stjórn Haga. Velta Haga frá 1. mars 2010 til loka febrúar síðast- liðins var 66,7 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður var 3,2 millj- arðar króna og heildarafkoma var jákvæð um 1,1 milljarð króna. 10-11 selt Vegna tilmæla Samkeppniseftir- litsins var ákveðið að taka 10-11 verslunarkeðjuna út úr Högum og selja hana sér. Hlutdeild henn- ar í matvöruveltu Haga hafði verið tæp 7% og því minnkaði markaðshlutdeild félagsins lítil- lega við tilfærslu 10-11. Sú keðja var seld til Árna Péturs Jóns- sonar í júní síðastliðnum. Kaup- verðið var ekki gefið upp en á hluthafafundi félagsins mánuði áður hafði Arion banki breytt 235 milljónum króna af kröfum sínum á fyrirtækið í nýtt hlutafé. 10-11 skilaði nýverið ársreikn- ingi fyrir síðasta rekstrarár. Þar kemur fram að verslunarkeðjan tapaði 1,3 milljörðum króna á tímabilinu. Eigandi með kyrrstöðusamning Næststærsta verslanakeðjan á matvörumarkaði er Kaupás hf. sem rekur verslanir undir merkj- um Krónunnar og Nóatúns. Keðj- an er með um 25% markaðshlut- deild miðað við veltu hennar. Eigandi Kaupás er Norvik, fjár- festingafélag sem að stærstum hluta er í eigu Jóns Helga Guð- mundssonar og félaga sem tengj- ast honum. Straumborg, aðal- fjárfestingafélag Jóns Helga og barna hans, á 22% hlut í Nor- vik og Jón Helgi á til viðbótar 24% í eigin nafni. Norvik gerði kyrrstöðusamning (e. stand-still agreement) við lánadrottna sína 9. apríl í fyrra, en félagið tapaði 14,7 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009. Hann gildir fram í janúar 2013, eða í um 14 mán- uði til viðbótar. Stærsti kröfuhafi Straumborgar er Arion banki og á hann einn fulltrúa í stjórn félagsins. Rekstur Kaupás gekk vel á síðasta ári og félagið hagnaðist um 464 milljónir króna. Vöru- sala þeirra verslana sem heyra undir Kaupás jókst um 2,2 millj- arða króna á tímabilinu og var 22 milljarðar króna. Eigið fé var um 800 milljónir króna og því ljóst að matvöruhluti Norvikurveldisins skilaði góðum hagnaði. Nýir aðilar Þriðji stærsti aðilinn á matvöru- markaði er Samkaup með um 15% markaðshlutdeild miðað við veltu á rekstrarárinu 2010. Sam- kaup rekur Samkaupsverslanirn- ar, Nettó og Kaskó. Félagið er að mestu í eigu Kaupfélags Suður- nesja og Kaupfélags Borgfirð- inga. Velta Samkaupa var 19,8 milljarðar króna árið 2009 og hagnaður 324 milljónir króna en félagið hefur ekki skilað árs- reikningi fyrir síðasta rekstr- arár. Frá bankahruni hafa tveir nýir aðilar bæst við í rekstri mat- vöruverslana, Víðir og Kostur. Þrjár keðjur með 85% af matvörumarkaði MATARINNKAUP Matvörumarkaður er líkast til sá markaður sem skiptir neytendur einna mestu máli. Töluverðar breytingar hafa átt sér stað innan hans eftir bankahrun. FÁTÆKT Þrátt fyrir að almenn velmegun sé í Danmörku, hyggjast stjórnvöld kortleggja fátæktarvandann. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Stjórnvöld í Danmörku stefna að því að skilgreina fátækt- armörk þar í landi og mun niður- staða liggja fyrir á næsta ári. Nokkur umræða hefur skapast um fátækt í Danmörku þar sem deilt er um hvort eigi að einblína á aðstæður innanlands eða setja þær í samanburð við fátækt á heimsvísu. Talsmaður Róttæka flokksins, sem er einn af stjórnarflokk- unum, segir við Berlingske að ákvarða þurfi nauðsynlegar ráð- stöfunartekjur. Með það að leiðar- ljósi megi fara að vinna á fátækt sem sé raunverulegt vandamál í Danmörku. - þj Stjórnvöld í Danmörku: Vilja skilgreina fátæktarmörk LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn gerðu nýverið húsleit í íbúðar- húsi á Selfossi vegna gruns um að þar væru seld fíkniefni. Fíkniefnahundur lögreglunnar á Selfossi tók þátt í leitinni. Í íbúðinni fundust tæp fimm grömm af amfetamíni og nokkr- ar töflur af sterum og tólum til fíkniefnaneyslu. Íbúðareigandinn gekkst við að eiga og að hafa notað fíkniefnin. Daginn eftir höfðu lögreglu- menn aftur afskipti af þessum sama manni og þá var hann með um fjögur grömm af kannabis- efni í vasa sínum. - jss Tóku amfetamín og stera: Tekinn dag eftir dag með dóp FRÉTTASKÝRING: Samkeppnismarkaðir eftir bankahrun Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is var markaðs- hlutdeild Haga á matvöru- markaði árið 2010. 50%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.