Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 31. október 2011 11 BRETLAND Dómstóll í London mun taka ákvörðun um það á mið- vikudaginn kemur hvort Julian Assange, stofn- andi Wikileaks, verður fram- seldur til Sví- þjóðar. Assange var handtekinn í London í des- ember síðast- liðnum og er nú laus gegn trygg- ingu. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum í Svíþjóð og því hafa Svíar viljað hafa hendur í hári hans. Hann neitar alfarið sök og segir málið vera pólitískt. Nú hefur verið greint frá því að 2. nóvember klukkan 9.45 verði kveðinn upp úrskurður í framsalsmálinu. - þeb H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 1- 23 71 Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili Hvað ef? skemmtifræðslu og býður grunnskólanemum á sýningar í vetur. Um er að ræða uppistand og skemmtifræðslu fyrir unglinga, foreldra og kennara um málefni sem ungt fólk stendur frammi fyrir þegar það er að vaxa úr grasi. Með húmorinn og einlægnina að vopni er opnuð umræða um áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál. Hvað ef? hefur hlotið fádæma góðar viðtökur og lof áhorfenda og þeirra sem vinna við forvarnir og fræðslu. Nú þegar hafa á þriðja þúsund nemendur og foreldrar séð þetta frábæra verk í boði Íslandsbanka. Verkið er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. „Ein áhrifamesta forvarnarfræðsla sem ég hef upplifað. Frábær rússíbani og Stefán Helgi Guðrún „Þetta var mjög skemmtilegt og held að Magdalena Myndskreyting: Kristján Þór / FÍT / dagsverk.is „Ein áhrifamesta forvarnarfræðsla JULIAN ASSANGE Dómstóll í London: Ræðst hvort Assange verður framseldur AIRWAVES 2005 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var fyrst haldin 1999 og hefur eflst um allan helming síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BORGARMÁL Reykjavíkurborg hefur hlotið sérstakan heiðurs- titil sem Hátíða- og viðburðaborg. Þetta var tilkynnt á árlegri ráð- stefnu IFEA (International Festi- vals & Events Association). Verð- launin eru veitt til að vekja athygli á þeim borgum sem skara fram úr við að styðja viðburði og hátíðir og þykja hafa góða innviði til að halda utan um slíkt starf. Titillinn telst mikilvægur sem markaðssetningartól til að laða bæði stóra og smáa alþjóðlega við- burði til Reykjavíkur. Í fyrra hlaut Edinborg í Skotlandi titilinn. - shá Höfuðborgin fær heiðurstitil: Reykjavík góð til hátíðahalda FÓLK Samtökin KFUM og KFUK standa í áttunda sinn fyrir verk- efninu Jól í skókassa. Í því er nokkrum jólagjöfum pakkað ofan í skókassa sem síðan eru sendir til þurfandi barna í Úkraínu. Markmið- ið er að gleðja þurfandi börn í anda jólanna. Um 50 milljónir búa í Úkraínu en þar er mikið atvinnuleysi. Skó- kössunum er dreift á svæði þar sem er allt að 80 prósenta atvinnu- leysi. Kassarnir fara meðal annars á munaðarleysingjahæli, barnaspít- ala og til barna fátækra einstæðra foreldra. Tekið er á móti skókössum í aðal- stöðvum KFUM og KFUK, Holta- vegi 28, alla virka daga frá klukk- an 9 til 17, en síðasti skiladagur er 12. nóvember. Frekari upplýs- ingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni skokassar.net. - kóp KFUM og KFUK færa úkraínskum börnum jólagjöf í áttunda sinn: Jólin flutt í kössum til Úkraínu KÍKT Í KASSANN Gjafirnar hafa kætt krakkana í Úkraínu undanfarin jól. Ritföng, föt, leikföng, hreinlætisvörur, sælgæti og margt fleira hefur leynst í kössunum. FLÓRÍDA, AP Baráttan um yfir- höndina á flatbökumarkaðnum í Flórída er komin á nýtt stig. Tveir yfirmenn Dominos veitinga- staða hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í húsnæði keppinautarins, Papa John´s, í Lake City. Mennirnir, sem eru 22 ára og 23 ára, sögðu lögreglunni ástæð- una vera þá að viðskiptavinum myndi fjölga á Dominos við það að koma keppinautnum á kné. Báðir mennirnir hafa verið kærðir fyrir íkveikju og eru í haldi lögreglu. - rat Kveiktu í Papa John´s pizza: Ætluðu að ná viðskiptavinum RÍAD, AP Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur lofað hverjum þeim sem tekur ísraelskan her- mann höndum til að skipta fyrir palestínskan fanga, einni milljón dala. Áður hafði sjeikinn Awadh al- Qarani boðið 100.000 Bandaríkja- dali fyrir hvern ísraelskan her- mann. Khaled bin Talal prins bætti við 900.000 dölum við nú á laugar- dag. Hann sagðist í yfirlýsingu gera þetta vegna líflátshótana sem Ísraelar eiga að hafa haft uppi við al-Qarani. - rat Skipti fyrir palestínska fanga: Bjóða milljón fyrir hermann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.