Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 14
31. október 2011 MÁNUDAGUR14 MOSAIK Hjartkær föðursystir mín, mágkona og afasystir, Hildur Thorarensen áður til heimilis að Hagamel 42, Reykjavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, laugardaginn 22. október. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Ingibjörg Thorarensen Örvar Birkir Eiríksson Þóra Ölversdóttir Þórey Inga og Lovísa Rán Yndislegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, Franklín Friðleifsson Nónhæð 1, Garðabæ, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 2. nóvember kl. 11.00. Heiðbjört Harðardóttir Sólveig Franklínsdóttir Ernir Kr. Snorrason Valgerður Franklínsdóttir Andri Már Ingólfsson Halla Ágústsdóttir Franklín Ernir, Alexander Snær og Viktor Máni Elskuleg háöldruð móðir okkar og ættmóðir fjögurra ættliða, Hansína F. Guðjónsdóttir áður búsett að Grandavegi 47, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 18. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Skjóls fyrir dásam lega umhyggju og hlýju. Þökk sé öllum sem hafa sýnt vinar- og samúðarhug. F.h. afkomenda, Þröstur Sveinsson Rúnar Sveinsson Inga Björg Sveinsdóttir Halldór Sveinsson timamot@frettabladid.is „Vefurinn fór í loftið núna í vor og um helgina kom fimmti leikurinn inn á síð- una sem er á sjö tungumálum,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskóla- stjóri á Nóaborg, sem ýtt hefur úr vör vefsíðunni paxel123.com þar sem eru leikir sem eiga að örva læsi í stærð- fræði og móðurmáli fyrir börn frá fjögurra ára aldri. „Þetta er byggt á leikjum og viðfangsefnum sem ég bjó til fyrir tólf árum í tengslum við þró- unarverkefni sem ég var að vinna. Leikirnir hafa verið mjög vinsælir hjá börnunum hér á Nóaborg allan þennan tíma og þess vegna fór ég að leita leiða til að koma þessu á framfæri svo fleiri gætu notið þess,“ segir Anna Margrét. Leikjavefurinn er ókeypis, þar eru engar auglýsingar, engin skráning, engum persónuupplýsingum safnað eða miðlað. „Þetta er eins öruggt og það getur orðið,“ segir Anna Margrét. „SAFT (Safer Internet Action Plan) á Íslandi hefur verið að kynna verkefnið erlendis við mjög jákvæðar undirtekt- ir í sumar og haust. Markhópurinn er krakkar sem eru að byrja að nota tölv- ur þannig að allir leikirnir eru glað- ir og litríkir, allar myndir handteikn- aðar og Eyþór Gunnarsson og dóttir hans, Elín Ey, hafa samið tónlistarstef við hvern leik fyrir sig. Ég er með ein- tóma snillinga í kringum mig í þessu verkefni og fólk er ótrúlega tilbúið til að leggja sitt af mörkum, það er ómetanlegt.“ Verkefnið er eingöngu rekið með styrkjum og þeir stærstu hafa komið frá Nordplus språg og kultur. „Upphaf- lega var verkefnið reyndar styrkt sem leikjasíða fyrir sænsk börn á sænsku,“ segir Anna Margrét og hlær. „En síðan fékk ég styrk frá Kennarasambandi Íslands til að gera þetta á íslensku og síðan hefur boltinn rúllað hratt.“ Leik- irnir eru nú á öllum norðurlandatungu- málunum, nema finnsku, auk færeysku og grænlensku. Þýðing á finnsku er í bígerð og fleiri tungumál eru vænt- anleg, að sögn Önnu Margrétar. „Við erum að þróa suma leiki yfir í apps fyrir iphone og ipad, og greiðsla fyrir niðurhal gæti í framtíðinni hjálpað til við að þróa síðuna áfram, bæta við leikjum og tungumálum.“ Anna Margrét segist hafa verið í góðu samstarfi við kennara á Norðurlöndunum og hafi Danir tekið sérstaklega vel á móti síðunni en einn- ig sé algengt að Íslendingar búsettir á Norðurlöndunum beini börnum sínum inn á síðuna endi henti hún vel fyrir tvítyngd börn. „Flestir notendur núna koma frá Danmörku,“ segir hún. „Ég hef fengið alveg ótrúlega jákvæðar undirtektir þaðan og er einmitt að fara núna í nóvember til Kaupmanna- hafnar til að funda með fullt af fólki sem hefur áhuga á síðunni. Þetta er allt óskaplega spennandi. En mestu skiptir auðvitað að krökkunum finnst þetta skemmtilegt og þetta á að vera skemmtilegt. Og á meðan mér sjálfri finnst þetta skemmtilegt þá held ég áfram.“ fridrikab@frettabladid.is ANNA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR: OPNAÐI LEIKJASÍÐU Á SJÖ TUNGUMÁLUM Þetta á að vera skemmtilegt MIKILL ÁHUGI „Ég hef fengið alveg ótrúlega jákvæðar undirtektir, segir Anna Margrét Ólafs- dóttir, leikskólastjóri á Nóaborg, sem þróaði leikjasíðuna paxel123.com. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINAR BENEDIKTSSON SKÁLD (1864-1940) fæddist þennan dag. „Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti.“ Margrét Bretaprinsessa sendi frá sér yfirlýsingu 31. október 1955 þar sem hún lýsti því yfir að hún væri hætt við að giftast hinum fráskilda flugdeildarforingja Peter Townsend. Samband þeirra hafði vakið mikla andstöðu og hefðu þau gifst hefði Margrét þurft að afsala sér tilkalli til krúnunnar þar sem hann var fráskilinn. Samkvæmt breskum lögum mátti Margrét ekki giftast fyrir 25 ára aldur án leyfis eldri systur sinnar, Elísabetar drottningar, og eftir það ekki án samþykkis breska þingsins. Hún varð 25 ára í ágúst 1955 og þingið hafði þegar lýst yfir að það myndi ekki samþykkja þennan ráðahag. Margrét sagði þó í yfirlýsingu sinni að hún hefði tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og eingöngu tekið mið af kenningum kirkjunnar um að hjónaband ætti að endast út ævina. Svo merk þóttu þessi tíðindi að BBC rauf útsend- ingu til að lesa yfirlýsinguna fyrir alþjóð. ÞETTA GERÐIST: 31. OKTÓBER 1955 Margrét prinsessa aflýsir giftingu Sigríður Arnardóttir, Sirrý, verður með opið fræðslu- námskeið í Heilsuborg í Faxafeni 14 þriðjudaginn 1. nóvember frá klukkan 19.30 til 22. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina Að laða til sín það góða. „Þetta er léttur og kraftmikill fyrirlestur þar sem þátttakendur fá í nesti tæki og tól til að halda út í framtíðina bjartsýnir og upplitsdjarfir og laða að sér hamingjudaga,“ segir Sirrý um efni námskeiðsins. Meðal þess sem hún fjallar um eru spurningar eins og „Hvað er það mikil- vægasta í lífinu og hverju getum við stjórnað?“, „Hvernig löðum við að okkur góða strauma og hamingju?“ og „Hvern- ig gefum við af okkur jákvæða mynd og eflum tengslanetið?“ Sirrý er félags- og fjöl- miðlafræðingur og hefur áralanga reynslu af nám- skeiðahaldi í samskipta- færni. „Fyrirlestrarnir mínir fjalla um að halda í kraft og sjálfstraust þrátt fyrir mótbyr og krefjandi tíma. Það hefur alltaf verið húsfyllir og um að gera að skrá sig sem fyrst hjá Heilsuborg í Faxafeni 14,“ segir hún. - fsb Sirrý laðar til sín það góða FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ HJÁ SIRRÝ „Fyrirlestrarnir mínir fjalla um að halda í kraft og sjálfstraust,“ segir Sirrý. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Söngvarinn Þór Breið- fjörð heldur tónleika á Café Rosenberg við Klappar- stíg ásamt hljómsveit sinni föstudaginn 4. nóvember klukkan 22. Flutt verða lög eftir Þór og ný smáskífa hans, sem farin er að hljóma á öldum ljósvakans og ber nafn- ið Vetrarmorgunn, verður frumflutt á tónleikunum, ásamt velþekktum uppá- haldslögum. Þór er bæði söngvaskáld og leikari og mun fara með aðalhlutverkið í uppfærslu Þjóðleikhússins á söngleikn- um Vesalingarnir eftir ára- mótin. Þór Breiðfjörð á Café Rosenberg Þór Breiðfjörð syngur á Café Rosenberg á föstudagskvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.