Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 16
Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið INNRÉTTINGAR GLÆSILEGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS KOMDU MEÐ EÐA SENDU OKKUR MÁLIN OG VIÐ HÖNNUM, TEIKNUM OG GERUM ÞÉR HAGSTÆTT TILBOÐ. ARKITEKTÞJÓNUSTA Plastparket skal ekki bleyta of mikið þegar gólfin eru þrifin. Gott er að strjúka yfir með þurri moppu jafnóðum. Olíu- eða vaxborið parket er brýnt að rykmoppa reglulega. Erla Guðmundsdóttir er tíu ára og æfir söng. Hana langaði mikið til að fara á Frostrósartónleika og fékk þá hugmynd að hún gæti nýtt sér hannyrðakunnáttu sína og selt afrakstur hennar til að safna sér fyrir miðanum. Úr varð að hún fór að framleiða barnaskó í alls kyns stærðum, sem eru prjónaðir í margbreytilegum litum úr ull og þæfðir. „Ég lærði að prjóna hjá mömmu minni fyrir um ári síðan og hef gert ýmislegt, peysu handa frænku minni, trefla, húfur og fleira. Svo sá ég mömmu gera svona skó, sem hún var bara að gefa í gjafir, afmælisgjafir og slíkt, og ákvað að prófa sjálf,“ segir Erla en móðir hennar segir dótturina algera maskínu í prjónaskapnum. Eftir að hugmyndin kom upp um að Erla myndi safna sér fyrir tónleikamiðanum fór hún að selja skóna á hárgreiðslustofu móður sinnar, Hársnyrtistofu Söru í Grafarvogi. Þar hafa þeir vakið mikla athygli viðskiptavina, bæði þeir sem eru úr klassískum ljósum og grátóna ullarlitum og svo lit- skrúðugri gerðir og framleiðslan hefur undið upp á sig. „Þá fór frænka mín með nokkur pör í vinnuna til sín og seldi þar. Jú, mér finnst mjög gaman að gera skóna og ekki sérlega erfitt, nema kannski að gera hringina,“ segir Erla. Erla prjónar yfirleitt eitthvað á hverju kvöldi en annars er mikið að gera hjá henni því auk skólans og söngsins æfir hún körfubolta. Því nýtast kvöldin ágætlega og Erla segir að yfirleitt sé kveikt á sjónvarpinu sem hún kíki þá stund- um á yfir vinnunni. Hún segist hvergi nærri hætt í framleiðsl- unni meðan eftirspurn er fyrir hendi þótt hún nái að safna fyrir tónleikamiðanum. juliam@frettabladid.is Tíu ára gömul og framleiðir barnaskó Þótt Erla Guðmundsdóttir sé aðeins tíu ára gömul hefur hún síðustu vikur framleitt og selt barnaskó sem vakið hafa mikla athygli. Hugmyndin var upphaflega að safna fyrir miða á Frostrósartónleika. Erla Guðmundsdóttir, tíu ára, lærði að prjóna fyrir ári hjá móður sinni og afraksturinn í hannyrðunum er meðal annars peysur, húfur, treflar og á annan tug barnaskópara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.