Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 42
SENDU SMS ESL MARK Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AFÞREYINGARMARKAÐUR ELKO PÚSL - SPIL - DVD - TÖLVULEIKIR AÐALVINNINGUR DVD - SPIL - PÚSL OG TÖLVULEIKIR FYRIR 100.000 kr. Í ELKO AUKAVINNINGUR DVD - SPIL - PÚSL OG TÖLVULEIKIR FYRIR 50.000 kr. Í ELKO GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR! 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 21. nóvember. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 20. nóvember 2011 31. október 2011 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Helgin var viðburðarík í ensku úrvalsdeildinni og bar þá hæst 5-3 sigur Arsenal á Chelsea í ótrúlegri viðureign. Hollending- urinn Robin van Persie skoraði þrennu í leiknum og hefur nú alls skorað 28 mörg í síðustu 27 deild- arleikjum sínum. Arsenal vann aðeins tvo af fyrstu sex deildar- leikjum sínum en hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. „Robin er sjóðheitur um þessar mundir og er að nýta sér það til fulls að vera í liði sem vill sækja og skapa marktækifæri,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Hann er gríðarlega klókur í öllum hreyfingum og ótrúlega nákvæm- ur þegar kemur að því að klára færin sín.“ Aðeins þrjú stig skilja að lið Chelsea og Arsenal en fyrrnefnda liðið hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð og fengið á sig fimmtán mörk til þessa. Samt ætlar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, ekki að breyta varnar- leiknum. Stoltir af okkar leikaðferð „Við viljum halda í okkar leik- aðferð. Við erum stoltir af því hvernig við spilum og þurfum bara að laga nokkur atriði til að snúa genginu við og ná góðum úrslit- um,“ sagði Villas-Boas. Hann vildi gera lítið úr því að Arsenal skoraði fimm mörk í leiknum. „Í stöðunni 3-3 gerði einn leik- maður [John Terry] mistök og svo kom fimmta markið í lokin þegar við lögðum allt kapp á að sækja. Manchester United var refsað í svipuðum aðstæðum um daginn,“ bætti hann við og vísaði þá til þess þegar Manchester City vann 6-1 sigur á United. En það eru einmitt Manchester- liðin sem virðast í sérflokki í deild- inni og þá sérstaklega bláklædda liðið. Að loknum tíu umferðum í ensku úrvalsdeildinni trónir Manchester City á toppi deild- arinnar með 28 stig af 30 mögu- legum. Liðið hefur skorað 36 mörk í þessum tíu leikjum og vart stigið feilspor. City vann 3-1 sigur á Úlfunum um helgina en sigurinn var þó aldrei öruggur fyrr en í blálokin. „Við getum ekki skorað 4-5 mörk í hverjum leik,“ sagði Roberto Mancini, stjóri Chelsea. „Menn verða að vera þolinmóðir og halda áfram. Við gerðum það í dag.“ Ánægður með núllið Manchester United gerði góða ferð til Liverpool þar sem liðið vann 1-0 sigur á Everton í daufum leik. Alex Ferguson, stjóri United, var fyrst og fremst ánægður með að halda hreinu eftir 6-1 tapið um daginn. „Það hefur verið í umræðunni hversu mörg færi andstæðingar okkar hafa skapað gegn okkur og því var jákvætt að sjá öflugan varnarleik í dag.“ Suarez heitur en Gerrard meiddur Liverpool vann West Brom, 2-0, í rólegum leik þar sem Luis Suarez átti stóran þátt í báðum mörkun- um. „Luis er frábær knattspyrnu- maður en allir okkar leikmenn mega reyndar vera ánægðir með sína frammistöðu í dag,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. „Mér fannst Luis og Andy Carroll ná mjög vel saman í dag.“ Steven Gerrard spilaði ekki með Liverpool þar sem hann er með sýkingu í ökkla. Það kemur betur í ljós í dag eða á morgun hversu lengi hann verður frá. Heiðar Helguson lagði upp mark QPR þegar liðið tapaði fyrir Tot- tenham, 3-1, í gær. Gareth Bale skoraði tvö mörk en Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar. „Það var bara gott að skora mörk og komast aftur upp í hóp efstu sex liðanna,“ sagði Bale eftir leikinn í gær. eirikur@frettabladid.is Hann er gríðarlega klókur í öllum hreyf- ingum og ótrúlega nákvæmur þegar kemur að því að klára færin sín. ARSENE WENGER KNATTSPYRNUSTJÓRI ARSENAL Afgreiðslutímar á verkstæðum Virka daga 8.00–18.00 Laugardaga 9.00–13:00 LÁN Í6 VAXTALAUST MÁNUÐI Hankook vetrardekk tryggja gott grip allan veturinn við síbreytilegar íslenskar aðstæður. Skútuvogi 2 | 104 Reykjav ík | S ími 568 3080Kópavogur, Smiðjuvegi 68–70 | Sími 544 5000 Njarðvík, Fitjabraut 12 | Sími 421 1399 Selfoss, Eyrarvegur 33 | Sími 482 2722 SÓLNING www.solning.is www.bardinn.is Van Persie sýndi klærnar Hafi einhver þegar afskrifað Arsenal var það sennilega ótímabært. Liðið vann 5-3 sigur á Chelsea um helgina og eru aðeins þrjú stig á milli liðanna. Manches- ter-liðin unnu bæði og virðast enn í sérflokki, þá sérstaklega Manchester City. SJÓÐHEITUR Robin van Persie baðar sig í hlýju sviðsljósins en fyrir aftan hann ganga stuðningsmenn Chelsea af velli. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.