Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 46
31. október 2011 MÁNUDAGUR26 „Ég er rétt að byrja,“ segir söng- konan Agnes Björt Andradóttir, sem gekk nýlega til liðs við hljóm- sveitina Sykur. Sykur sendi í síðustu viku frá sér plötuna Mesópótamía, sem er önnur plata hljómsveitarinnar en sú fyrsta sem Agnes Björt syngur inn á. Sykur hefur hingað til feng- ið til sín gestasöngkonur – Katrína Mogensen úr Mammút og Rakel Mjöll Leifsdóttir úr Útidúr hafa gripið í hljóðnema með hljómsveit- inni – en hin tvítuga Agnes Björt er fyrsta söngkonan sem gerist með- limur í hljómsveitinni. Það er vel við hæfi þar sem hún er skráð rokk- stjarna í símaskránni. „Já, maður. Ég er rokkstjarna,“ segir hún, innt eftir útskýringu á því. „Ég er búin að vera að syngja frá því að ég man eftir mér,“ segir Agnes. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana, þar sem leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir er móðir henn- ar. „Hún er mjög sátt við að ég sé að fá útrás. Við erum báðar mjög andlegar og það er mikill listamað- ur í okkur. Eins og reyndar pabba mínum og öllum í kringum mig. En mamma er svakaleg. Hún tjáir sig mjög fallega og vel.“ En stóð þá aldrei til að þú færir að leika í staðinn fyrir að syngja? „Nei, það er ekki fyrir mig.“ Agnes lærði að eigin sögn allt sem hún kann í kórstarfi. „Þetta byrjaði hjá henni Þórunni Björnsdóttur kór- stjóra. Hún er frábær manneskja. Að vera í kór er eitthvað það besta sem ég hef gert. Hingað til. Ég var að ferðast út um allan heim með barnakór þegar ég var lítil.“ Þar hófst rokkstjörnulífernið … „Já, í kórnum, sko. Í alvöru, það er það. Þetta er ekkert nunnulíf,“ segir Agnes í léttum dúr. Agnes hefur unnið að eigin tónlist ásamt því að vera í hljómsveitinni Elevators. Mesópótamía er fyrsta platan sem hún syngur inn á, það hlýtur að vera skemmtilegt. Eða hvað? „Þetta er fyrsta platan mín, maður. Hell yeah! þetta er mjög góð tilfinning, skal ég segja þér, og ég veit að það er að koma meira af þessu í framtíðinni.“ atlifannar@frettabladid.is SJÓNVARPSÞÁTTURINN Að vera í kór er eitt- hvað það besta sem ég hef gert. Hingað til. AGNES BJÖRT ANDRADÓTTIR SÖNGKONA HLJÓMSVEITARINNAR SYKUR AGNES BJÖRT ANDRADÓTTIR: ÉG ER RÉTT AÐ BYRJA Rokkstjörnulífernið hófst í barnakór FYRSTA PLATAN GÓÐ TILFINNING Agnes Björt er ný söngkona hljómsveitarinnar Sykurs, sem sendi nýlega frá sér fyrstu plötuna sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta verður eins konar handbók um allt sem herramaður nútímans þarf að kunna,“ segir Kristinn Árni Hróbjartsson höfundur upp- flettiritsins Litla herramennsku- kverið. Kristinn hefur undanfarin misseri haldið úti vefsvæðinu plebbinn.is ásamt því að halda fyrirlestra í menntaskólum um herramennsku. Kristinn leitar upplýsinga um herramennsku bækur, vefsíður og kvikmyndir. „Ég hef sjálfur verið að pæla í þessu í langan tíma, lesið bækur, vefsíður og horft á kvikmynd- ir, aðallega þær sem fjalla um breskt hefðarfólk,“ segir Kristinn sem telur sig geta heimfært þessa þekkingu sína inn í nútímasam- félag. „Herramaður er orð sem hefur fest i tímaskekkju. Herra- mennska er lífsstíll og gefur líf- inu ákveðið gildi. Maður á venja sig á það að koma vel fram við annað fólk.“ Ásamt Kristni sjá Brynjar Guðnason og Júlíus Valdimars- son um að útlit bókarinnar verði sem glæsilegast, ef bókin fær yfirhöfuð að koma út. „Þetta er í fyrsta sinn sem við gefum út bók og runnum því frekar blint í sjó- inn. Svo rákumst við á skemmti- lega fjármögnunarleið sem kallast hópfjármögnun,“ segir Kristinn en félagarnir ætla að freista þess að geta fjármagnað útgáfu bók- arinnar með því að safna saman peningum á ástralskri vefsíðu þar sem fólk getur keypt eintök af bókinni og styrkt útgáfu bók- arinnar um ýmsar upphæðir. Ef ekki næst að safna fyrir útgáf- unni, sem er rúmlega 400 þús, kemur bókin einfaldlega ekki út og þeir sem hafa styrkt verkefnið og keypt sér eintak fá endurgreitt. „Þetta verður glæsileg bók sem allir verða að eiga á stofuborðinu sínu. Svona uppflettirit og kjör- in jólagjöf fyrir unga sem aldna herramenn.“ Hægt er að kaupa bókina og styrkt útgáfu hennar á vefsíðunni herramennska.pozible. com. -áp Rit fyrir nútíma herramanninn Þjóðleikhúsið hefur tryggt sér réttinn að upp- færslu leikverks upp úr bókinni Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Höfundurinn og þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, skrif- uðu undir samning þess efnis fyrir skemmstu. Bókin, sem er meðal annars innblásin af sögu barnabarns Sveins Björnssonar, kom fyrst út í Þýskalandi í tengslum við bókamessuna í Frankfurt en er núna fáanleg í íslenskum bókaverslunum. Tinna sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa kolfallið fyrir bókinni þegar hún las hana, hún hafi nánast lesið hana í einum bita. Hún viður- kennir að þetta sé vissulega „stór“ bók sem fari víða. „Og það verður spennandi að sjá hvernig hægt verður að koma þessu upp á svið. Aðal- persónan, Herbjörg María, er náttúrlega alveg mögnuð persónusköpun.“ Hallgrímur segir þetta vissulega vera spenn- andi verkefni. Þrátt fyrir að höfundurinn sé nýkominn heim úr mikilli reisu frá Þýskalandi er hann á leiðinni út aftur, nú til Austurríkis, nánar tiltekið Salzburg, en leikverk upp úr bók hans, Tíu ráð, verður frumsýnt á fimmtudaginn í næstu viku. „Þetta verður svolítið slungið verkefni, þetta er flókin saga sem gerist á mörgum tímabilum og að miklu leyti í hausnum á einni manneskju,“ segir Hall- grímur, en líklegt þykir að skáldið sjálft skrifi leikgerðina. „Mér finnst alveg gaman að vinna í leikhúsi, ég hef skrifað leikrit sem ekki hafa verið sett upp og svo leikrit sem hafa verið sett upp en fengið misjafnar viðtökur. Maður er því bara eins og brennt barn sem sækir í eldinn.“ - fgg Hallgrímur semur við Þjóðleikhúsið HERRAMAÐUR FRAM Í FINGURGÓMA Kristinn Árni Hróbjartsson freistar þess, ásamt þeim Brynjari Guðnasyni og Júlíusi Valdimarssyni, að gefa út Litla herramennsku- kverið fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég er vandræðalega föst í Grey‘s Anatomy, það er svo gott að gráta. Svo er það The Killing sem er líka fantagóður.“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona. MARGSLUNGIN BÓK Tinna Gunnlaugsdóttir las bók Hallgríms Helgasonar nánast í einum bita og nú hefur Þjóðleikhúsið samið um réttinn á upp- færslu leikgerðar upp úr henni. Hallgrímur mun að öllum líkindum skrifa leikgerðina sjálfur. Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ Í jólabókaflóðinu er jafnan mest spenn- andi að sjá hver selur næstmest á eftir Arnaldi Indriðasyni. Í jólaplötuflóð- inu er ekkert slíkt uppi á ten- ingnum og keppnin um söluhæstu plötuna er oft ansi hörð. Um þessar mundir virðast Mugison og Of Monsters and Men vera vinsælustu listamenn landsins og ætla greinilega að enda ofarlega á sölulistum ársins. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og félagar í Of Monsters and Men eiga vinsælustu lög landsins en Mugison selur fleiri plötur. Mugison hefur aldrei farið eins hratt af stað í sölu og verður forvitnilegt að sjá hvort Haglél heldur vinsældum sínum þegar nær dregur jólum. Enn eiga eftir að koma plötur með lista- mönnum sem selja jafnan grimmt, til að mynda með Hjálmum og Páli Óskari, svo allt getur enn gerst. Tveir fyrrverandi kvikmyndagagn- rýnendur Fréttablaðsins hafa tekið höndum saman um opnun nýs kvikmyndavefs, Svarthöfða. Þetta eru þeir Þórarinn Þórarinsson og Vignir Jón Vignisson sem báðir hafa ódrepandi áhuga á kvikmyndum og ættu að hafa nóg fram að færa í skrifum sínum. Vefurinn fer í loftið á morgun. Slóðin er Svarthofdi.is. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.