Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 2
21. nóvember 2011 MÁNUDAGUR2 SKÁK Elsa María Kristínardóttir varð Íslandsmeistari kvenna í skák á laugardag. Í lokaumferð- inni gerði hún jafntefli við Doniku Kolica og tryggði sér þar titilinn. Elsa María hlaut 6,5 vinn- inga í 7 skák- um. Sigur Elsu var nokkuð óvæntur enda var hún aðeins fimmti stiga- hæsti keppandinn. Jóhanna Björg Jóhannsdótt- ir varð önnur með 6 vinninga. Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir og Tinna Kristín Finn- bogadóttir urðu í 3.-4. sæti með 4,5 vinninga. Hallgerður fékk þriðja sætið á stigum. - hhs ELSA MARÍA KRISTÍNARDÓTTIR Íslandsmótið í skák: Elsa María er Ís- landsmeistari MENNTAMÁL Nýtt blóðstorkupróf til stýringar á blóðþynningu fékk Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands, sem veitt voru á Nýsköp- unarmessu Háskóla Íslands á Háskólatorgi á laugardag. Páll Torfi Önundarson, pró- fessor og yfirlæknir á Land- spítalanum, og Brynja R. Guð- mundsdóttir, klínískur lektor á Landspítalanum, standa á bak við verkefnið. Önnur verðlaun hlaut Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent við Félags- og mannvísindadeild. Um er að ræða forvarnaverkefni þar sem markmiðið er að meta árangur íslensks námskeiðs fyrir seinfæra foreldra um samskipti í fjölskyldum. Tvö verkefni deildu með sér þriðju verðlaunum. Annars vegar tölvuforrit sem sýnir hvernig fruma vinnur og er byggð upp. Hins vegar er það verkefni sem byggist á rannsóknum á hljóðum hvala í Skjálfandaflóa. Hljóðun- um hefur verið safnað frá árinu 2008 og hugmyndin er að útbúa úr þeim söluvöru fyrir almenn- ing. Þau yrðu meðal annars nýtt í tónlist. Verðlaunin nema í heild einni milljón króna. - hhs Hagnýtingarverðlaun HÍ: Selja hvalahljóð SAMFÉLAGSMÁL Opið verður frá og með deginum í dag hjá Fjölskyldu- hjálp Íslands í Eskihlíð í Reykja- vík alla virka daga milli klukkan 9 og 17 fram að jólum. Þá mun Fjölskylduhjálpin taka upphitað húsnæði í notkun í vik- unni þar sem fólk getur sest meðan beðið er. „Við höfum skipulagt kerfið svo fólk þarf ekki lengur að bíða í bið- röðum niður á Miklubraut,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. „Fólk getur mætt klukkan 10 og fengið miða og séð um það bil hvenær röðin kemur að því. Við afgreiðum um 200 fjölskyldur á klukkustund og hér geta verið milli 40 og 60 manns að bíða,“ segir Ásgerður. „Nú vantar okkur stóla af öllum gerðum í húsnæðið svo fólk geti tyllt sér.“ Skráningar fyrir jólaaðstoð í Eskihlíð í Reykjavík verða 22. til 24. nóvember og 28. nóvember frá klukkan 13 til 16 en afgreiðsla jóla- aðstoðar verður dagana 16. 20. og 22. desember frá klukkan 14 til 18. Í Grófinni 10C í Reykjanesbæ verður skráning fyrir jólaaðstoð 22. til 24. nóvember milli klukkan 14 og 18 en afgreiðsla jólaaðstoðar þriðjudaginn 20. desember frá 13 til 18. - rat Fjölskylduhjálp Íslands afgreiðir um 200 fjölskyldur á klukkustund: Lengja opnunartíma fyrir jólin LENGRI OPNUNARTÍMI Opið verður hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík alla virka daga fram að jólum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigurður, eru Mótamenn að baka ykkur vandræði? „Já, þeir eru að hengja bakara fyrir smið.“ Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari Bernhöftsbakarís sem starfað hefur á Bergstaðastræti í 79 ár, hefur fengið tilkynningu frá verktakafyrirtækinu Mótamönnum, eiganda hússins, um að rýma húsnæðið fyrir áramót. SLYS „Erfiðasti hlutinn við mitt starf er ekki að sinna þeim sem hafa orðið fyrir slysi. Ef maður hefur góða þjálfun og vinnur í góðu teymi er hægt að gera ótrú- lega hluti. En þegar illa fer, og maður lendir í þeirri stöðu að þurfa að tilkynna einhverjum að hann hafi misst ástvin, þá tekur þetta á. Sérstaklega þegar um börn er að ræða,“ segir Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það ætti enginn að vera sett- ur í þá stöðu að þurfa að tilkynna öðrum að þeir hafi misst börnin sín. Og það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að taka á móti svoleiðis upplýsingum.“ Viðar var einn þeirra sem tóku til máls í minningarathöfn sem fram fór í gærmorgun við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar var fórnarlamba umferðarslysa minnst með einnar mínútu þögn, eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ávarpað sam- komuna og sagt frá tilefni dags- ins. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnu- dag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Auk þess að minnast fórnar- lamba umferðarslysa var tilgang- ur athafnarinnar að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björg- un og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslys- um. Fulltrúar þeirra starfsstétta voru viðstaddir athöfnina; áhöfn þyrlusveitar Landhelgisgæslunn- ar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkvi- liðsmenn, starfsmaður Rannsókn- arnefndar umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk. Auk Viðars sögðu Leifur Hall- dórsson lögreglumaður og Oddur Eiríksson sjúkraflutningamaður reynslusögur sínar. Um það bil 2 prósent allra dauðsfalla í heiminum eru af völd- um umferðarslysa, en á hverju ári látast um 1,2 til 1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heim- inum. Banaslys í umferðinni eru algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum í dag. Af þeim tólf sem látist hafa í umferðinni hér á landi það sem af er þessu ári var helm- ingur 17 ára og yngri. Fjórir voru 17 ára, ein 13 ára stúlka og eitt 6 ára gamalt barn. holmfridur@frettabladid.is Erfiðast að tilkynna fólki um barnsmissi Fórnarlamba umferðarslysa var minnst við bráðamóttöku Landspítalans í Foss- vogi í gærmorgun. Þá voru þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynn- ingu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum heiðraðar. EINNAR MÍNÚTU ÞÖGN Fórnarlamba umferðarslysa var minnst við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gærmorgun. Viðar Magnússon tók til máls á athöfninni. MYND/EINAR MAGNÚSSON BÓKMENNTIR Verðlaunafé Íslensku bókmenntaverðlaunanna hefur verið hækkað í eina milljón króna, en það hefur í rúman áratug numið 750 þúsund krónum. Tilkynnt verður um tilnefning- ar til verðlaunanna fimmtudaginn 1. desember. Tilnefnd verða fimm verk í tveimur flokkum, frum- saminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns efnis hins vegar. Við sama tilefni verður tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýð- ingaverðlaunanna. - hhs Íslensku bókmenntaverðlaunin: Milljón fyrir bestu bækur SAMGÖNGUR Flugfélagið Iceland Express mun ekki fljúga til New York-borgar fram til 9. janúar eins og stóð til. Ástæðan er að flugið er of dýrt. Flugfélagið hefur nú aflýst flugi til New York sem átti að fara í dag, en til stendur að útvega þeim farþegum sem áttu pantað far með öðrum flugfélögum. Heimir Már Pétursson, tals- maður félagsins, sagði í sam- tali við Mbl.is að ástæður þess að of dýrt væri að fljúga til New York væru margir samverkandi þættir, svo sem gengi gjald- miðla, flugvélategundir og fleira. Ekki væri hægt að hækka verð á miðum til Evrópu til að bera flugið uppi. - sv Iceland Express hættir við: Hætta við flug til New York milljónir manna látast á hverju ári í umferðar- slysum. Banaslys í umferðinni eru algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum. 1,4 SPÁNN, AP Lýðflokkurinn fékk hreinan meirihluta þingmanna í kosningunum sem fram fóru á Spáni í gær samkvæmt niðurstöðum þegar nærri tvö af hverjum þremur atkvæðum höfðu verið talin í gærkvöldi. Verði það niðurstaðan er ríkisstjórn Sósíal- istaflokksins, sem stýrt hefur landinu síðustu tvö kjörtímabil, fallin. Eftir að 64 prósent atkvæða höfðu verið talin var Lýðflokkurinn, sem er flokkur hægrimanna, með um 44 prósent atkvæða og 187 þingsæti af 350 í neðri deild spænska þingsins. Sósíalista- flokkurinn var með 29 prósenta fylgi og 110 þing- sæti. Kosningabaráttan snerist að langmestu leyti um efnahagsmálin. Atvinnuleysi á Spáni er nú um 21,5 prósent, og ótti við að landið fylgi Grikklandi í greiðsluþrot fer vaxandi. Stuðningsmenn Lýðflokksins söfnuðust saman við höfuðstöðvar flokksins í gærkvöldi, fullvissir um að flokkurinn hefði unnið stórsigur í kosning- unum. Fólkið veifaði spænska fánanum og bláum og hvítum fána Lýðflokksins. „Þetta er það sem landið þarf á að halda núna,“ sagði David Cordero, einn stuðningsmanna flokks- ins, sem fagnaði úrslitunum með hópi stuðnings- manna Lýðflokksins. - bj Fyrstu tölur úr spænsku þingkosningunum benda til þess að stjórnarskipti verði: Lýðflokkurinn með meirihluta FAGNAÐ Stuðningsmenn Lýðflokksins fögnuðu sigri við höfuð- stöðvar flokksins í Madríd í gærkvöldi og veifuðu bláum og hvítum fána flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Neytendasamtökin vilja að bann við áfengisaug- lýsingum sé gert skýrara og skilvirkara. Samtökin sendu umsögn um frumvarp um breyt- ingu á áfengislögum til nefndar- sviðs Alþingis þar sem tillagan er lögð fram. Samtökin telja eðlilegt að eftirlit með því hvort brotið sé gegn því banni sé í höndum Neytendastofu, enda samrým- ist það vel eftirlitshlutverki því sem stofnunin fer með, segir á heimasíðu samtakanna. - sv Umsögn um áfengislög: Vilja skýrara auglýsingabann Betri upptöku járns, vegna C vítamín innihalds. Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns, aukið súrefnisflæði. Orkugefandi efnaskiptum Betra ónæmiskerfi Eðlilegri frumuskiptingu Auknu blóðstreymi Aukinni orku Auknum lífskrafti Járnskortur er oft ein af ástæðum þess að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix- túrurnar eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti, ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum. Engin aukaefni, hrein náttúruafurð. Floradix blanda stuðlar að : Floradix mixtúrurnar fást í Lyf og Heilsu með 20% afslætti til 5.desember SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.