Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 8
21. nóvember 2011 MÁNUDAGUR8 www.bifrost.is Málþingaröð Háskólans á Bifröst á Hverfisgötu 4-6, fimmtu hæð. Í dag, 21. nóvember kl. 12.00: Þingræði í ljósi sögunnar Næsta málþing 28. nóv. Félagslegur ójöfnuður og efnahagslegt réttlæti. Nýtt upphaf, uppgjör og óuppgerð vandamál Helgi Skúli Kjartansson og Þorsteinn Magnússon ræða um bókina Þingræði á Íslandi: samtíð og saga. Boðið er upp á kaffi og líflegar umræður. HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Staðreyndir um kosti og galla háspennuloftlína og jarðstrengja, stefnumótun erlendis og umfjöllun hér heima. Kynntu þér málið á www.landsnet.is/linurogstrengir Upplýsingavefur um loftlínur og jarðstrengi HEILBRIGÐISMÁL Íslenskir neytendur hafa ekki sama aðgang að ódýrum lyfjum og annars staðar á Norðurlöndunum þar sem framboð er meira. Í nýrri skýrslu Ríkisend- urskoðunar er velferðarráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir úrbótum á þessu sviði. Fram kemur að vegna smæðar íslenska markaðarins sé dýrt og fyrirhafnarsamt að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf og ágóða- von lyfjaframleiðenda sé minni hér en á stærri mörkuðum. Athugun stofnunarinnar bendi hins vegar til þess að verð lyfja sem bæði fást hér og í hinum norrænu ríkjunum sé sambærilegt. Lyfjagreiðslunefnd á meðal annars að sjá til þess að lyfjaverð sé að jafnaði sambærilegt hér á landi og í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Athugun Ríkisendurskoðunar bendir til þess að verð lyfja sé nú almennt sambæri- legt hér og í þessum löndum en það var áður hærra hér. Í skýrslunni segir einnig að á árunum 2008 til 2010 hafi stjórnvöld náð veruleg- um árangri í viðleitni sinni til að halda lyfjakostnaði í skefjum. Heildarkostnaður ríkisins vegna lyfjakaupa nam 17,9 millj- örðum króna árið 2009 en hefði orðið 20,5 milljarðar króna ef sú mikla lækkun sem varð á gengi krónunnar milli áranna 2008 og 2009 hefði komið að fullu fram í verði á lyfjunum. - sv Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneyti til úrbóta varðandi ódýr lyf: Höfum ekki sama aðgang að lyfjum FRAMBOÐ Á LYFJUM Ríkisendurskoðun gagnrýnir stjórnvöld vegna lítils framboðs á ódýrum lyfjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EGYPTALAND, AP Óeirðalögreglu og mótmælendum laust saman á Frelsistorginu í Kaíró í Egypta- landi í gær, annan daginn í röð. Mótmælendur hentu grjóti að lög- reglu, sem svaraði með táragas- sprengjum og gúmmíkúlum. Þúsundir mótmælenda komu sér fyrir á torginu um helgina til að mótmæla því hversu hægt geng- ur að koma á úrbótum í lýðræðis- átt í landinu. Þá segjast talsmenn þeirra ósáttir við það sem þeir kölluðu tilraunir herstjórnarinn- ar í landinu til að auka völd sín á kostnað lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Frá því að Hosní Múbarak hrökklaðist úr embætti forseta landsins í febrúar síðastliðnum hefur fyrrum varnarmálaráðherra hans, Hussein Tantawi, haldið um valdataumana. Í dag er vika í að fyrstu frjálsu þingkosningarnar í landinu eftir brotthvarf Múbaraks hefjist, en þær eiga að standa yfir í þrjá mánuði. Í það minnsta fimm eru sagðir fallnir í mótmælunum um helgina, og hundruð hafa særst. „Við höfum bara eina kröfu. Hún er sú að sitjandi forseti stígi til hliðar og við taki stjórn ótengd hernum,“ sagði Ahmed Hani, einn mótmælenda. Óstaðfestar fregnir herma að í það minnsta 55 hafi verið hand- teknir af lögreglu um helgina. Læknar hafa komið upp tveimur sjúkraskýlum á torginu og höfðu um miðjan dag í gær tekið á móti um 700 mótmælendum. Flestir áttu erfitt með andardrátt vegna táragassprengjanna, en aðrir höfðu fengið í sig gúmmíkúlur. „Lögreglan er að miða á höf- uðið á fólkinu, ekki lærin eins og þeir gera venjulega,“ segir Alaa Mohammed, einn læknanna. Eftir að Múbarak hrökklaðist frá tók herinn við stjórn landsins. Stjórnendur hans hafa heitið því að víkja til hliðar þegar lýðræðis- legar forsetakosningar hafa farið fram í landinu, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þær eigi að fara fram. Yfirstjórn hersins hefur rætt um að halda forsetakosningar seint á næsta ári, eða í byrjun árs 2013. Það þykir þeim sem mót- mæltu á Frelsistorginu í gær allt of seint. Mótmælendur vilja að herinn sleppi valdataumunum í mars á næsta ári, eftir að úrslit úr þingkosningunum hafa verið gerð opinber. brjann@frettabladid.is Mótmælendur vilja herinn frá völdum Þúsundir mótmælenda börðust við óeirðalögreglu á götum Kaíró um helgina. Fimm eru fallnir. Vilja að herinn sleppi valdataumunum í mars á næsta ári. Þingkosningar hefjast í Egyptalandi eftir viku. HALDA TORGINU Mótmælendur hlúa að konu sem fékk yfir sig táragas á Frelsistorg- inu í Kaíró í gær. Í það minnsta fimm þúsund mótmælendur héldu í gær að torginu þrátt fyrir tilraunir óeirðalögreglu til að koma þeim í burtu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérstak- lega hættulega líkamsárás. Brotaþolinn mætti fyrir dóm og dró kæruna til baka. Málið verð- ur þó rekið áfram hvað varðar líkamsárásina. Ákærða er gefið að sök að hafa ráðist á mann á heimili hans á Akranesi. Árásarmaðurinn sló hinn í höfuðið með málmskefti, sem vó rúmlega hálft kíló. Hann ætlaði að hafa höggin fleiri, að því er segir í ákæru. Fórnarlambið hlaut um sjö sentimetra langan skurð á höfði. Maðurinn komst inn í íbúðina í gegnum brotinn glugga. Hann kom síðan að fórnarlambinu sofandi. Árásarmaðurinn var handtek- inn og færður í fangageymslur lögreglunnar, en hann var í annarlegu ástandi að því er lög- regla tjáði fjölmiðlum. Talið er að mennirnir þekkist lítillega. Ákærði neitar sök. - jss Skagamaður ákærður: Sló húsráðanda með málmskefti Skólahald í 120 ár Því var fagnað um helgina að 120 ár eru um þessar mundir liðin frá því að skólahald hófst á Súðavík. Reglulegt skólahald hófst þar árið 1891 þegar Gamli skólinn var byggður og var fyrsti skólastjórinn hans Friðrik Guð- jónsson. SÚÐAVÍK Á að koma á embætti umboðs- manns innflytjenda? Já 32,5% Nei 64,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að snæða rjúpur á næstu jólum? Segðu þína skoðun á Vísi.is Við höfum bara eina kröfu. Hún er sú að sitjandi forseti stígi til hliðar og við taki stjórn ótengd hernum. AHMED HANI MÓTMÆLANDI Á FRELSISTORGINU KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.