Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2011 11 Opinn fundur um verðtryggingu á vegum BSRB miðvikudaginn 23. nóvember kl. 12.00 – 13.15 í BSRB - húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum verður fjallað um verð- tryggð og óverðtryggð lán, kosti og galla verðtryggingarinnar og hvort raunhæft sé að afnema hana í náinni framtíð. Framsögu hafa: Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við HÍ Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Óskar Hafnfjörð Auðunsson aðstoðarframkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Arion banka Andrea J. Ólafsdóttir Hagsmunasamtökum heimilanna Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR Fundarstjóri Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Er verðtryggingin varanleg? arionbanki.is – 444 7000 ÍS LE NS KA SI A. IS A RI 56 72 3 11 /1 1 „Ég vel blandað íbúðalán.“ Hvað skiptir þig máli? Ingvi Örn Þorsteinsson, 35 ára. Nýr valkostur í íbúðalánum Viðskiptavinum Arion banka bjóðast nú blönduð íbúðalán sem jafna sveiflur í greiðslubyrði. Í boði er lán fyrir allt að 80% af virði eignar og er hægt að velja á milli fimm kosta þar sem óverðtryggður hluti lánsins getur verið allt að 100%. Við bjóðum sveigjanleika. Þú getur reiknað út hvernig íbúðalán hentar þér á arionbanki.is eða komið til okkar í næsta útibú. Óverðtryggt lán Blandað lán 1 Blandað lán 2 Blandað lán 3 Verðtryggt lán 50% 50% 25% 75% 75% 25% 100% 0% 0% 100% EIMSKIP Nýju skipin munu hafa um 12 þúsund tonna burðargetu. Þau verða 140,7 metrar að lengd og 23,2 metrar að breidd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Eimskipafélag Íslands hefur fest kaup á tveimur nýjum gámaskipum sem verða smíðuð í Kína. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent á fyrri hluta ársins 2013. Skipin, sem eru þýsk hönnun, eru hvort um sig 875 gámaeining- ar að stærð og þar af eru tenglar fyrir 230 frystigáma. Burðargeta skipanna er um 12 þúsund tonn, lengd 140,7 metrar og breidd 23,2 metrar. Áætlaður kostnaður við smíð- ina er um 5,8 milljarðar íslenskra króna en Íslandsbanki mun fjár- magna allt að 30 prósent af verkefninu. - mþl Fær ný gámaskip 2013: Eimskip kaupir tvö gámaskip FRÆÐSLA Tíu ára krakkar í Grunnskóla Sel- tjarnarness fengu skemmtilegan glaðning á fimmtudag þegar fulltrúar frá Stjörnuskoðun- arfélagi Seltjarnarness og Stjörnufræðivefn- um færðu þeim veglegt stjörnukort að gjöf. Stjörnuskoðunarfélagið hyggst gefa öllum 10 ára börnum á Íslandi þetta kort á næstunni. Á kortinu má sjá stjörnuhimininn yfir Íslandi að vori og hausti og er vonast til þess að það reynist góð viðbót við náttúrufræði- kennslu í grunnskólum. „Stjörnufræðikennsla er einn af lykil- þáttum í kennslu um náttúrufræði og með því að gefa nemendum og kennurum stjörnu- kort viljum við hvetja þá enn frekar til dáða,“ segir Sverrir Guðmundsson, ritari Stjörnu- skoðunarfélagsins og einn af umsjónarmönn- um Stjörnufræðivefsins, í tilkynningu frá félaginu. Sverrir bætir því við að vissulega sé gjöf sem þessi talsvert átak fyrir 300 með- lima áhugamannafélag en vonast til þess að hægt verði að endurtaka leikinn á næsta ári. Ásamt Stjarnvísindafélagi Íslands gaf félagið Galíleó-sjónauka í alla grunn- og framhalds- skóla í fyrra. - þj Fræðandi gjafir Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins: Öll 10 ára börn fengu stjörnukort að gjöf GLÖÐ MEÐ GJÖFINA Krakkarnir í Grunnskóla Sel- tjarnarness fengu fyrstu eintökin af stjörnukort- unum frá Stjörnuskoðunarfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓSLÓ Lögreglan í Ósló rannsakar nú dularfullt dauðsfall manns sem fannst látinn utandyra við hverfið Tveita í Ósló. Maðurinn var nakinn þegar hann fannst. Ekki hefur verið borið kennsl á manninn, en Oddleif Sveinung - sen, varðstjóri lögreglunnar í Ósló, sagði við fréttastofu TV2 í gær að ekkert sé vitað um það hvernig andlát mannsins bar að. Sveinungsen segir mikinn mannafla munu vinna að rann- sókn málsins. - sv Dularfullt dauðsfall í Ósló: Nakinn maður fannst látinn LÍBÍA Sonur Gaddafís, Saif al- Islam, var handtekinn af her- sveitum þjóðarráðs Líbíu á flótta yfir eyðimörkina til Níger í gær. Hann var dulbúinn sem kamel- dýrahirðir. al-Islam verður ekki framseld- ur til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag, heldur verður réttað yfir honum í heimalandinu. Forsætis- ráðherra Líbíu, Abdurrahim El- Keib, heitir því að al-Islam muni fá sanngjörn réttarhöld, en hann á yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Yfir- heyrslur yfir al-Islam hófust í gærkvöld. - sv Sonur Gaddafís handtekinn: Dulbúinn sem kamelhirðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.