Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 10
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR10 LÖGREGLUMÁL Rúm sjötíu prósent fólks, sem spurt var um afstöðu til þess hvort heimila eigi lög- reglumönnum að bera skotvopn við almenn skyldustörf, voru því andvíg. Þetta kemur fram í nýrri könn- un MMR um ofangreint efni. Könnunin var gerð dagana 21. til 23. nóvember og var svöruðu alls 963 einstaklingar. Aðrar helstu niðurstöður voru þær að and- staðan við skotvopnaburð lög- reglu eykst með hækkandi aldri og að fleiri konur en karlar eru hlynntar því að heimila eigi lög- reglumönnum að bera skotvopn. Þannig voru 33,5 prósent kvenna fylgjandi slíkum vopnaburði borið saman við 25,9 prósent karla. Einnig var nokkur munur á afstöðu milli einstakra tekjuhópa. Þannig sögðust 34,3 prósent fólks með heimilistekjur á bilinu 250 til 399 þúsund á mánuði frekar eða mjög fylgjandi því að lögreglu- mönnum væri heimilað að bera skotvopn við almenn skyldustörf, borið saman við 25 prósent fólks með 800 þúsund eða meira á mán- uði. - jss MMR kannaði afstöðu fólks til skotvopnaburðar lögreglu við almenn skyldustörf: Rúm 70 prósent vilja byssulausar löggur SAMFÉLAGSMÁL Fimm konur og einn aðgerðahópur hlutu viðurkenningu Stígamóta í ár. Viðurkenningin var veitt í gær, á alþjóðlegum baráttu- degi gegn kynbundnu ofbeldi. Berit Ås, Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir, María Lilja Þrastardóttir, Mar- grét Pétursdóttir, Sóley Tómasdótt- ir og aðgerðahópurinn Stóra systir hlutu viðurkenningu. Í tilkynningu frá Stígamótum segir að í ár hafi sjónum verið beint að „þeim hug- rökku konum sem á ólíka vegu hafa fylgt réttlætiskennd sinni og rutt brautina fyrir raunverulegt kven- frelsi“. Sumar hafi dansað á mörk- um hins löglega, og allar hafi þær mætt ýmiss konar andstöðu. „Á Stígamótum trúum við því að slíkar konur gegni mjög mikilvægu hlutverki. Það er kominn tími til að hampa þeim og lyfta þeim upp í ljós- ið. Láta alþjóð vita að við stöndum með þeim og séum þakklátar fyrir hugrekki þeirra. Ekki veitir af á Íslandi ef við viljum með réttu telj- ast paradís kynjajafnréttis.“ Viður- kenningarhafarnir fluttu allar ræðu um ögranir við afhendinguna, sem fór fram í Norræna húsinu. - þeb Dagur gegn kynbundnu ofbeldi var í gær og Stígamót veittu viðurkenningar: Hugrakkar konur viðurkenndar VIÐURKENNINGARHAFAR Konurnar sem hlutu viðurkenningar og fulltrúar þeirra að lokinni athöfn í gær. MYND/STÍGAMÓT Könnun MMR 21.-23 nóvember 2011 Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að lögreglumönnum verði heimilað að bera skotvopn við almenn skyldustörf? 40 30 20 10 0 HEIMILD: MMR Mjög fylgjandi Frekar fylgjandi Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) 7,6% 21,9% 34,5% 36,0%Íslendingar á aldr- inum 18-67 ára 97% tóku afstöðu Svarfjöldi: 963 einstaklingar HAFNARFJÖRÐUR Sjálf Grýla hyggst hjálpa gestum í Jólaþorpinu í Hafnarfirði við að telja niður að tendrun jólatrésins í miðju þorp- inu síðdegis í dag. Jólaþorpið opnar klukkan eitt og ljósin á trénu verða tendruð klukk- an fimm. Tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar, Friðriksbergi í Danmörku, og mun danski sendi- herrann taka að sér að kveikja á ljósunum. Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar leikur nokkur lög og Karlakór- inn Þrestir syngur. - sh Jólaþorpið opnar í dag: Grýla tendrar ljósin á trénu ÍÞRÓTTIR Fimmtíu ár voru í gær liðin frá því að Vesturbæjarlaug var vígð. Afmælinu var fagnað í lauginni í gær. Eva Einarsdóttir, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, og Gísli Marteinn Baldursson, formaður Íbúasam- taka Vesturbæjar, fluttu ávörp. Þá var boðið upp á kökur og kaffi í afgreiðslu laugarinnar. Áframhaldandi hátíðahöld verða í heila viku, þar sem laugin var tekin í notkun fyrir almenn- ing viku eftir að hún var vígð. - þeb Afmælisveisla í heila viku: Vesturbæjar- laug fimmtug FAGNAÐ Í LAUGINNI Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR, flutti erindi í tilefni af fimmtíu ára afmæli Vesturbæjarlaugar- innar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRINDAVÍK Pálmi Ingólfsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Grunnskóla Grindavíkur eftir að Páll Leó Jónsson hætti störfum á dögunum. Á vef bæjarins segir af for- eldrafundi sem haldinn var um skólamál í bænum í fyrrakvöld og er haft eftir Róberti Ragnars- syni bæjarstjóra að ástæða starfsloka Páls hafi fyrst og fremst verið „stjórnunarvandi“. Harmaði hann „ósanngjarna og ranga umræðu“ um starfslok Páls. Endurspegla þessi ummæli skoðun bæjarráðs sem þakkaði Páli auk þess samstarfið undan- farin ár. - þj Skólastjóraskipti í Grindavík: Harma „ósann- gjarna“ umræðu FRÁ GRINDAVÍK Bæjaryfirvöld þökkuðu fyrrverandi skólastjóra samstarfið og sögðu umræðu um starfslok hans hafa verið ósanngjarna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lögregla fundar með íbúum Árlegur fundur lögreglunnar með hagsmunaaðilum í miðborginni verður haldinn í félagsmiðstöðinni Vesturgötu 7 klukkan fjögur síðdegis á mánudag. Á fundinum kynnir lög- reglan helstu þætti í starfi sínu í hverfinu, fer yfir tölfræði og er til við- ræðu um lögreglumál í hverfinu. FUNDUR 1. Hvaða góðgerðasamtök standa fyrir sölu á rauða nefinu um þessar mundir? 2. Hvaða lið situr nú í efsta sæti N1-deildarinnar í handknattleik karla? 3. Hvað heitir smásagnasafn Ólafs Gunnarssonar sem gefið verður út í Bandaríkjunum? SVÖR: 1. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 2. Haukar. 3. Meistaraverkið. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.