Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 48
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 20112 TOY STORY LAND Í HONG KONG Disneyland í Hong Kong hefur opnað Toy Story Land, hið eina í Asíu. Opnunin er liður í stækkun skemmti- garðsins og binda forsvarsmenn hans miklar vonir við aukna aðsókn með tilkomu hins nýja hluta garðsins. Eins og nafnið gefur til kynna er Toy Story Land helgað samnefndum kvikmyndaþríleik og ganga persónur úr myndunum þar ljósum logum. Bill Ernest, yfirmaður Disneylanda um alla Asíu, hélt ræðu við opnunina og sagði meðal annars að opnun Toy Story Lands styrkti enn stöðu Hong Kong í keppninni um að verða vinsælasti ferðamannastaður í Asíu. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. VILHJÁLMUR PRINS EYKUR TÚRISMA Ferðamálafrömuðir á Falklandseyjum búast við gífurlegri fjölgun ferðamanna í upphafi nýs árs eftir að fréttist að Vilhjálmur Bretaprins yrði þar í sex vikur. Vilhjálmur er í björgunarsveit breska flughersins, RAF, og verður ásamt þremur öðrum við æfingar á Falklandseyjum frá því í byrjun febrúar á næsta ári. Ferðamálaráð eyjanna fullyrðir að heim- sóknum á heimasíðu þess hafi fjölgað um 200 prósent síðan fréttist af ferðum prinsins. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðunni travelbite.co.uk á formaður ráðsins, Paul Trowell, að hafa sagt að hin konunglega frétt hefði verið auglýsing á heimsvísu og aukið áhuga ferða- manna á landinu margfalt. „Fólk flykkist inn á vefsíðuna okkar til að komast að því hvað hér er hægt að gera sér til skemmtunar. Við erum mjög spennt,“ hefur vefsíðan eftir Trowell. Séu erlendir ferðamannavefir skoðaðir þar sem ferðalöngum er ráðlagt ýmislegt er tengist jólum er eitt af fyrstu atriðunum sem dúkka upp að ferðalangar séu ekki einir á ferð. Ekki eru allir sammála þessari speki, þar sem margir kunna þá list vel að ferðast einir og njóta henn- ar í botn, en fyrir hina sem eru í fyrsta skipti á nýjum slóðum yfir ferðamannatímann er ágætt að hafa ein- hvern sér til halds og trausts. Sama hversu vel heppn- að ferðalagið er veit enginn nema einmanaleiki hellist yfir mann á sjálfan hátíðisdaginn þegar brugðið er út af þeim vana að sitja heima í stofu með fjölskyldunni. Þetta ráð á að sjálfsögðu ekki við þá sem eru vanir að ferðast einir, þeir vita hvernig á að njóta þess í botn að borða dýrindis máltíð og drekka rauðvín einir síns liðs. Liggja uppi í stóru hótelrúmi og horfa á jólamynd- irnar, í slopp með stóran konfektkassa sér við hlið. Ágætt er að ferðalangar velji sér ákveðinn áfanga- stað fyrir þá máltíð sem þeir vilja hafa hátíðlega á ferðalaginu, hvort heldur sem það er á aðfangadag eða jóladag. Gott er að panta með fyrirvara, hvort heldur sem er á hótelinu sjálfu eða á einhverjum sérstökum veitingastað. Mörg hótel eru afar jólaleg yfir hátíðarn- ar, með stóru jólatré í hótelmóttökunni, arineld í setu- stofunni og indælishlaðborð fyrir gesti. Hringið áður og spyrjið hvernig hátíðinni er hagað á þeim hótelum sem þið ætlið á ef slíkt skiptir ykkur máli. Það er oft heljarinnar mál að ætla að koma út jóla- gjöfunum og pakka fyrir ferðalag. Ef þér líst ekki á það stress, og ferð einmitt til útlanda til að forðast jóla- stressið, er mun betra að bíða með gjafirnar þangað til komið er heim. Af hverju ekki á þrettándanum? Þá er vissara að taka ekki gjafirnar sem maður þiggur sjálf- ur með sér út, að minnsta kosti ekki allar, og engar sem líta út fyrir að vera fyrirferðarmiklar. Ferðalagið jólavætt Flestir sem hafa ferðast um jól segja það einstaka lífsreynslu að dvelja annars staðar á hnettinum í afslöppuðu andrúmslofti yfir jólin. Meðan sumir kjósa að flatmaga á strönd og ekki leiða hugann að jólamat og -pökkum reyna aðrir að gera ferðalagið sem allra jólalegast. Til þess að svo verði er gott að huga að nokkrum atriðum. Mörg hótel víða um heim eru afar jólaleg yfir hátíðarnar, með stærðarinnar jólatrjám. Dæmi um það er Lake Placid-hótelið í New York. Prag er dæmalaust falleg í desembermánuði. Ljósadýrð og kyrrðarstemning ríkir þar.. Ekki er úr vegi ef einhver á eftir að kaupa jólagjafirnar að prófa að upplifa jólaverslun erlendis og kaupa þær eftir að heim er komið. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 49 19 3 frá 69.900 20. desember í 14 nætur Kanarí um jólin Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum um jólin á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábær sértilboð á Los Tilos og Roque Nublo, sem eru vel staðsett íbúðahótel á ensku ströndinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! Verð kr. 69.900 Flugsæti á mann 20. desember og til baka 3. janúar. Frá kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í íbúð á Los Tilos í 14 nætur. Verð m.v. tvo fullorðna í íbúð kr. 119.900 á mann. Aukalega 5.000 krónur á mann á Roque Nublo. Sértilboð 20. des. Frá kr. 317.000 – með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna, á hótel Gran Canaria Princess, með öllu inniföldu, í 14 nætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.