Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 57
Lestur á leikritum Williams Shakespeare gæti hjálpað læknum að átta sig á tengslun- um milli tilfinningalegs ástands sjúklinga og sjúkdómanna sem hrjá þá, að mati dr. Kenneths Heaton, læknis á eftirlaunum sem lagðist í rannsóknir á Shakespeare. Dr. Kenneth Heaton, sérfræð- ingur í meltingarsjúkdómum sem settist á skólabekk til að mennta sig í Shakespeare þegar hann fór á eftirlaun, segir marga lækna ekki átta sig á tengslum sálræns ástands og líkamlegra kvilla og held- ur því fram að lestur á leikritum Shakespeares gæti leitt þá í allan sannleika um þessi tengsl. Nýjasta rannsókn Heat- ons, sem birt er í tíma- ritinu Medical Human- ities, leggur áherslu á að rannsaka sjúk- dómseinkenni eins og svima, þreytu, yfirlið og heyrnartruflanir og sýna fram á að í mörgum tilfellum stafi þessi einkenni af undirliggjandi tilfinningalegu álagi sem læknar átti sig ekki á. Bendir hann á að Shakespeare láti margar persónur sínar kvarta um einmitt þessi ein- kenni þegar tilfinningalegt álag verði of mikið. Nægir þar að nefna þreytu og þunglyndi Ham- lets eftir lát föður hans og sífelld- an höfuðverk hins afbrýðisama Óþellós, sem sannfærður er um að konan hans stundi framhjáhald. - fsb Læknar ættu að lesa Shakespeare Mannbroddar geta skipt sköpum í hálk- unni og varnað því að fólk detti og bein- brotni. Klæddu þig eftir veðri og smeygðu mannbroddum á kuldaskóna. Breskur læknir á eftirlaunum hvetur lækna til að kynna sér verk Shake- speares til að verða betri í sínu fagi. Mataræðið skiptir enn meira máli þegar daginn tekur að stytta. Sérstaklega þarf að huga að því að fjölskyldumeðlimir fái nægilegt magn af D-vítamíni, en eins og nýlegar rannsóknar hafa sýnt gætir D-vítamínskorts hjá Íslendingum. Auk þess að taka lýsi og reyna að vera utandyra þann stutta tíma sem sólin skín er um að gera að kynna sér í hvaða matvælum D-vítamín er að finna og hafa þau á boðstólum því ekki er víða fanga að leita. Er það aðallega eggjarauða, feitur fiskur, síld, lax og silungur sem inniheldur þetta mikilvæga vítamín. Auk þess er Fjörmjólk D-vítamínbætt. Ef veturinn verður harður getur verið meira mál að fara út úr húsi, jafnvel bara tilhugsunin um kuldann heldur fólki innan- dyra. Sjónvarpsgláp á kvöldin er oft nóg af því góða og upplagt að nota hálftíma af því glápi í að hreyfa sig heima í stofu. Ef þið ætlið að sippa skuluð þið ekki byrja of seint að kvöldi til að vekja ekki aðra í húsinu, en hopp með sippubandi reynir vel á alla vöðva líkamans og byggir upp þol. Góð jógadýna er frábær til að renna í nokkrar magaæfingar og gera léttar slökunaræfingar og teygjur. Þá má alltaf valhoppa í kringum stofuborðið ef stofan er stór. Valhopp er annars frá- bær líkamsrækt og skemmti- leg og sniðug heima í stofu, milli herbergja eða á löngum gangi því fæstir þora að valhoppa utan heimilis. Matar æðið og hreyfing er lykill að góðum vetri en einnig skiptir máli að láta sér ekki verða kalt, dúða sig þegar farið er út og vera í ullarnærfatnaði og lopasokkum. Eitt algengasta heilsufarsvandamál Vest- urlandsbúa, vöðvabólga, verður oft verra í kulda og getur þá gert gæfumuninn að hafa góðan hitapoka, beita sér rétt við vinnu og gera æfingar til að styrkja bak. Þá er dagsbirta af svo skornum skammti að lýsing innandyra þarf að vera góð. Heilsusemi í allan vetur Gera má ráð fyrir að margir landsmenn dvelji meira innandyra nú þegar snjóað hefur og umferð þyngst og erfiðara er að fóta sig í útihlaupum. Þó er margt hægt að gera til að leggja rækt við heilsuna í vetur. Skemmtilegar vetraríþróttir koma í stað þeirra sem stundaðar eru á sumrin. Jógaæfingar og teygjur má vel gera heima í stofu að loknum vinnudegi. Nýr valkostur í heilbrigðisþjónustu Heilsuvernd býður upp á heildarlausnir á sviði heilbrigðisþjónustu. Stefna okkar er að veita faglega þjónustu og hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks, með forvarnir að leiðarljósi. Hægt er að skrá sig í samlag hjá Heilsuvernd á heimasíðu okkar www.hv.is. Einnig er hægt að skrá sig beint hjá heimilislækni með því að panta tíma. Heilsuvernd • Álfheimar 74 (Glæsibæ) • 104 Rvk• Sími 510 6500 • www.hv.is Teitur Guðmundsson læknir/framkvæmdastjóri Sturla Björn Johnsen heimilislæknir Jón Magnús Kristjánsson lyflækningar og slysa- og bráðalækningar Torbjörn Andersen heimilislæknir Björn Vernharðsson sálfræðingur Bjóðum eftirfarandi velkomna til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.