Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 VEÐUR Veður fer kólnandi á land- inu á næstu dögum. Spáð er allt að 18 stiga frosti á Hvanneyri á mið- vikudag en þá spáir 13 stiga frosti í Reykjavík, 16 stiga frosti á Suður- landi og 12 stigum á Egilsstöðum. Kalt loft fer yfir landið í vikunni með norðanátt. Ekki er útlit fyrir að snjóa leysi, þó einhverjar rauð- ar tölur gætu verið í kortunum, þar sem það kólnar á ný á kvöldin. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, segir norðanáttirnar ríkjandi frá og með deginum í dag. „Hún verður nokk- uð svöl þessi vika, einkum á þriðju- dag og miðvikudag,“ segir hann. Þorsteinn útskýrir að léttskýjað veður, líkt og spáð er næstu daga, geisli út hitanum og því verði enn kaldara en ef það væri skýjað. „Það verður allt hvítt í vikunni á landinu öllu. Ég reikna ekki með að snjóinn taki neitt upp,“ segir Þorsteinn. Kuldinn gengur yfir landið fram yfir helgi, en þá er útlit fyrir að veður fari hlýnandi sunnanlands. Töluverðri úrkomu er spáð og bendir allt til þess að hvít jörð verði á landinu öllu um næstu helgi. - sv Sterkar tennur, fallegt bros – það er Flux! Hefur þú skolað í dag? FÆST Í APÓTEKUM H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA / A C TA V IS 1 1 8 0 9 0 Fyrir börn og fullorðna Mjúkur og bragðgóður Hátíðarostur Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Gjafavara 28. nóvember 2011 278. tölublað 11. árgangur er spáð í Reykjavík á miðvikudaginn. -13°C Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Í slenski plötusnúðurinn Illugi, eða DJ Platurn, er búsettur í Kaliforníu. Hann er forfall-inn kassettusafnari og á yfir sex hundruð kassettur sem hann hefur safnað með hléum frá því að hann var strákur. „Það er ákveðin fortíðarþrá að baki en lengi vel var líka bara hægt að spila kassettur í bílnum mínum,“ segir Illugi. Kass-ettusafnið hans hefur vakið nokkathygli en ýl Illugi segist þó ekki safna hverju sem er, tegundin skipti ekki máli en kassetturnar verði að innihalda áhugaverða tónlist. „Ég leita aðal-lega að „old school“ rappi og „class-ic funk“. Þær eru flestar í góðu lagi og ég hlusta á þær öðru hverju. Það er alltaf gaman að rekast á „Demo tape“ eða prufuupptökur og égá eina með KMD ettu? „Í gær,“ segir Illugi og við-urkennir hlæjandi að eiginkonan hafi stundum áhyggjur af söfnun-aráráttunni. Kassetturnar séu þó geymdar í kössum úti í bílskúr og taki ekki mikið pláss. Honum finn-ist líka skemmtilegra að fletta í gegnum þær í kössunum f kað ð Plötusnúðurinn Illugi eða DJ Platurn á yfir sex hundruð kassettur í kössum. MYND/ÚR EINKASAFNI Forfallinn safnari Ullar- eða flísteppi er kærkomin jólagjöf í hugum flestra enda fátt betra en að hjúfra sig undir hlýju teppi með jólabæk-urnar. Það er um að gera að velja lit sem tónar við stofuhúsgögnin enda eru þau oftar en ekki notuð uppi í sófa.FASTEIGNIR.IS28. NÓVEMBER 2011 48. TBL. Fasteignamarkaðurinn er með á skrá sérhæð og bílskúr á Seltjarnarnesi. Í búðin er á efri hæð í þríbýli að Unnarbraut 17. Hún er 169,2 fermetrar ásamt 32,6 fermetra bílskúr. Nánari lýsing: Gengið er inn í flísalagt anddyri með fataskápum. Inn af er gestasnyrting með flísa-lögðu gólfi. Veggir eru flísalagðir að hluta til. Hol er parketlagt. Stofa og borðstofa er með útgengi á vest-ursvalir. Eldhús er rúmgott, með eikarinnréttingu, kirsuberjainn-réttingu og færanlegri eyju. Tvö rúmgóð herbergi, annað er með fataskápum. Baðherbergi er flísa-lagt í hólf og gólf með sturtuklefa og innréttingu. Þvottahús er með innréttingu, skápum og skolvaski. Efri hæð: Opið rými með þak-gluggum, vaski og lítilli innrétt-ingu. Baðherbergi er með bað-kari og þakglugga Rúmbergi Uppgerð sérhæð með góðu útsýni á Nesinu Íbúðin er á efri hæð í þríbýli að Unnarbraut 17 Bíl garður. Vantar allar gerðir eigna á skrá Skoðanir fasteigna og leiguíbúða. Verðmöt fasteigna. Pendo.is – 588 1200 Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla. Við erum Landmark* Sími 512 4900 landmark.is GJAFAVARAMÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Kynningarblað Umbúðir Heimagerðir gjafir Persónuleg kort Dagatöl Myndabækur Sætt skraut Hlýtt fyrir börnin Værðarvoðir og teppi úr íslenskri ull eru nýjasta afurð textíl- og fatahönnuðarins Brynju Emilsdóttur. allt 2 Endurvekja gamla bók Áhugamenn um hrossarækt gefa út nýtt rit. tímamót 14 Búið spil FH er svo gott sem úr leik í Evrópukeppninni eftir stórt tap á heimavelli í gær. sport 22 STORMUR NV-TIL Í KVÖLD Vaxandi N-átt N-til og snjókoma en fremur hæg suðlæg átt og slydda syðra í fyrstu. Frost víða 0-8 stig. VEÐUR 4 -4 -50 2 2 Spáð allt að 18 stiga frosti á næstu dögum og hvítri jörð um land allt: Miklar frosthörkur fram undan LJÓSIN TENDRUÐ Mikill fjöldi var saman kominn á Austurvelli í gær þegar kveikt var á Óslóartrénu. Í ár er það Leppalúði, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem prýðir tréð ásamt fögrum jólaljósum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Hátt í hundrað einstaklingar leita sér hjálpar á Landspítalanum vegna átröskun- arsjúkdóma á ári hverju. Það sem af er ári hafa 79 einstaklingar leitað til geð- deildar Land- spítalans vegna átröskunar, samkvæmt Sig- urlaugu Maríu Jónsdóttur, sálfræðingi í átröskunar- teymi spítalans á Hvítaband- inu. Árið 2008 jókst nýgengið verulega, en þá leituðu fleiri en 100 einstaklingar eftir greiningu og meðferð á Hvítabandinu. Komur átröskunarsjúklinga á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans hafa verið á bilinu 14 til 28 á síðustu tíu árum. Komur í ár hafa verið heldur fleiri en í fyrra, segir Margrét Gísladóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræð- ingur og teymisstjóri átröskunar- teymis á göngudeild. - sv / sjá síðu 6 Átröskunartilfelli á LSH: Hátt í hundrað nýir sjúklingar á hverju ári MARGRÉT GÍSLADÓTTIR Pólitíkin og Nubo Sumir tala eins og málið snúist um útlendingahatur, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. skoðun 13 STJÓRNMÁL Pólitísk framtíð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra ræðst í dag á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræðst það af svör- um ráðherrans hvort honum er sætt áfram í ríkisstjórninni. Björn Valur Gíslason, þingmað- ur VG, segir mikla óánægju í þing- flokknum með það hvernig Jón hefur haldið á málum fiskveiði- stjórnunar. Hann hafi ekki aðeins unnið að málinu án vitneskju þingflokksins heldur án allrar aðkomu flokksins að einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar. „Þetta er umdeilt mál og erfitt meðferðar og þarfnast þess að allir séu á bak við það þegar þar að kemur. Ráð- herra hefur kosið að leita út fyrir okkar raðir án okkar vitneskju eða aðkomu. Það er ekkert að því að stofna starfshópa, en að leyna starfsfélaga sína því er allt annað mál og verra.“ Starfshópur á vegum ráð- herrans hefur unnið drög að nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða sem kynnt voru ríkisstjórninni á tveimur fundum í síðustu viku. Eftir umræður þar var ákveð- ið að taka málið úr höndum Jóns og setja í hendur ráðherranefndar sem Katrín Jakobsdóttir og Guð- bjartur Hannesson skipa. Heimildarmenn innan VG benda á að frumvarpið fari gegn ýmsum málum ríkisstjórnarinnar. Til dæmis sé hvergi í því að finna hækkun veiðileyfagjalds, en áætl- anir í ríkisfjármálum til næstu ára geri ráð fyrir þeirri hækkun. Geti Jón ekki sannfært félaga sína um að rétt hafi verið staðið að málinu búast menn við að hann hverfi brátt úr ríkisstjórn. Ólík- legt sé að það verði eina breyting- in á stjórninni, heldur muni menn nota tækifærið til að koma breyt- ingum á Stjórnarráðinu í gegn sem stefnt hefur verið að. Þá getur sú staða hins vegar komið upp að stjórnin missi meirihluta á þingi, hætti Jón að styðja hana. Jón virðist þó ekki vera án bandamanna í þingflokknum. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir það hafa komið sér á óvart hversu margir hafi gerst stóryrtir um málið í fjölmiðlum og nefnir sérstaklega Björn Val. Hann segir Jón einungis hafa sett fram ákveðnar hugmyndir í vinnu- plaggi og það sé oftúlkun að halda því fram að það sé fullbúið frum- varp. Hann telur Jóni áfram sætt í ríkisstjórn. - kóp, mþl, sv / sjá síðu 4 Pólitísk framtíð Jóns óviss Mikil óánægja er í ríkisstjórnarflokkunum með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, í tengslum við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kann að vera á leið úr ríkisstjórninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.