Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 2
28. nóvember 2011 MÁNUDAGUR2 Stigahlíð 45-47 Lögg. fasteignasali: Guðrún Hulda Ólafsdóttir Hdl. 896 1810 Sýnishorn úr söluskrá • Sérstök sérverslun við Laugaveginn • Þekktur matsölustaður – Öll tæki • Bónstöð á besta stað • Fyrirtæki með tekjuöflun í Noregi • Nýr Pylsuvagn – Lækkað verð • Arðvænt fyrirtæki fyrir Golfáhugamenn • Rótgróinn söluturn – Stórlækkað verð! • Vel staðsett hjólbarðaverkstæði • Sumarbústaðir í nágr. Rvk. + 20 lóðir Óskum eftir fyrirtækjum til skráningar! Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu reynir@fyrirtaeki.is - www.fyrirtaeki.is Hársnyrtistofa – mjög vel staðsett. Framleiðsl á vönduðum minjagripum Vél til a framleið BioDiesel Þekkt innrömmunarfyrirtæki Afkastamikil hreingerningaþjónusta Verslanir við Laugaveginn Bílaleiga/ferðaþjónusta Stór lágvöruverslun - inkaumboð Einstaklega vel staðsett bónstö SPURNING DAGSINS LIST „Þetta er stórmerkilegur gripur,“ segir Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold um postulíns- vasa með mynd af Bessastöð- um sem er til sölu hjá danska uppboðshald- aranum Bruun Rasmussen. Verðið á vas- anum er á bilinu ein og hálf til tvær milljónir íslenskra króna. Myndin á vasanum var máluð á 19. öld af Dananum F. T. Kloss þegar hann kom til Íslands ásamt Frið- riki Danakonungi. Talið er að tveir vasar hafi verið gerðir en annar þeirra brunnið hjá konungsfjöl- skyldunni. Hinn var gefinn Scheel- fjölskyldunni, sem er núna að selja gripinn og lýkur uppboðinu í dag. „Hann myndi sóma sér vel, til dæmis, á Bessastöðum. Þetta er gullfallegur vasi, stór- glæsilegur og örugg- lega merk heimild,“ segir Jóhann. Hann bætir við að nokkuð mörg verk eftir sama listmálara liggi eftir hann frá þessari Íslands- ferð árið 1834. Spurður út í verðmatið á vasanum telur Jóhann að það sé hæfilegt. „Þessi vasi hefur kannski meiri þýðingu fyrir Ísland og Íslendinga en til dæmis ein- hvern Dana. Ég held að for- setaembættið hafi engar leiðir til að kaupa svona en það væri ráð ef einhverjir myndu slá saman og bjóða í þetta fyrir embættið.“ Listasafn Íslands fer með öll mál varðandi listaverk á Bessa- stöðum og öðrum opinberum stöðum. Þar á bæ kannaðist enginn við postu- línsvasann glæsi- lega og ekki heldur forsetaritarinn Örn- ólfur Thorsson. „Við höfum nú ekki ráð- rúm til þess að kaupa mikið þessa dagana,“ segir hann. - fb JÓHANN HANSEN GLÆSILEGUR Myndin á vasanum glæsilega var máluð á 19. öld. Postulínsvasi frá nítjándu öld boðinn upp hjá dönskum uppboðshaldara: Íslandsvasi til sölu á 2 milljónir DÓMSMÁL Mál Leifs Ivars Kristi- ansen, leiðtoga Vítisengla í Noregi, verður flutt í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. Leif Ivar var stöðvaður við komuna til Íslands þann áttunda febrúar í fyrra. Hann gisti fanga- geymslur í Reykjanesbæ yfir eina nótt og var svo sendur með flugvél til Noregs. Ákvörðun um brottvís- unina var tekin af Útlendingastofn- un. Leif Ivar kærði þá ákvörðun til viðkomandi ráðuneytis, sem þá hét dómsmálaráðuneytið, en ákvörð- un Útlendingastofnunar var stað- fest. Leif Ivar ákvað því að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur. - jhh Leiðtogi Vítisengla í Noregi: Mál Vítisengils fyrir dóm í dag Ingibjörg Þórunn Jónasdóttir Rafnar lögfræðingur er látin, 61 árs að aldri. Hún lést í gær eftir baráttu við krabba- mein. Ingibjörg fæddist á Akureyri hinn 6. júní 1950. Hún starfaði bæði sem lögfræð- ingur, umboðsmaður barna og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Eiginmaður Ingibjargar er Þorsteinn Páls- son, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri Fréttablaðsins. Börn þeirra eru Aðalheiður Inga, Páll Rafnar og Þórunn. Ingibjörg Rafnar er látin HEILBRIGÐISMÁL Þrjú hundruð manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans á sex ára tímabili vegna parasetamóleitrunar. Einn þeirra lést úr lifrarbilun. Parasetamóleitrun er ein algengasta orsökin fyrir bráðri lifrarbilun í vestrænum löndum. Parasetamól má til að mynda finna í lyfjunum Panodil og Paratabs. Í vikunni var birt rannsókn þar sem kannað var hversu algeng parasetamóleitrun er hér á landi. Ingibjörg Kjartansdóttir lífeinda- fræðingur vann rannsóknina undir leiðsögn Einars Björnssonar, yfir- læknis í meltingarsjúkdómum. - fb Parasetamóleitrun á Íslandi: Þrjú hundruð á bráðamóttöku DÝRALÍF Eyruglu var á dögunum bjargað undan hrafnahópi í Vest- mannaeyjum og farið var með hana á Náttúrugripasafnið við Heiðarveg þar í bæ. Uglan var í ágætu ásigkomulagi og var frels- inu fegin þegar henni var sleppt lausri daginn eftir. Talið er að uglan hafi haft viðdvöl í Eyjum í nokkrar vikur ásamt annarri stærri uglu, að því er kom fram á Eyjafrettir.is. Fjölmargir hafa séð þessar tvær uglur á ferli, aðallega við Hraunskóg í nýja hrauninu sunnan við Skanssvæðið og umhverfinu þar um kring. - fb Bjargað undan hrafnahópi: Eyruglu sleppt lausri í Eyjum SLEPPT LAUSRI Uglunni var sleppt lausri í Vestmannaeyjum um helgina eftir dvölina á Náttúrugripasafninu. MYND/JÚLÍUS G. INGASON ALÞINGI Alþingi skal fela ríkis- stjórninni að endurskoða allt laga- umhverfi er varðar rétt erlendra aðila til kaupa á bújörðum, öðru nytjalandi og óbyggðum. Guðfríð- ur Lilja Grétarsdóttir, þingkona VG, leggur fram þingsályktunar- tillögu um málið í dag. Guðfríður Lilja segir markmiðið með endurskoðuninni meðal ann- ars vera að koma í veg fyrir kaup erlendra aðila sem ekki hafa hér lögheimili eða fasta búsetu á landi. Endurskoðun laganna eigi jafn- framt að huga að þáttum eins og landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem almennt sé heimilt að verði á hendi eins og sama aðila. „Í því samhengi er ítrekuð nauð- syn þess að horfa til umhverfis- sjónarmiða, ákvæða um almanna- rétt og opinbers eignarhalds á auðlindum,“ segir Guðfríður Lilja. Í ályktuninni kemur fram að nauðsynlegt sé að huga að almenn- um viðmiðum eins og landstærð og fjölda og mikilvægi ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar meðal annars mið af sér- stökum aðstæðum varðandi land- búnað og auðlindir. „Jafnframt er bent á hversu veik auðlindalöggjöfin er hérlendis þar sem auðlindir, eins og til dæmis grunnvatn, eru sjálfkrafa einka- eign landeiganda,“ segir Guðfríður Lilja, sem hefur stuðning flokks- félaga sinna í málinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra er ósammála því sem kemur fram í tillögunni. „Mér finnst þessi tillaga óskyn- samleg og hún er ekki í samræmi við stjórnarsáttmálann né þá stefnumörkun sem unnið hefur verið að varðandi erlenda fjárfest- ingu,“ segir hún. - sv, mþl Forsætisráðherra telur nýja þingsályktunartillögu um landkaup óskynsamlega: Útlendingum verði bannað að kaupa land GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Ómar, varstu alveg gáttaður á viðtökunum sem þið fenguð? „Já og ekki síður á lúðrahljómnum í Stórsveitinni. Það voru sko engir Leppalúðrar.“ Ómar Ragnarsson og Gáttaþefur héldu tónleika í gær með Stórsveit Reykjavíkur. Líkamsárás í Hafnarfirði Tveir menn voru handteknir og einn fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Sá særði var talinn höfuðkúpubrotinn. LÖGREGLUFRÉTTIR UMHVERFISMÁL Fóðurframleiðsla fyrirtækisins Líflands á iðnaðar- svæðinu á Grundartanga er harð- lega gagnrýnd af Umhverfisvakt- inni við Hvalfjörð (UH). Á það er bent að fyrirtækið sé innan þynn- ingarsvæðis eiturefna. Fram- kvæmdastjóri Líflands hafnar því að ástæða sé til að gagnrýna rekst- urinn á svæðinu. Mælingar sýni að magn eiturefna í andrúmslofti á þynningarsvæðinu sé undir þeim mörkum sem sett eru fyrir svæði utan þynningarsvæðisins. Umhverfisvaktin, sem eru sam- tök áhugafólks um umhverfismál í Hvalfirði, ályktuðu á fyrsta aðal- fundi samtakanna á dögunum að það væri „óhugnanleg staðreynd“ að innan þynningarsvæðis brenni- steins og flúors sé unnið fóður til framleiðslu landbúnaðarvara. „Fyrir búfjárframleiðslu á Íslandi er ólíðandi með öllu að hugsanlega sé verið að flytja skaðleg efni af iðnaðarsvæðinu á Grundartanga út um hinar dreifðu byggðir lands- ins í formi dýrafóðurs.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Líflands, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að fyrirtækið hafi starfsleyfi frá Matvælastofnun (MAST) sem hafi farið ítarlega yfir starfsemi verksmiðjunnar frá því að hún var reist, meðal annars með sýnatökum. Á svæðinu sé umhverfisvöktun, samþykkt af Umhverfisstofnun, sem hafi sýnt að magn efna í andrúmslofti er undir þeim mörkum sem sett eru fyrir svæði utan þynningarsvæð- isins. Bergþóra segir jafnframt að Lífland geri þær kröfur til yfir- valda, nágranna sinna og hafn- aryfirvalda að eftirlit með losun mengandi efna sé með þeim hætti að ekki stafi hætta af þeim. „Að lokum finnst mér vert að hvetja til þess að umræða sem þessi sé vönd- uð og að ekki séu búin til vandamál þar sem þau eru ekki til staðar. Við búum í landi með sterka innviði og þar sem miklar kröfur eru gerðar til atvinnurekstrar þegar kemur að mengunar- og gæðamálum.“ Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar, segir að staðsetning Líflands verði að skoðast í því ljósi að hugmyndir séu uppi um framleiðslu á álgjalli, brotastáli á svæðinu auk klórverk- smiðju. „Við teljum það mikið álita- mál að þetta sé í lagi. Við furðum okkur á því hvernig mönnum dett- ur þetta í hug í ljósi þess hve hættu- leg efni eru í notkun á svæðinu; flúor og brennisteinn. Svo er þetta kryddað með þungmálmum,“ segir Ragnheiður sem segir stærsta ein- staka mál Umhverfisvaktarinnar að stemma stigu við frekari meng- andi iðnaðar uppbyggingu í firðin- um. svavar@frettabladid.is Framleiðsla fóðurs á iðnaðarlóð gagnrýnd Umhverfisvaktin við Hvalfjörð furðar sig á framleiðslu fóðurs innan þynningar- svæðis eiturefna á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Fyrirtækið segir hráefni geymd og unnin í lokuðum kerfum. Vöktun og eftirlit sé auk þess strangt. IÐNAÐARSVÆÐIÐ Á GRUNDARTANGA Sambýli fóður-, áls-, og járnblendiframleiðslu er gagnrýnt af umhverfissamtökum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.