Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 6
28. nóvember 2011 MÁNUDAGUR6 Læknastö›in • Kringlunni Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Nýjustu heyrnartækin og ókeypis heyrnarmæling Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og kynntu þér nýjustu heyrnartækin sem við höfum að bjóða. Þú trúir örugglega ekki þínum eigin augum – hvað þá eyrum! RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, varar Vesturlönd við því að skipta sér af forsetakosningunum í Rússlandi, sem haldnar verða á næsta ári. „Öll okkar erlendu samstarfs- ríki verða að skilja þetta, að Rúss- land er lýðræðisríki. Rússland er áreiðanlegur og trúverðugur sam- starfsaðili sem þau geta og verða að ná samkomulagi við, en geta ekki troðið neinu upp á utan frá,“ sagði Pútín í ræðu á landsþingi stjórnmálaflokks síns, Sameinaðs Rússlands. Á þinginu var tilnefn- ing hans sem forsetaframbjóðanda flokksins samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta. Pútín gat ekki boðið sig fram til forseta árið 2008 eftir að hafa setið tvö kjörtímabil í embættinu, en hefur verið forsætisráðherra í eitt kjörtímabil og getur nú sam- kvæmt stjórnarskránni boðið sig fram til forseta á ný. Dmitrí Medvedev, sem gegnt hefur forsetaembættinu þetta eina kjörtímabil, reiknar með að skipta við Pútín og verða forsætis- ráðherra næsta kjörtímabil. Stólaskipti þeirra hafa verið gagnrýnd sem sýndargjörningur, sem eingöngu þjóni þeim tilgangi að tryggja Pútín völdin. - gb Pútín formlega tilnefndur forsetaframbjóðandi á landsþingi flokks síns: Varar Vesturlönd við afskiptum Á LANDSÞINGI SAMEINAÐS RÚSSLANDS Medvedev forsætisráðherra og Pútín forseti ræða stólaskiptin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Kristbjörg Þórisdóttir hefur sagt af sér sem formaður Landssambands framsóknar- kvenna og sagt sig úr Fram- sóknarflokkn- um. Í yfirlýsingu frá Kristbjörgu segir að ástæða úrsagnarinnar sé sú að hún telur sig ekki eiga samleið með flokknum. „Framsóknarflokkurinn hefur unnið mikið verk að ákveðnum breytingum. Ekki hefur þó verið gengið eins langt í grundvallar- breytingum og ég hefði viljað sjá,“ segir Kristbjörg meðal ann- ars í yfirlýsingu sinni. - sv Formaður segir af sér: Hefur sagt sig úr flokknum KRISTBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að síbrotamaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 22. desember. Maðurinn hefur oft komið við sögu lögreglu að undanförnu. Nú er hann grunaður um þjófn- aði, gripdeildir, fjársvik, nytja- stuld, skjalafals, aðild að ránum og umferðarlagabrot, allt frá því um miðjan september. Maðurinn hefur hlotið fjöldamarga fang- elsisdóma fyrir sams konar brot. Þykir, að mati lögreglu, ljóst að hann hafi einbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brota- starfsemi hans. - jss Síbrotamaður áfram í gæslu: Grunaður um fjölmörg brot Á að borga leikskólakennurum Reykjavíkur fyrir matartíma? Já 77,7% Nei 22,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telurðu að Ögmundur Jónasson hafi brugðist á réttan hátt við beiðni Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum? TAÍLAND,AP Fjöldi krókódíla geng- ur laus í Bangkok, höfuðborg Taí- lands, eftir að verstu flóðin þar í hálfa öld urðu í landinu fyrr á árinu. Um sex hundruð manns týndu lífi, auk þess sem um þrjú þúsund krókódílabú urðu flóðinu að bráð. Fjölmargir krókódílar sluppu úr prísund sinni og hafa síðan þá gert íbúum Bangkok lífið leitt, rétt eins og fjöldi eitraðra snáka sem fjarlægðist heimkynni sín vegna flóðanna. Einn íbúi Bangkok ætlaði á kamarinn í útihúsi og sá þá krókódíl sitja þar við hliðina. „Ég hef ekki farið á klósettið síðan. Ég pissa frekar í flösku,“ sagði skelkaður íbúinn. - fb Slæmt ástand í Bangkok: Fjöldi krókódíla gengur laus HANDSAMA KRÓKÓDÍL Margir krókódílar hafa verið gómaðir í Bangkok að undan- förnu. MYND/AP PAKISTAN, AP Afganskir hermenn sem lentu í skotárás skammt frá pakistönsku landamærunum á laugardag óskuðu eftir loftárás frá Nató og sú árás varð 24 pak- istönskum hermönnum að bana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá afgönskum stjórnvöldum. Atvikið hefur orðið til þess að samskipti Bandaríkjamanna og Pakistana eru stirðari en nokkru sinni fyrr. Nató segir að líklega hafi herþyrla frá bandalaginu gert árásina. Rannsókn stendur yfir á atvikinu. - fb Umdeild árás Nató: Samskiptin við Pakistan stirðna ÍTALÍA Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst útvega allt að sex hundruð milljarða evra, sem stæðu Ítalíu til boða til að hjálpa landinu yfir versta hjallann. Þetta fullyrða ítölsk dagblöð. Þau segja að þetta fé eigi að duga til að tryggja Ítölum nægilegt fé í eitt eða eitt og hálft ár. Mario Monti, hinn nýi forsætisráðherra landsins, fengi þar með næði til að draga saman ríkisútgjöldin. - gb Ítölsk dagblöð: AGS undirbýr stórlán til Ítalíu Íslamistaflokkur sigraði Flokkur hófsamra íslamista vann sigur í þingkosningum í Marokkó um helgina. MAROKKÓ HEILBRIGÐISMÁL Nýgengi átrösk- unarsjúkdóma hér á landi hefur haldist svipað undanfarin fimm ár. Síðan í janúar síðastliðnum hafa 79 einstaklingar leitað til geðdeildar Landspítalans vegna átröskunar, segir Sigurlaug María Jónsdóttir, sálfræðingur í átröskunarteymi spítalans á Hvítabandinu. Árið 2008 jókst nýgengið verulega, en þá leit- uðu fleiri en 100 einstaklingar eftir greiningu og meðferð. Teymið sinnir átröskunarsjúk- lingum sem eiga við anorexíu og búlimíu að stríða. Sigurlaug segir um helming þjást af búlimíu, en um 10 til 20 prósent af anorex- íu. Um 30 til 40 prósent fá grein- inguna óskilgreinda átröskun. Hún segir það vart þekkjast hér á landi að sjúklingar láti lífið úr átröskunarsjúkdómum. „Það þekkist ekki hér að bana- meinið sé átröskun eða anorexía. Aðrir þættir sem fylgja í kjölfarið, eins og kvíði, þunglyndi, áfengis- og vímuefnavandi, sjálfsskaðandi hegðun og vandamál við félags- leg samskipti, geta leitt til mikill- ar vanlíðunar og sjálfsvíga í ein- staka tilfellum. Því er nauðsynlegt að vinna samhliða með þetta allt.“ Um 70 einstaklingar eru í ein- hvers konar meðferð á Hvítaband- inu í dag. Sumir koma tvisvar til þrisvar í viku, aðrir eru í reglu- bundnu eftirliti og eftirfylgd. Þá er aðstandendum sjúklinga einnig sinnt markvisst með viðtölum og meðferð, en um 15 til 20 fjölskyld- ur eru í tengslum við deildina. Komur átröskunarsjúklinga á BUGL hafa verið á bilinu 14 til 28 á síðustu tíu árum. Komur í ár hafa verið heldur fleiri en í fyrra, segir Margrét Gísladóttir, geðhjúkr- unar- og fjölskyldufræðingur og teymisstjóri átröskunarteymis á göngudeild. Líkt og á Hvítabandinu leggj- ast fæstir sjúklinganna inn á spít- alann en mikill meirihluti þeirra er stúlkur. Aldursbilið er frá 13 til 17 ára, þó að í sumum tilvikum séu sjúklingar yngri, en það er ekki algengt. Fleiri sjúklingar fá greininguna anorexíu en búlimíu á BUGL. sunna@frettabladid.is Hátt í hundrað ný tilfelli á hverju ári Nýskráð tilfelli átröskunarsjúklinga hjá Landspítalanum eru í kring um hundr- að á hverju ári. Fjöldinn hefur haldist nokkuð stöðugur á síðustu árum. Inn- lagnir sjúklinga eru óalgengar og markvisst er unnið að meðferð aðstandenda. ÁTRÖSKUN Búlimía er algengari greining en anorexía meðal sjúklinga sem eru 18 ára og eldri og leita sér hjálpar á Hvítabandi Landspítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rannsóknir hafa leitt í ljós að átröskun er ekki foreldrum að kenna. „Við vinnum á þeim nótum að foreldrar geti stutt unglinginn til bata,“ segir Margrét. „Einkenni fjölskyldu þar sem er einstaklingur með átröskun eru afleiðing sjúkdómsins, en ekki orsök, samkvæmt rannsóknum.“ BUGL hefur stuðlað að samvinnu við foreldra til að vinna markvisst á átröskunarsjúkdómum og hefur það gengið vel. Foreldrum ekki um að kenna KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.