Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 12
12 28. nóvember 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 20% afslátturaf Biomega vítamínum Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðun- um“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlend- um mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmda- stjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðli- legan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráð- stafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið. HALLDÓR Stjórnlagaþingið mun semja frumvarp að nýjum stjórnarskipunarlögum Að hirða arðinn af veiðunum Sjávar- útvegur Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður S eint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfest- ingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. Þessi lán voru öðruvísi en sú fjárhagslega fyrirgreiðsla sem stjórnvöld höfðu áður veitt til fjármálakerfisins. Ríkið var ekki að setja stofnfé inn í bankana þrjá eða veita þeim víkjandi lán. Það var að halda lífi í ónýtum veð- lánakröfum sem það hafði keypt af Seðlabankanum til að forða honum frá tæknilegu gjaldþroti í árslok 2008. Kröfurnar á bank- ana þrjá voru síðan seldar til Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélags Seðlabankans, í lok árs 2009. Skemmst er frá því að segja að VBS tókst að lifa í tæpt ár eftir veitingu lánsins. Á þeim tíma tryggði ESÍ sér aukin veð í eignum VBS. Slitastjórn VBS hafnaði þessum veðtökum og sagði þær „ótil- hlýðilegar ráðstafanir til hagsbóta fyrir Seðlabankann og ríkissjóð og til röskunar jafnræði kröfuhafa bankans“. Auk þess taldi slita- stjórnin að 26,4 milljarða króna lán ríkisins til VBS hefði verið sýndargerningur þar sem Seðlabankinn og stjórnvöld hefðu vís- vitandi dregið að setja VBS í þrot til að tryggja sér veð í eignum hans. Seðlabankinn féll á endanum frá veðtökunni. Askar Capital fékk 6,3 milljarða króna lán frá ríkinu til að starfa áfram. Það var þó fjarri því að vera nægjanlegt til að bjarga bank- anum og hann fór í slitameðferð sumarið 2010. Lýstar kröfur í búið nema 41 milljarði, sem er margfalt meira en ætlaðar eignir bankans eru. Saga fékk 19,6 milljarða króna lán frá ríkinu og setti lánið í sérstakt félag sem hefur síðan verið yfirtekið af ESÍ. Saga er ekki farin á hausinn en hefur selt stærstan hluta af starfsemi sinni, fækkað starfsmönnum í tvo og misst bankaleyfið. Ekki er ljóst hvernig ofangreindar kröfur eru bókfærðar hjá ESÍ. Um það vill Seðlabankinn ekki upplýsa. Í síðustu viku lýsti Ríkis- endurskoðun hins vegar þeirri skoðun sinni að rekstur ESÍ færi illa saman við dagleg og lögbundin verkefni Seðlabankans. Endurmeta þyrfti tilvist ESÍ og Seðlabankinn ætti að íhuga „hvort það væri ekki í þágu hagsmuna hans að selja eignir félagsins eða félagið í heild sinni“. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti á miðvikudag að hún ætlaði að hefja formlega rannsókn á lánunum til Sögu, VBS og Aska Capital. Hér að ofan er ekki verið að lýsa leikfléttu í skýjaborg fjár- glæframanns. Hér er ekki um hraðsoðna reddingar-viðskipta- áætlun frá 2007 að ræða. Hér eru stjórnvöld og Seðlabanki að selja á milli sín eignir, veita lánafyrirgreiðslur sem eru andstæðar allri almennri skynsemi og brjóta á öðrum kröfuhöfum til að halda uppi virði ónýtra eigna. Á pappír. Miðað við þá heilögu vandlætingu sem ráðamenn hafa ausið yfir fyrrverandi gerendur í íslensku viðskiptalífi hefði seint talist sennilegt að þeir færu að beita sömu meðölum. Annað virðist þó vera upp á teningnum. Lán til VBS, Sögu og Aska í rannsókn: Sýndargerningar Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Klofin ríkisstjórn Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri græns stendur tæpt þessa dagana. Mikill pirringur er í Samfylk- ingunni út í samstarfsflokkinn og er ekki að sjá að flokkarnir gangi í takt í mörgum málum. Nýjasta dæmið er afstaða til beinnar erlendrar fjárfestingar. Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, VG, ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að öllum útlendingum verði bannað að kaupa land á Íslandi. Hefur mátt skilja af þingmönn- um Samfylkingar að þeir vilji fara í þveröfuga átt og opna landið frekar fyrir erlendri fjárfestingu. Veikur meirihluti Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist þurfa að íhuga alvarlega hvort hann geti stutt ríkisstjórnina áfram. Munar um minna þar sem meirihluti stjórn- arflokkanna á þingi er einn maður. Boðað brotthvarf Atla Gíslasonar af þingi styrkir þó meirihlutann. Gjaldeyrissparnaður Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti ræðu á miðstjórnar- fundi flokksins í Borgarnesi á laugardag. Hann fór yfir stöðuna í innlendri sem erlendri póli- tík. Eins og gengur og gerist í löngu máli má hins vegar fetta fingur út í eitt og annað. Til að mynda var hann harðorður í garð þeirra sem hafa viljað innleiða hefðbundin markaðs- lögmál í landbúnaðarframleiðslu og benti meðal annars á að landbún- aðurinn spari Íslendingum tugi milljarða í gjaldeyri á hverju ári. Það er alveg rétt en spurningin er þá af hverju við flytjum nokkurn skap- aðan hlut inn til landsins. Af hverju framleiðum við til dæmis ekki bíla á Íslandi? magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.