Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 33
Þegar bakaraofninn er hreinsaður nota margir tilbúinn ofnahreinsi sem kaupa má úti í búð. Efninu er sprautað inn í ofninn, hann hitaður samkvæmt leiðbeiningum á pakk- anum og þrifinn þegar hann hefur kólnað. „Efnið leys- ir vel upp því mikið salmíak er í því. Hins ve g a r te lja sumir að það geti skemmt hitaskynjara í ofnunum auk þess sem þeir sem eru með öndunarfæra- sjúkdóma þola illa þetta rok- gjarna efni,“ segir Eygló Guðjóns- dóttir, forstöðumaður Leiðbein- ingastöð heimilanna. Hún leggur til aðra leið. „Hægt er að bera grænsápu, sem kallast líka kristalssápa og er nokkurs konar hlaup, á hliðar, botn og loft ofnsins meðan hann er kaldur. Lagið má vera svolítið þykkt. Síðan kveikir maður á ofn- inum í 90 gráður í um hálftíma eða þangað til sápan fer að sjóða örlít- ið. Þá slekkur maður á ofninum og lætur hann kólna,“ lýsir Eygló en að því loknu er sápan þrifin burt. „Gott er að nota góðan bómullar- klút og þokkalega heitt vatn. Þá er fínt að nota í þetta gúmmíhanska,“ segir Eygló og áréttir að nauðsyn- legt er að þrífa sápuna vel í burt. „Önnur leið er að láta kristals- sápuna standa yfir nótt í ofni eftir að henni hefur verið smurt á. Þá þarf ekki að hita hann.“ Eygló segir að þessi leið nægi yfirleitt nema ofninn sé því skít- ugri og meiri fita brunnin í honum. „Þá getur verið ágætt að nota gler- sköfu en passa verður að blaðið í sköfunni sé ekki skörðótt.“ Eygló segir ekkert að því að nota bara vel sterkt sápuvatn ef ofninn er ekki mjög skítugur. „Þá notar maður þykkan upp- þvottalög, bleytir vel í ofn- inum með sápuvatninu og lætur standa í hálftíma. Að svo búnu er sápan skoluð burt og fletirnir þurrk- aðir.“ Þessar aðferðir eiga aðeins við um venjulega ofna en ekki sjálfhreinsiofna. „Í þeim má ekki setja sápu í hlið- arnar og loftið. Hins vegar má nota þessa sömu aðferð á botninn á ofninum. „Þá hef ég einnig heyrt ráð sem ég hef þó ekki prófað sjálf og er helst notað á sjálfhreinsiofna. Þá er sett fínt salt í botninn á köld- um ofninum. Svo er kveikt á ofn- inum og saltið látið brúnast. Mein- ingin er að saltið taki í sig fitu og óhreinindi. Þegar ofninn hefur verið kældur er hægt að ryksuga saltið burt.“ Eygló hefur fleiri góð ráð á tak- teinunum. „Bökunarplötur má þrífa með því að smyrja þær með grænsápu, stinga þeim í svarta ruslapoka, loka honum vel og láta bíða í nokkra tíma. Hreinsa svo vel með heitu vatni,“ segir hún og veit einnig hvað á að gera við skítug gler í ofnhurðum. „Góður uppþvottalögur er settur í rakt bómullarstykki. Það er lagt á lokið og látið bíða í einn og hálfan tíma. Glerið er síðan þrifið vel,“ segir hún en bendir á að erfið óhreinindi megi síðan losna við með góðri glersköfu. solveig@frettabladid.is Kristalsápan dugar best Jólastórhreingerning stendur fyrir dyrum. Þá huga margir að því að þrífa bakaraofninn enda skemmti- legast að stinga jólasteikinni í hreinan og fínan ofn. Eygló Guðjónsdóttir gefur góð ráð við þrifin. Eygló Guðjónsdóttir forstöðumaður Leiðbeiningastöðv- ar heimilanna. Sykur á helluborðið Ráð til að gera keramíkhellu- borð skínandi hreint án kemískra efna er að bleyta sykurmola og skrúbba skítinn burt með honum. Ef fita er látin óáreitt í ofninum getur hún brunnið föst og orðið illviðráðanleg. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.