Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2011 19 ODDNÝ EIR ÆVARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Bækur ★★★★ Jarðnæði Oddný Eir Ævarsdóttir Bjartur Í upphafi sögu er aðalpersón- an Oddný stödd hjá foreldrum sínum, nýskilin að nálgast fer- tugt. Hún leitar upplýsinga um rætur sínar, forfeður og mæður, og leggur ásamt kærasta sínum Fugla upp í eins konar píla- gríms- för um land- ið. Þau gera sér far um að njóta náttúr- unnar til fulln- ustu, gista í tjaldi, smyrja nesti, heimsækja rústir og gamalt fólk, pæla í ættfræði, sögu og forn- leifafræði. Athvarf hafa Oddný og Fugli í Hveragerði og þar dvelja þau milli ferðalaga, í nánum félags- skap Ugla, bróður Oddnýjar. Ísland er kannað, en líka stokk- ið til Parísar, Basel og London án þess að ástæða þyki til að gera meira veður yfir því en að bruna til Stykkishólms. Sögukonan Oddný er æði forn í háttum, gáfuð, gagnmenntuð og hæfileikarík. Hún hefur ferðast víða, leikur fjórhent á píanó með vinum sínum og hefur séð fleiri kínverskar kvikmyndir en banda- rískar. Hún er hafin yfir dægur- þras en skrifar mikið, grúskar og spekúlerar. Pælingar hennar og samræður við fólk snúast heldur ekki um neitt hjóm: „Við systkinin elduðum saman nautatungu með estragoni og spjölluðum á meðan. Sökktum okkur ofan í eitt þessara spjalla sem manni finnst vera eins og botnlaust og alltaf meiri opnun, dýpri skilningur og fjör í beinum. Eftir að hafa rætt aðeins um sam- búðarformið kom okkur saman um að gamla stórfjölskyldubýlið væri framtíðin, ef við fyndum því nýtt form. Ég hef þó nokkra fyrirvara um stórfjölskyldufyrirbærið. Hef verið að rifja upp greiningu Hönnuh Arendt á opinberu rými og útrýmingu þess, á uppruna alræðisins og endalokum lýðræð- isins.“ (114) Eins og sjá má af þessu broti mun Oddný Eir ekki veita Arn- aldi Indriðasyni neina samkeppni á þessari vertíð, enda skrifar hún ekki fyrir þau sem vilja hraða og spennu eða plott sem gengur full- komlega upp í lokin. Þvert á móti er Oddný einhvers konar and- Arnaldur (án þess að ég treysti mér til þess að skýra það nánar). Verkið er tileinkað fugla- og fornleifafræðingum. Báðar fræðigreinar eru á áhugasviði höfundar, en líka sagnfræði, heimspeki, bókmenntir og ætt- fræði. Saman við er svo líka nátt- úruverndaráhuginn, en vel er hamrað á honum í lok bókarinnar þegar hinn ljóðelski Nubo hefur falast eftir því að fá að kaupa risajörð þar sem pabbi Oddnýj- ar ólst upp og þau systkinin eiga rætur. Þetta er sársaukafullt fyrir sögukonuna þar sem hún er á móti slíkum umsvifum stór- Leitað að rótum og næði laxa og hana dreymir um sjálf- bært samfélag í litlum einingum. Sagan er nokkuð seinlesin þó að hún sé ekki sérstaklega löng. Kannski er það vegna þess að textinn er djúpur og margbrot- inn, en verður á stöku stað tyrf- inn og þá er daðrað við tilgerð. D.: „Í iðinni og glaðri hunangs- ilmandi hlýju í ljósi nýjustu hug- ljómunar.“ (139) Jarðnæði fjallar um leitina að rótunum, leitina að næði til þess að vera maður sjálfur í samfélagi við annað fólk, leitina að næði til þess að skapa. Já, leitina að jarð- næði. Oddný Eir hefur nú þegar skap- að sér sérstöðu meðal íslenskra höfunda. Texti hennar er bæði fallegur og stórfróðlegur í senn, stíllinn djarfur og einkennilegur. Það besta við Oddnýju sem höf- und þykir mér þó grallaraskap- urinn í henni. Hún hikar ekki við að leika sér með orð og setning- ar, jafnvel búa til orð eftir hent- ugleikum – og texti hennar er svo sannarlega úr lífrænu efni. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Einkar fallega skrifað verk, óvenjulegt og fullt af djúpum pælingum. arionbanki.is — 444 7000 Birting lýsingar Útgefandi: Hagar hf., kennitala 670203-2120, Hagasmára 1, 201 Kópavogur Hagar hf. birta í dag lýsingu í tengslum við almennt útboð á hlutum félagsins og ósk stjórnar félagsins um að hlutir í Högum hf. verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er dagsett 26. nóvember 2011, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins, www.hagar.is. Lýsinguna má nálgast hjá félaginu næstu 12 mánuði, en hún er gefin út rafrænt á vefsíðu félagsins. Lýsinguna má einnig nálgast á vefsíðu umsjónaraðila, www.arionbanki.is. Frá 30. nóvember 2011 má jafnframt nálgast innbundin eintök hjá Högum hf. í Hagasmára 1, 201 Kópavogi og hjá Arion banka hf. í Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Heildarfjöldi útgefinna hluta í Högum hf. nemur 1.217.585.840, en þar af á félagið 3,8% eigin hluta. Allir hlutir félagsins eru í sama flokki og jafn réttháir. Hlutir félagsins eru gefnir út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Auðkenni hlutabréfanna hjá Verðbréfaskráningu er HAGA og ISIN númer hlutabréfanna er IS0000020121. Stjórn útgefanda hefur óskað eftir því að HAGA verði auðkenni hlutabréfanna í kerfum Kauphallarinnar. Almennt útboð 5.-8. desember 2011 Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf., hyggst selja þegar útgefna hluti í Högum hf. með almennu útboði. Stærð útboðsins nemur 20% af útgefnum hlutum, eða 243.517.168 hlutum, en stjórn seljanda áskilur sér rétt til að stækka útboðið í allt að 30% af útgefnum hlutum eða samtals í allt að 365.275.752 hluti. Tekið verður við áskriftum frá og með mánudeginum 5. desember 2011 klukkan 10.00 til og með fimmtudeginum 8. desember 2011 klukkan 16.00. Lágmarksáskrift er að andvirði 100 þúsund krónur og hámarksáskrift að andvirði 500 milljónir króna. Stjórn seljanda óskar eftir áskriftum á verðbilinu 11–13,5 krónur á hlut og mun eftir lok áskriftartímabils ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi til allra kaupenda í útboðinu, en það mun verða á framangreindu verðbili. Markmið Eignabjargs ehf. er að útboðið geri Högum hf. kleift að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutafjár og marki þannig grunninn að dreifðu eignarhaldi á Högum hf., en þá er bæði horft til þess að almenningur og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu, og jafnframt er markmið seljandans að fá ásættanlegt verð fyrir eign sína. Stjórn seljanda mun falla frá útboðinu ef ekki fæst áskrift í útboðinu fyrir að lágmarki 20% af útgefnum hlutum í Högum hf. eða ef NASDAQ OMX Iceland hf. samþykkir ekki í desember 2011 fyrirliggjandi umsókn útgefanda um að hlutir í Högum hf. verði teknir til viðskipta. Stjórn seljanda áskilur sér jafnframt rétt til að falla frá útboðinu hvenær sem er fram að tilkynningu NASDAQ OMX Iceland hf. um að hlutir í Högum hf. verði teknir til viðskipta ef upp koma einhverjir þeir áhrifaþættir sem stjórn seljandans telur gefa tilefni til þess, svo sem sérlega neikvæð þróun á efnahagsumhverfi og verðbréfamarkaði á Íslandi. Niðurstöður útboðs munu liggja fyrir að morgni 9. desember 2011. Að því gefnu að lágmarksskilyrði Kauphallarinnar um hlutafjárdreifingu verði uppfyllt með útboðinu og Kauphöllin hafi áður samþykkt umsókn Haga með fyrirvara um hlutafjárdreifingu, þá mun Kauphöllin taka hluti í Högum til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. í kjölfar útboðsins. Gert er ráð fyrir að 15. desember 2011 verði fyrsti dagur viðskipta með hluti félagsins í Kauphöllinni, en hann verður tilkynntur af Kauphöllinni með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar um Haga hf. og skilmála almenna útboðsins má finna í lýsingu Haga hf. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með almenna útboðinu og því ferli að fá hluti félagsins tekna til viðskipta í Kauphöllinni. Reykjavík, 28. nóvember 2011 Stjórn Haga hf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.