Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2011 21 Sérframleiðum bursta eftir þínum þörfum. • • Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is Í flestu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður. allra landsmanna Neil Patrick Harris, stjarna þátt- anna How I Met Your Mother, segist elska að búa með kokki. Kærasti Harris heitir David Burtka og árið 2009 hætti hann kvikmyndaleik til að læra mat- reiðslu. Harris segist sjálfur vera vonlaus kokkur og aldrei hafa getað eldað einföldustu máltíðir. Hann hafi því lifað á Subway-samlokum og hamborg- urum þar til Burtka gerðist kokk- ur, en hann eldar panini og jap- anskt kobe-nautakjöt ofan í sinn heittelskaða. Harris og Burtka hafa verið saman í sjö ár og eiga saman tví- burana Gideon og Harper. Hættur að borða Subway Ben Whishaw hefur verið ráðinn í hlutverk Q í næstu mynd um njósnarann James Bond, Skyfall. Wishaw er 31 árs og verður þetta því í fyrsta sinn sem Q er yngri en 007, sem hinn 43 ára Daniel Craig leikur. „Kvenkyns aðdáendur geta vera verið skotnar í fleiri náungum en Daniel fyrst Ben er núna kominn í hlutverk Q. Hann hefur mikið aðdráttarafl. Þetta var djörf ákvörðun,“ sagði heim- ildarmaður við The Sun. „Hlut- verk hans verður allt öðruvísi en hjá síðasta Q. Hann verður mun alvarlegri.“ Q sást síðast í Bond árið 2002 í Die Another Day. Þá var John Cleese í hlutverkinu og tók hann við því af hinum sáluga Des- mond Llewelyn sem hafði leik- ið uppfinningamanninn í 36 ár. Þetta verður í annað sinn sem Wishaw leikur á móti Craig því þeir léku saman í glæpamynd- inni Layer Cake. Skyfall verð- ur 23. Bond-myndin og er hún væntanleg í október á næsta ári. Leikstjóri verður Sam Mendes, sem hefur gert myndir á borð við American Beauty, Revolu- tionary Road og Road To Perdi- tion. Wishaw tekur við hlutverki Q HINN NÝI Q Ben Wishaw hefur tekið við hlutverk Q fyrir næstu Bond-mynd. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Rihanna gerir vel við starfsmenn sína, en hún bauð í stóra þakkargjörðarmáltíð á bar í Dublin í gærkvöldi. Rihanna er á tónleika- ferðalagi og vorkenndi starfsmönn- um sínum fyrir að vera frá fjölskyld- unni yfir hátíðina, en í starfsliði söngkonunnar eru yfir 100 manns. Rihanna tók barinn O‘Donoghue‘s á leigu fyrir herlegheitin, en hún kemur fram á tónleikum í Dublin í kvöld. Á boðstólum var það helsta sem einkennir þakkargjörðarmáltíð, eins og kalkúnn og sætar kartöflur. Býður starfs- fólki í kalkún BAUÐ Í MAT Rihanna vorkenndi starfsfólki sínu fyrir að vera að heiman yfir þakkargjörðarhátíð- ina og bauð öllum í mat í Dublin. NORDICPHOTOS/GETTY HAMINGJU- SAMIR Þeir ætla að ganga í hjónaband á næsta ári

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.