Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 42
28. nóvember 2011 MÁNUDAGUR22 sport@frettabladid.is Verð frá kr.: 159.900 Elica háfar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* glæsileg hönnun og fágað yfirbragð Járnskortur er oft ein af ástæðum þess að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix- túrurnar eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti, ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum. Engin aukaefni, hrein náttúruafurð. Floradix blanda stuðlar að : Betri upptöku járns, vegna C vítamín innihalds. Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns, aukið súrefnisflæði. Orkugefandi efnaskiptum Betra ónæmiskerfi Eðlilegri frumuskiptingu Auknu blóðstreymi Aukinni orku Auknum lífskrafti Floradix mixtúrurnar fást í Lyfjum & heilsu með 20% afslætti til 5.desember 20% afsláttur við hlustum! ÓLAFUR STEFÁNSSON minnti heldur betur á sig í gær þegar hann skoraði sex mörk fyrir AG í 30-29 sigri á Ademar Leon í Meistaradeildinni. Ólafur er nýbyrjaður að spila eftir meiðsli og sýndi í leiknum að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Snorri Steinn Guðjónsson átti einnig flottan leik með fjögur mörk og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt. AG er komið á topp síns riðils í Meistaradeildinni. Lengjubikar karla: Fjölnir-KFÍ 94-93 Fjölnir: Nathan Walkup 32/18 frák., Jón Sverrisson 20/14 frák., Calvin O’Neal 14, Tómas Bessason 11, Arnþór Guðmunds. 8, Trausti Eiríks- son 4, Hjalti Vilhjálmsson 3, Björgvin Ríkharðs. 2. KFÍ: Craig Schoen 28/8 frák/8 stoðs, Ari Gylfason 24/9 frák, Sigurður Orri Hafþórsson 16/, Jón Baldvinsson 11, Hlynur Hreinsson 7, Kristján Andrésson 5, Leó Sigurðsson 2. KR-ÍR 94-58 KR: Finnur Atli Magnusson 19/9 frák., Hreggviður Magnússon 16, Martin Hermannsson 9/10 frák, David Tairu 9, Edward Lee Horton Jr. 8, Kristófer Acox 8, Jón Orri Kristjánsson 8, Páll Fannar Helgason 5, Ólafur Már Ægisson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Skarphéðinn Freyr Ingason 4. ÍR: Nemanja Sovic 16, Robert Jarvis 15, Hjalti Friðriksson 15, Þorvaldur Hauksson 5, James Bartolotta 5, Ellert Arnarson 2. Snæfell-Stjarnan 94-84 Snæfell: Quincy Hankins-Cole 28/11 frák, Jón Ólafur Jónsson 21, Marquis Sheldon Hall 14, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Ólafur Torfason 9/10 frák, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Hafþór Ingi Gunnarsson 6. Stjarnan: Justin Shouse 29, Keith Cothran 20/5 stolnir, Fannar Freyr Helgason 12/11 frák, Guðjón Lárusson 10/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 10/5 fráköst/4 varin skot, Dagur Kár Jónsson 3, Sigurjón Örn Lárusson 0/4 fráköst. EHF-bikarinn: FH-St. Raphael 20-29 (9-14) FH - Mörk (skot): Ólafur Gústafsson 5 (18), Þor- kell Magnússon 4/1 (10/2), Andri Berg Haralds- son 4 (12), Sigurður Ágústsson 2 (2), Hjalti Þór Pálmason 2 (4), Ísak Rafnsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13 (34/4, 38%), Pálmar Pétursson 4/1 (12/3, 33%), Hraðaupphlaup: 5 (Þorkell Magnússon 2, Sigurður, Ísak, Ólafur ) Fiskuð víti: 2 ( Atli 2) Utan vallar: 4 mínútur. Saint-Raphaël - Mörk (skot): Caucheteux Raphael 8/6 (9/7), Krakowski Nicolas 6 (9), Juricek David 5 (5), Stetsyura Mikola 3 (7), Tomas Alexandre 2 (2), Megannem Heykel 2 (5), Krantz Geoffroy 1 (1), Abily Aurelien 1 (1), Sanssouci Gregoire 1 (3). Varin skot: Djukanovic Slavisa 20/1 (40/2, 50%), HANDBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasi- líu sem hefst í lok þessarar viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðs- þjálfari Íslands, er nokkuð bjart- sýnn á framhaldið. „Varnarleikur liðsins var nokk- uð góður í leikjum gegn Tékkum og ég var ánægður með það,“ sagði Ágúst. „Sóknarleikur okkar er á köflum mjög góður, en þegar stelpurnar eru ekki einbeittar þá föllum við niður á nokkuð dapurt plan sókn- arlega. Þegar út í mótið er komið þá megum við ekki fá svona ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaup- um, en það gerðist of oft á móti Tékklandi. Ég hef reynt að breyta leikstíl liðsins og vil að stelpurn- ar keyri hraðann enn meira upp. Slíkt býður aftur á móti upp á fleiri tæknifeila en það er hlutur sem við verðum að vinna bug á“. Íslenska liðið heldur til London á morgun þar sem lokaundirbúning- ur liðsins fyrir heimsmeistaramót- ið í Brasilíu fer fram, en liðið mætir Bretlandi í óopinberum æfingaleik. „Leikurinn gegn Bretum verð- ur bara léttur æfingaleikur þar sem við ætlum að rúlla liðinu vel og æfa ákveðin atriði. Við ætlum okkur til að mynda að æfa okkur vel að vera einum færri í leikn- um og þetta verður nokkuð frjáls- legur leikur. Stelpurnar eru í fínu standi og engin alvarleg meiðsli í hópnum“. Stelpurnar hefja leik á heims- meistaramótinu í Brasilíu 3. des- ember gegn Svartfjallalandi, en auk þeirra mætir liðið Angóla, Noregi, Kína og Þýskalandi og því er þetta ærið verkefni fyrir stelp- urnar okkar. „Það er ljóst að við erum í mjög sterkum riðli. Þýskaland, Noreg- ur og Svartfjallaland eru frábær- ar þjóðir en við verðum að sigra Angóla og Kína til að eiga mögu- leika. Við ætlum samt sem áður bara að taka einn leik fyrir í einu og undirbúa liðið fyrir hvern and- stæðing.“ - sáp Stelpurnar okkar halda af stað til Brasilíu á morgun en það styttist í HM: Vil að liðið spili enn hraðari bolta ÁGÚST ÞÓR Var nokkuð sáttur við leik íslenska liðsins gegn Tékkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI FH-ingar töpuðu illa í gær, 29-20, fyrir Saint-Raphaël frá Frakklandi í 32-liða úrslitum EHF- bikarsins. Frakkarnir eru komnir með rúmlega annan fótinn í 16-liða úrslitin. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðann en heimamenn brotnuðu þegar Saint-Raphaël hafði náð nokkurra marka forystu. FH-ing- ar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël og turnarnir í vörn gestanna voru illviðráðanleg- ir. Frakkarnir sigu fram úr næstu mínútur og höfðu fimm marka for- ystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum og voru Frakk- arnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli,“ sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í gær. „Ég er aðallega svekktur út af því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjór- um dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir. Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörk- um undir. Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar“. Kristján Arason var ekki sáttur með það hversu fljótt hans menn misstu trúna. „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur,“ sagði Kristján. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inni í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegn- um vörn þeirra. Þetta er auðvitað algjört topplið með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig og þeir fengu dýrmæt- ar mínútur. Þetta lið er einfald- lega komið í gegnum lengri skóla en við,“ sagði Kristján að lokum. Liðin mætast aftur ytra næst- komandi sunnudag og FH þarf hreinlega á kraftaverki að halda til að eiga möguleika. - sáp FH VAR NÚMERI OF LÍTIÐ Íslandmeistarar FH fengu skell gegn franska liðinu St. Raphael í EHF-bikarnum í gær. Augljós styrkleikamunur er á liðunum og FH á enga von um að komast áfram í keppninni eftir níu marka tap. FH missti trúna of snemma í leiknum. KINNHESTUR Ólafur Gústafsson fær hér einn á kjammann frá varnarmanni franska liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.