Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 48
DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Mest lesið FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Listaspírur yfirgefa 101 Besti flokkurinn undirbýr nú af kappi framboð á landsvísu í þingkosningunum 2013. Sem kunnugt er hefur flokkurinn tekið höndum saman við Guðmund Steingrímsson og stuðningsmenn hans um framboðið, og hefur verið boðað að Guðmundur og Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Besta flokksins, muni leiða hvort sinn listann. Framboðið, sem hljóta mun annað nafn en Besti flokkurinn, hefur nú komið sér upp skrifstofu þar sem drög eru lögð að næstu skrefum. Fólkinu í Besta flokknum hefur gjarnan verið legið á hálsi að vera lattélepjandi listaspírur úr póst- númeri 101, en skrif- stofa þessi er hins vegar í 105, nánar tiltekið í Brautarholti, með fallegt útsýni í norður. - fgg/sh Skaupinu haldið opnu Tökum á Áramótaskaupinu lauk á laugardagskvöld í mikilli snjókomu og talsverðu frosti. Tökuliðið harkaði hins vegar af sér og lét vetur konung ekki komast upp með neitt múður. Eins og þegar hefur verið greint frá mun Gunnar Björn leikstýra Skaupinu þriðja árið í röð og hann heldur mikilli tryggð við sína leikara; þannig er Gunnar Helgason sem fyrr í hlutverki Jóns Bjarnasonar og Sigrún Edda Björns- dóttir er Dorrit forsetafrú. Þá munu áhorfendur Skaupsins væntanlega fá að sjá leikna útgáfu af Tobbu Marinós. Þá ætla Skaupsmenn að halda einum tökudegi opnum enda virðist allmikill skjálfti vera kominn í ríkisstjórnarsam- starfið og menn vilja síður en svo missa af slíku tækifæri. 1 Höfuðkúpubrotinn eftir líkamsárás í Hafnarfirði 2 Leiðin til léttleikans er þung á fótinn 3 Páfinn kærður fyrir umferðarlagabrot 4 Molotov bar hlýhug til Íslendinga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.