Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 3 - 110 R. 10 R. R. hálsi 3 - 110 R. . . Þriðjudagur skoðun 14 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Jólablað Fréttablaðsins LÍN veðrið í dag 29. nóvember 2011 279. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugardögum 10-14.þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.is AÐHALD - AÐHALD - AÐHALD teg 73393 - samfella í s/m og l/xl á kr. 4.880,- LÓÐ TIL SÖLU Höfum til sölu lóð í nákvæmnisflokki M1 í stærðum frá 100 mg til 20 kg. Hentar sérstaklega vel fyrirtækjum í matvælaiðnaði og framleiðslu til að fylgjast með nákvæmni voga í innra eftirliti.Hafið samband við Prófunarstofu Frumherja hf í síma 570-9260 eða með tölvupósti profunarstofan@frumherji.is. Sjá einnig á profunarstofan.is Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Ferðanuddbekkur• Stillanlegur höfuðpúði • Stuðningur fyrir handleggi• Hæðarstilling 59-86 cm• Burðargeta 250 kg• Þyngd 16 kg Verð 59.890 kr. Starfsmannafélag, hjúkrunarráð og læknaráð á Landspítala efna til „hvítra“ mótmæla á þingpöllum Alþingis í dag klukkan 13.30 þegar önnur umræða um fjárlög fer fram. Með því vill starfsfólk Landspít- alans verja þá þjónustu sem veitt er á spítalanum. Elísabet Margeirsdóttir er komin inn í 100 kílómetraklúbbinn og stefnir á enn lengri hlaup í framtíðinni.Hleypur 10 til 20 kíló-metra fimm sinnum í viku Lánasjóður íslenskra námsmanna LÍN f 50 ÁRA AFMÆLISRIT Þúsundir skráðir árlega Fuglamerkingar hafa verið stundaðar á Íslandi í níutíu ár. tímamót 20 Ný kona í brúnni Brynja Þorgeirsdóttir verður kynnir í Eurovision. fólk 34 FÓLK Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður var í síðustu viku tekin inn í 100 kílómetraklúbbinn svonefnda. Inn- gönguskilyrði eru þau að hafa hlaupið að minnsta kosti 100 kílómetra í opinberu keppnishlaupi. Elísabet náði því markmiði í sumar þegar hún hljóp 120 kílómetra í Ultra Trail-hlaupinu kringum Mont Blanc. Klúbburinn var stofnaður 2004 og hafa 47 Íslendingar nú náð þessum áfanga. Elísabet æfir stíft, hleypur tíu til tuttugu kílómetra fimm sinnum í viku á vetr- um en svo eykst álagið þegar kemur fram á vorið. „Það má eiginlega segja að sé full vinna á sumrin,“ segir Elísabet. Hún stefnir á að hlaupa stóra Ultra Trail-hlaupið, 160 kílómetra, í framtíð- inni. „Ég fer ekki alveg strax í það en draumurinn er auðvitað að komast í það einhvern tíma í framtíðinni.“ - fsb / sjá allt í miðju blaðsins STJÓRNMÁL Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þing- flokki, þrátt fyrir eigin yfirlýs- ingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherra- liði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki ein- stök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna köll- uðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórn- unarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitund- ar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrr- verandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur vara- maður hans sæti, Arndís Sigurðar- dóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guð- mundur Steingrímsson, þingmað- ur utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórn- arflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmál- um. Samkvæmt stjórnarsáttmálan- um átti áætlun um innköllun afla- heimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki. - kóp / sjá síðu 12 Stokkað upp í stjórninni á næstu vikum Báðir stjórnarflokkar hyggjast breyta til í ráðherra- liði sínu. Stefnir í að Jón Bjarnason missi sæti sitt. Kostar líklega stuðning hans við stjórnina. Fylkir þarf nýja stúku Bygging nýrrar stúku við Fylkisvöll er háð stuðningi Reykjavíkurborgar. sport 30 STÍF NORÐANÁTT Víðast 8-18 m/s, hvassast NV-til og við norður- ströndina. Snjókoma eða él norðan til en þurrt að mestu syðra. Frost 0-8 stig. VEÐUR 4 -1 0 -2 -4 -4 Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagðist á þingi í gær óánægður með það hvernig Jón hefði haldið á málum. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildu í gær lýsa yfir stuðningi við ráðherrann. „Ég hef fulla trú á að stjórnarflokkarnir muni leysa úr þeim núningi sem nú er uppi. Það eru vonbrigði að ekki sé lengra komið í sjávarút- vegsmálum,“ sagði Steingrímur. Lýsir vonbrigðum KLUKKNAHLJÓM Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í óða önn í gærkvöldi að setja Skólavörðustíg í jólabúning. Bjöllurnar eru ný íslensk smíði, unnar af Smíðagalleríi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elísabet Margeirsdóttir komin í hóp 47 hlaupara í 100 kílómetra klúbbnum: Stefnan tekin á 160 kílómetrana

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.