Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 2
29. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Jóhann, heldurðu að forsetinn fái enga vasapeninga? „Verðmætið er líklega meira en vasafylli.“ Danskur nítjándu aldar vasi með mynd af Bessastöðum er nú til sölu hjá upp- boðshaldara í Kaupmannahöfn. Vasinn er metinn á tvær milljónir króna. Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold telur vasann myndu sóma sér vel í eigu forsetaemb- ættisins en efast um að það geti keypt hann og forsetaritari tekur undir það. Kosið um sameiningu Kosningar um sameiningu sveitar- félaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra fara fram á laugardaginn. Kjörstaðir verða á Hvammstanga og Borðeyri. SVEITARSTJÓRNARMÁL PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur ákveðið að kosningar fari fram í landinu þann 4. maí næstkomandi. Kosningarnar eiga að verða til þess að ein stjórn verði yfir öllu landinu á ný, en Palestínumenn hafa verið undir stjórn bæði Hamas og Fatah síðan Hamas tóku yfir Gasa-ströndina árið 2007. Abbas segir að mynda eigi sameinaða ríkisstjórn embættis- manna frá báðum hliðum til að undirbúa kosningarnar. - þeb Kosningar verða 4. maí: Boðað til kosn- inga í Palestínu Einlæg og ágeng AFVIKNIR STAÐIR Sigmundur Ernir tekst á við dótturmissi en yrkir einnig um dýrðardaga bernskunnar í sveit- inni og fjarlæga staði þar sem tónlistin liðast um loftið. SPURNING DAGSINS STJÓRNSÝSLA Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, segir í aðsendri grein í Frétta- blaðinu í dag að almenningur í landinu eigi ekkert í Grímsstöðum og ekkert í þeim réttindum sem fylgja landinu. Ríkisvaldið þurfi að sýna fram á ríka hagsmuni til að standa gegn viðskiptum tveggja einkaaðila. Um það snúist undan- þágugrein laga um jarðarkaup. Tryggvi segir að séu ekki mál- efnalög rök fyrir því að hafna slíkum viðskiptum gangi það aug- ljóslega gegn stjórnarskránni. Hann bendir jafnframt á að ekkert hafi verið leitað eftir sjónarmiðum kaupenda og seljenda. - ibs / sjá síðu 18 Málefnaleg rök ekki til staðar: Almenningur á ekki Grímsstaði MENNTAMÁL Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starf- semi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæj- arstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrir- spurn ráðuneyt- isins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heima- manna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og ein- elti, skólabrag- ur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Frið- rikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórn- sýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og sam- þykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra,“ segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð.“ Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir for- eldra sem hafa þurft að taka börn- in sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nem- enda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinn- um í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á lands- vísu. Fram hefur komið að meiri- hluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skól- ans að undanförnu. Olweusar-könn- unin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá,“ segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, for- eldra og nemanda.“ Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt,“ segir Pétur. sunna@frettabladid.is Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi Mennta- og menningarmálaráðuneytið ætlar að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Skoða á líðan nemenda, eineltismál, námsárangur og fleira. Um 13,3 prósent nemenda skólans segjast verða fyrir einelti oft í mánuði. ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON GERÐASKÓLI Óvenjumargir nemendur í Gerðaskóla telja sig verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði. MYND/VÍKURFRÉTTIR Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skólanefnd Garðs bókaði á síðasta fundi skólanefndar að niðurstöður samræmdra prófa og útkoma Gerðaskóla í þeim væru vonbrigði fyrir alla og stefnan sett á að bæta árangur verulega. Meirihluti D-lista stefni að því að nú þegar verði gengið frá samningum við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Tillaga að samstarfssamningi verður lögð fyrir skólanefnd sem fyrst og samningurinn lagður til samþykktar á bæjarstjórnarfundi 7. desember næst- komandi. Útkoma samræmdra prófa vonbrigði SAMFÉLAGSMÁL Hjálparstarf kirkjunnar gerir ráð fyrir því að umsóknir um aðstoð fyrir jólin verði færri en að meira fé fari samt í úthlutun. Hjálparstarfið afhendir nú inneignarkort og er hætt beinni mataraðstoð. Sú leið er dýrari að sögn Vilborgar Oddsdóttur félagsráðgjafa og því verður jólaaðstoðin dýrari. „Kortaleiðin er dýrari en okkur þykir hún bara manneskjulegri. Fólk getur þá valið hvað það vill borða um jólin eins og aðra daga.“ Vilborg segir alltaf eitthvað um fólk sem aðeins þurfi aðstoð fyrir jólin. Það fólk geti sótt um hjá hjálparstarfinu. Þeir sem þegar eru með inneignar- kort frá stofnuninni hafa verið duglegir að sækja um fyrir jólin á netinu. Hjálparstarf kirkjunnar er einnig í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða krossins og aðrar deildir, til þess að fólk fari eingöngu á einn stað til að fá aðstoð. Mæðrastyrksnefnd er með matarúthlutun fyrir jólin og verður opnað fyrir umsóknir í dag. Hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands er skráning fyrir jólaaðstoð hafin og stendur hún til 9. desember. - þeb Hjálparstarf kirkjunnar úthlutar aðstoð í gegnum inneignarkort fyrir jólin: Færri umsóknir en meira fé JÓL Jólablað Fréttablaðsins kemur út í dag. Blaðið er 112 síður og stútfullt af skemmtilegu efni. Meðal annars má nefna grein þar sem rifjaðar eru upp jólaaug- lýsingar frá fyrri hluta síðustu aldar, á öðrum stað í blaðinu bæta þekkt ljóðskáld nokkrum erindum við þekkta jólavísu og enn ann- ars staðar eru gefin góð ráð um hvernig nýta megi matarafganga frá jólum. Þjóðþekktir matgæðingar gefa uppskriftir að veisluréttum, kökum, sætindum og smáréttum. Rifjaður er upp ýmis fróðleikur sem tengist jólahaldi auk þess sem fjölmargt áhugavert fólk er tekið tali. - sg Jólablað Fréttablaðsins 2011: Matur, viðtöl og fróðleikur HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR Gert er ráð fyrir færri umsóknum um jólaaðstoð en úthlutunaraðferð kirkjunnar kostar meira en bein matarúthlutun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Nauðgun var kærð til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu nú eftir helgina. Lögregla var kvödd að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins vegna nauðgunar, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Þar voru fyrir tveir karl- menn um og yfir þrítugt og nít- ján ára stúlka. Lögreglan hand- tók mennina og voru þeir látnir gista í fangageymslu í fyrrinótt. Stúlkan fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mennirnir voru yfirheyrðir í gær og fer lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu með rannsókn málsins. - jss Lögregla handtók tvo karla: Tveir voru kærð- ir fyrir nauðgun STJÓRNSÝSLA Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri neitar að afhenda Ríkisendurskoðun upp- lýsingar um viðskipti stofnunar- innar við fyrirtækið RadíóRaf nema Sveinn Arason ríkisendur- skoðandi víki sæti í málinu. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Ríkisendurskoðun vill fá upp- lýsingar um 165 milljóna króna viðskipti ríkislögreglustjóra við fyrirtækið. Ríkislögreglustjóri segir að ekki ríki lengur trúnað- ur milli stofnananna. Trúnaðarbresturinn varð fyrir tveimur mánuðum þegar ríkis- endurskoðandi komst að þeirri niðurstöðu að ríkislögreglustjóri hefði farið á svig við reglur um opinber innkaup í öðru máli. - bj Ríkisstofnanir í hár saman: Vill að endur- skoðandi víki EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherra féll í gær frá fyrirhuguðu kolefn- isgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra fundaði í gær með embættismönnum úr fjármála- og iðnaðarráðuneytinu og fulltrú- um Samtaka atvinnulífsins og fulltrúum fyrirtækjanna. Að fundi loknum var gefið út að ráðherra hefði fallið frá gjald- inu, en saman myndu stjórn- völd og fyrir- t æk i n e i ga áfram samráð um innleiðingu evrópska við- skiptakerfisins með losunar- heimildir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr þingflokki Vinstri grænna ákvað Steingrím- ur að taka ekki slag við Samfylk- inguna um þetta mál núna, enda hefur ríkisstjórnarsamstarfið verið stirt undanfarið. Forsvarsmenn stóriðjunnar telja að með kolefnisgjaldinu hafi átt að gera starfsumhverfi fyrir- tækjanna lakara hér en í viðmið- unarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Þá töldu þeir að næg gjaldtaka fælist í kaupum á kolefniskvóta, en Ísland verður aðili að alþjóð- legu viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda í áföng- um og að fullu árið 2013. - kóp Fjármálaráðherra hættir við fyrirhugað kolefnisgjald eftir fund með stóriðjunni: Tekur ekki slag við Samfylkinguna STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.