Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 5
RÍKISSTJÓRNIN SVÍKUR ÞÁ SEM LÖKUST HAFA KJÖRIN Í maí átti ríkisstjórn Samfylkingar og VG aðkomu að gerð kjarasamninga. Í viðræðum við ríkisstjórnina lagði Alþýðusambandið mikla áherslu á að bætur atvinnulausra og lífeyrisþega myndu hækka í takt við hækkun lægstu launa og féllust stjórnvöld á það. Stjórnvöld munu endurskoða bætur almanna- trygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjara- samninga milli ASÍ og SA, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og um verður samið í kjarasamningum.* Samkvæmt fyrrnefndum kjarasamningum eiga lægstu laun og þar með bætur að hækka um 11.000 kr. 1. febrúar 2012. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú liggur fyrir Alþingi kemur fram að ríkisstjórnin hyggst brjóta þennan samning við ASÍ. Það þýðir að atvinnuleysisbætur hækka aðeins um 5.500 kr. en ekki 11.000 kr. Ríkisstjórnin, sem kennir sig við velferð, ætlar þannig ekki aðeins að svíkja eigin loforð heldur einnig lítilsvirða þá sem lökust hafa kjörin í okkar þjóðfélagi. Alþýðusamband Íslands hafnar endurteknum árásum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á íslenskt launafólk. *Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga 5. maí 2011

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.