Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 6
29. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 REYKJAVÍKURBORG Borgarráðs- fulltrúar minnihluta Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna segja „mjög slæmt“ að boðað sé til auka- funda í borgarráði og borgarstjórn í lok árs vegna fimm ára áætlunar um rekstur borgarinnar. Í borgarráði í gær bókaði minni- hlutinn að fimm ára áætlunin hefði samkvæmt yfirlýsingum átt að liggja fyrir í september. Borgar- ráðsfulltrúar væru þó að sjá gögn- in fyrst núna. Illa sé staðið að verki. „Við fyrstu sýn virðist því sem frumvarpið innihaldi enga stefnu eða pólitíska sýn, heldur aðeins upplýsingar um forsendur fjár- mála borgarinnar næstu árin. Nær væri að leggja slíkt plagg fram sem minnisblað eða greinargerð en varla sem frumvarp að fimm ára áætlun,“ bókuðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og VG. Borgarráðs- fulltrúar Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar sögðu hins vegar að nú væri í fyrsta sinn í langan tíma lögð fram langtímaáætlun í fjármálum borgarinnar þar sem ítarlega væri reynt að spá fyrir um aðstæður næstu ára. „Fullyrðingar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um að fimm ára áætlun sé seint á ferð eru furðu- legar því slík áætlun hefur ekki áður verið lögð fram jafnsnemma og raunar hefur fimm ára áætlun aldrei verið lögð fram áður,“ bókaði meirihlutinn. - gar Nær væri að leggja slíkt plagg fram sem minnisblað eða greinargerð en varla sem frumvarp að fimm ára áætlun. ÚR BÓKUN FULLTRÚA SJÁLFSTÆÐISFLOKKS OG VINSTRI GRÆNNA Fulltrúar minnihluta VG og Sjálfstæðisflokks gagnrýna meirihlutann í borgarstjórn: Telja enga stefnu í fimm ára áætlun NORÐURLÖND Talsverð röskun var enn á samgöngum á Norðurlöndum, Lettlandi og Eistlandi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir á þessum slóðum um helgina. Í Svíþjóð, þar sem tugir þúsunda voru enn án rafmagns, höfðu tré sem rifnuðu upp með rótum eða brotnuðu í óveðrinu fall- ið á lestarteina og í Noregi var hluti aðal- járnbrautarleiðarinnar til Bergen hulinn þriggja metra djúpri aurskriðu. Tveir menn drukknuðu undan suðvest- urströnd Noregs en þeir höfðu verið að taka myndir af óveðrinu og tveir aðrir létu einnig lífið af völdum óveðursins. Í Finnlandi voru tugir þúsunda án raf- magns í fyrrinótt en rafmagnslaust varð eftir að tré höfðu fallið á rafmagnslínur. - ibs Talsverð röskun var enn í gær á samgöngum á Norðurlöndum í kjölfar óveðurs: Óveðrið kostaði fjóra lífið í Noregi HAUSTLÆGÐ Ölduhæðin við Noregsstrendur var 20 metrar í óveðrinu sem gekk yfir um helgina. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Karlmaður um þrí- tugt hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir þjófnaði, skjalafals og fíkniefnalagabrot. Maðurinn stal varningi í fimm skipti úr verslunum á höfuð- borgarsvæðinu. Þá framvísaði hann fölsuðum úttektarbeiðnum í verslunum, sem höfðu verið fylltar út af óþekktum aðila og stimplaðar með stolnum stimpli. Hann var einnig dæmdur fyrir að hafa haft eiturlyf í fórum sínum. Maðurinn rauf með þessu skilorðsdóm frá 2008. - jss Í fimm mánaða fangelsi: Stal og sveik ítrekað út vörur Telurðu að Ögmundur Jónasson hafi brugðist á réttan hátt við beiðni Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum? JÁ 50,6% NEI 49,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú á skíði í vetur? Segðu þína skoðun á visir.is STJÓRNSÝSLA Óvissa um viðskipta- legar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra varð til þess að stjórn Mat- vælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriks- son, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveð- ið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrk- umsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóð- um sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skor- dýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskipta- legar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvæla- stofnun og aðra fyrir rannsókn- ir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skil- yrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sér- staka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is Matís vill ekki styrk ESB vegna ráðherra Neikvæð afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til styrkja frá ESB er ein af ástæðunum fyrir því að Matís dró til baka 300 milljóna króna styrkbeiðni. Ekki reyndist rekstrarlegur grundvöllur fyrir verkefni segir stjórnarformaður. Það er alltaf þannig í stórum álitamál- um að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON STJÓRNARFORMAÐUR MATÍS MÆLINGAR Nota átti tækin, sem kaupa átti fyrir styrk ESB, meðal annars til að mæla skordýraeitur í matvælum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.