Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 24
29. NÓVEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● LÍN mikil væg fyrir mig fyrsta árið hérna úti. Þegar ég fór út haustið 2009 ríkti mikil efnahagsleg óvissa og það fólst ákveðið öryggi í því að geta reitt sig á Lánasjóðinn. TIL HVAÐA STARFA HEFUR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR AÐ NÝTA NÁM ÞITT? Ég hef fyrst og fremst áhuga á að vinna við rannsóknir og þróun, jafnt innan fyrirtækja sem og við rann- sóknar- eða menntastofnanir. MUN NÁMIÐ NÝTAST HÉR Á LANDI? Námið mun nýtast mér á Íslandi þar sem ég bý að frekar breiðum grunni í rafmagnsfræði, merkjafræði, mælitækni, forritun og svo fram- vegis. Flest nútímatækni byggir að hluta til á þessum greinum. HYGGSTU NÝTA NÁMIÐ HÉR Á LANDI? Ég hyggst nýta námið á Íslandi á einhverjum tímapunkti. Ég hef verið í sambandi við fyrrum sam- starfsmenn á námstímanum og reyni að miðla reynslu heim. Ég tel samt að á þessum tímapunkti í lífi mínu reyni ég að afla mér frek- ari reynslu erlendis, til dæmis í doktors námi í verkfræði. EITTHVAÐ AÐ LOKUM? Pitää mennä saunaan. og jafnframt (næstum því) að sjá fyrir heimilinu og syni mínum án þess að bæta á mig álagi og skuldum með yfirdrætti og auka- vinnu. TIL HVAÐA STARFA HEFUR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR AÐ NÝTA NÁM ÞITT? Það er allt opið hjá mér þessa stundina. Ég er líka haldin ákvörðunarfælni á háu stigi þannig að ef ég þekki mig rétt þá mun ég ekki ákveða mig fyrr en ég raunverulega þarf að gera það. HEFÐIR ÞÚ HÁTTAÐ ÞÍNUM NÁMS FERLI ÖÐRUVÍSI EF LÍN VÆRI EKKI TIL? Klárlega. Ef ég gæti ekki tekið námslán væri nánast ógjörningur að leigja húsnæði, eiga fyrir mat og reka heimili. Það vita það allir sem hafa verið í háskóla að það myndi aldrei ganga upp að vera í 100% vinnu, 100% námi og vera 100% húsmóðir. Með því að taka námslán hefur mér tekist að María Rut Kristinsdóttir Fæðingarár: 1989 HVAÐ ERTU AÐ LÆRA OG HVAR? Ég er á öðru ári í sálfræði við Háskóla Íslands. AF HVERJU VALDIRÐU ÞAÐ NÁM? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á manneskj- unni og háttum hennar og ég taldi að sál- fræðin myndi svala fróðleiksþorsta mínum. HVERNIG ERU HEIMILISAÐSTÆÐUR ÞÍNAR? Ég leigi íbúð í Vesturbæn- um og bý þar ásamt syni mínum sem er fjögurra ára gamall. HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LÍN HAFT FYRIR ÞIG? Námslánin hafa gert mér kleift að vera í fullu námi Berglind Magnúsdóttir Fæðingarár: 1968 Pirrar sig ekki á endurgreiðslum Jón Steinsson Fæðingarár: 1976 Menntun: Stúdentspróf frá MR 1996, B.A. frá Princeton, 2000, Ph.D. frá Har- vard, 2007. Ég fór utan til náms strax eftir menntaskóla. Ég vildi njóta eins góðrar menntunar og ég gæti og ákvað því að sækja um í nokkrum af bestu háskól- um í heimi. Ég held að ég hafi hugsað með mér að það kostaði lítið að sækja um og að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég reyndi ekki. Það kom til að ég komst inn í Princeton en ég fékk engan náms- styrk. Princeton er ansi dýr skóli og námslánin frá LÍN voru klár- lega eitt af því sem gerði mér kleift að stunda nám þar. LÍN lánaði mér reyndar ekki fyrir skólagjöldunum þar sem námið var talið sambærilegt við nám Lánasjóðurinn og ég Lena Margrét Aradóttir Fæðingarár: 1986 HVAÐ VARSTU AÐ LÆRA OG HVAR? Ég lærði byggingafræði, Archi- tectural Technology and Con- struction Management, við VIA Háskóla í Horsens, Danmörku. AF HVERJU VALDIRÐU ÞAÐ NÁM? Ég slysaðist inn á þessa braut. Ég hafði flutt til Horsens í janúar 2009 með kærastanum sem var í námi. Planið var að finna vinnu og hefja nám í arkitektúr nokkrum mánuðum seinna. Það gekk hægt að finna vinnu og um miðjan febrúar hafði ég ekkert fundið. Eitt föstudagskvöldið var ég, aldrei þessu vant (eða þannig) á skólabarnum sem var í næsta húsi við blokkina okkar og lenti á spjalli við tvær íslenskar stelpur sem voru í þessu námi. Þær hvöttu mig til að skoða byggingafræði þó ekki væri nema tímabundið, og ég sló til. Ég arkaði inn á skrifstofu eins námsráðgjafans á mánudagsmorgni til að forvitnast um námið og var mætt í skólann klukkan 8 morguninn eftir! Svo þegar leið á önnina varð ég alveg ástfangin af þessu námi og fólkinu sem ég var að læra með. HVERNIG VORU FJÖLSKYLDUAÐ STÆÐUR ÞÍNAR Í NÁMINU? Við komum heim til Íslands yfir sumarið í fyrra og stuttu eftir að við komum aftur út komumst við að því að við ættum von á barni. Þá var ég að byrja á 4. önninni minni í náminu og var alls ekki tilbúin að hætta. Þar sem fjöl- skyldur okkar bjuggu í öðru landi urðu vinir okkar og bekkjar- félagar mínir að risastóru stuðn- ingsneti og það virðist sem allir hafi upplifað meðgönguna að miklu leyti með okkur. HVAÐA ÞÝÐINGU TELUR ÞÚ LÍN HAFA FYRIR ÍSLENSKT SAMFÉLAG? Ég hugsa að án Lánasjóðsins hefðu fáir tök á að hefja og stunda nám erlendis. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið að þegnar þess leiti þekkingar utan landsteinanna og LÍN gerir það að mörgu leyti mögulegt. HYGGSTU NÝTA NÁMIÐ HÉR Á LANDI? Já, ég vil gjarnan vinna hér, allavega fyrstu árin eftir að ég hef lokið náminu. En þar sem námið er alþjóðlegt gæti það vel nýst mér hvar sem er. HEFÐIR ÞÚ HÁTTAÐ ÞÍNUM NÁMS FERLI ÖÐRUVÍSI EF LÍN VÆRI EKKI TIL? Já, heldur betur. Ég veit ekki hvernig ég hefði fjármagnað þetta ef ekki væri fyrir lánið mitt. Ég hefði líklega annaðhvort þurft að safna í nokkur ár eða fengið mér vinnu með skólanum en ég held að það hefði bitnað ansi illa á náminu. EITTHVAÐ AÐ LOKUM? Til ham- ingju með afmælið LÍN! Vonandi áttu fjölmörg ár eftir sem munu fara í að aðstoða námsmenn framtíðarinnar í að fjármagna nám sitt og í leiðinni öðlast ómetanlega persónulega reynslu eins og ég gerði. Takk fyrir hjálpina! Örlögin réðust á hverfisbarnum Mannlegt eðli í Háskóla Íslands Ásgeir Bjarnason Fæðingarár: 1985 Öryggi í Lánasjóðnum stunda námið af kappi og halda uppi heimili með aðeins smávægilegum yfirdrætti. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun þurfa að borga af lánunum síðar en fyrir mér er nám ein mikilvægasta fjárfesting lífsins. Því finnst mér nauðsyn- legt að LÍN geti áfram stutt nem- endur með sanngjörnum lánum og að grunnframfærslunni sé haldið í raunhæfum kjörum. HVAÐ ER ÞAÐ SKEMMTILEGASTA SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ SEM NÁMSMAÐUR? Það skemmti- legasta sem ég upplifi er þegar ég læri eitthvað sem mér finnst raunverulega sjúklega áhugavert og átta mig á því að ég er að læra eitthvað sem ég hef áhuga á að nýta í lífinu. Svo er ótrúlega gaman að kynnast endalaust af snillingum og taka þátt í háskólalífinu eins og það leggur sig. sem var í boði á Íslandi. En fram- færslulánin sem ég fékk dekkuðu um fjórðung af heildarkostnað- inum við námið. Síðan vann ég á sumrin og fékk talsverða hjálp frá foreldrum mínum. Eftir að hafa verið heima í einn vetur eftir Princeton fór ég síðan aftur út í fram- haldsnám. Í þetta skiptið lá leiðin í Har- vard í doktorsnám. Fyrsti veturinn minn í Harvard var veturinn 2001- 2002. Krónan var í mikilli lægð á þessum tíma og gengi dollarans var 110 kr. Það var því mikilvægt að LÍN reiknaði framfærslu náms- manna erlendis í mynt viðkom- andi lands. Annars hefðu námslán- in líklega dugað skammt. Ég var á námslánum í sex ár á meðan ég var í Harvard og því samtals í tíu ár. Lánin voru afskaplega mikil- væg þar sem þau gerðu það að verkum að ég þurfti ekki að kenna eins mikið og sumir samnemendur mínir og gat því eytt meiri tíma í rannsóknir. Þegar ég var að ljúka námi fékk ég stöðu sem lektor í hagfræði við Columbia-Háskóla í New York. Ég kann afskaplega vel við mig í akademísku umhverfi. Maður ræður sér mikið sjálfur sem þýðir aftur að maður þarf að hafa mik- inn sjálfsaga til þess að koma einhverju í verk. Samskipti mín við LÍN voru alltaf góð. Raunar varð sú þjónusta sem LÍN veitti betri og betri eftir því sem árin liðu. Mér virtist alltaf vera himinn og haf milli þeirrar þægilegu og mann- legu þjónustu sem ég fékk hjá LÍN og þeirrar þjónustu sem sumir samnemendur mínir þurftu að þola af hendi stofnana í heimalöndum sínum. LÍN hefur haft mikla og já- kvæða þýðingu fyrir íslenskt sam- félag. Ég vona innilega að LÍN geti haldið áfram á sömu braut á næstu áratugum. HVER ER MENNTUN ÞÍN? Ég er sál- fræðingur. Ég lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands 1992 og cand. psych. prófi frá Háskólanum í Árósum, Danmörku 1996. HVERS VEGNA NÁM Í ÚTLÖNDUM? Þegar ég var átta ára heyrði ég af því að fólk gæti hætt að vinna 67 ára og fengi samt greitt mánaðarlega. Mér fannst það töfrum líkast og fékk strax tals- verðan áhuga á öllu sem viðkom öldrun. Því var ég snemma ákveðin að læra eitthvað sem tengdist öldrun og valdi sál- fræði sem vettvang til að koma að þeim málum. Þegar ég var að leita að landi til að fara í fram- haldsnám sá ég að í Háskól- anum í Árósum var prófessor í öldrunarsál- fræði. Á þeim tíma var ekki hægt að klára nema BA-próf í sálfræði hér á landi. VIÐ HVAÐ STARFAR ÞÚ Í DAG? Eftir að hafa unnið í tólf ár sem sálfræðingur á öldrunarsviði LSH starfa ég í dag sem forstöðu- maður Heimaþjónustu Reykja- víkur. Námið hefur nýst mér mjög vel þar sem starfið felur í sér að breyta viðhorfum starfs- manna og fá ólíkar fagstéttir til að vinna saman. ÞARFTU AÐ VERA Í MIKLUM SAMSKIPTUM VIÐ LÍN? Ég er ekki í neinum samskiptum við LÍN. Greiðslur fara í gegnum greiðsluþjónustu bankans og eru bara hluti af öðrum útgjöldum. Ég tók þá ákvörðun í námi í Danmörku að pirra mig ekki á endurgreiðslu lánanna frá LÍN heldur minnast við hverja greiðslu þess góða tíma sem ég átti í námi og hugsa bara um rauðvínið og ostana sem ég keypti á góðum dögum. HVERNIG ER ÞÍNUM SAMSKIPTUM VIÐ LÍN HÁTTAÐ? Ég hugsa bara til LÍN þegar ég fer yfir greiðsluþjónustusamning í bank- anum. Velti þá fyrir mér hvenær ég verð búin að borga lánin, rifja það upp og slappa svo vel af. HVAÐ ERTU AÐ LÆRA OG HVAR? Ég er í meistaranámi í heilbrigð- isverkfræði við Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi. AF HVERJU VALDIRÐU ÞAÐ NÁM? Námið sjá lft hentaði vel fyrir það sérsvið sem ég vildi nema, mælitækni og merkjafræði. Svo var skólinn að taka þátt í flottu verkefni í tengslum við ígræðanleg mælitæki og það heillaði. HVERS VEGNA NÁM ERLENDIS? Það eru nokkrar ástæður, til dæmis ný þekking sem hægt er að koma með til Íslands seinna á lífsleiðinni. Einnig var mjög lítið framboð af meistaranámi heima í því fagi sem ég hafði augastað á. Svo er alltaf gaman að kynnast framandi menn- ingu. HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LÍN HAFT FYRIR ÞIG? Fjármögnun frá LÍN var mjög …að náms- mannahreyfing- arnar SÍNE, SHÍ, BÍSN og SÍF eiga hver einn full- trúa í stjórn LÍN? VISSIR ÞÚ… …að á síðasta námsári voru heildarútlán LÍN 15.500 milljónir? VISSIR ÞÚ… ... að í heildina hefur LÍN lánað námsmönnum í um 60 löndum? VISSIR ÞÚ…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.