Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 38
29. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar Tekið er við umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík dagana 23., 24., 30. nóv. og 1., 7. og 8. des. kl. 11–14 Þeir sem þegar hafa fengið inneignarkort frá Arion banka í gegnum Hjálparstarfið geta sótt um á www.help.is. Einnig taka prestar á landsbyggðinni við öllum umsóknum þar. Síðasti umsóknardagur hjá þeim er 8. desember.P IP A R\ TB W A • SÍ A • 11 32 54 Reykjavíkurdeild 26 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ Farandskuggar Úlfar Þormóðsson Veröld Lykt af mölbrotnum draumum Þekkir einhver foreldra sína? Höfum við nokkra hugmynd um hvað raunverulega liggur að baki upplifunum okkar af samskiptum pabba og mömmu frá bernskuár- unum? Og hvers vegna þorum við ekki að spyrja fyrr en það er orðið of seint? Þessum spurn- ingum veltir Úlfar Þormóðsson upp í bók sinni Farandskuggum og kemst að því að fátt verður um svör. Hann situr við rúm- stokk móður sinnar sem er að hverfa inn í óminni Alzheimer- sjúkdómsins og leitar svara við spurningum sem ásótt hafa hann lengi, en aldrei verið rétti tíminn til að varpa fram. Svörunum sem hann þó fær raðar hann upp í brotakennda sögu af lífi foreldranna um leið og hann lýsir eigin upplifun af því hvernig það er að sitja uppi með ósvöruðu spurningarnar um aldur og ævi. Sagan sem raðast upp á síðum bókarinnar er sár og nístandi en þó svo undarlega fögur. Saga af brotnum draumum og gleymdum þrám, svikum og trúnaðarbresti, en jafnframt af mikilli hlýju, endalausri móður- ást og föður sem þrátt fyrir alla sína galla verður drengnum fyrirmynd og aðdáunarefni. Hrakningasaga fólks með lítil efni og óhreint mjöl í pokahorn- um sem ber þó höfuðið hátt og lætur óblíð örlög ekki beygja sig í duftið. Þetta er ekki stór bók í blaðsíðum talið en sagan sem hún miðlar spannar nærri heila öld og fleiri en eina mannsævi. Knappur stíllinn og örstutt brotin dylja meira en sagt er og mann verkjar í hjartað vegna alls sársaukans, ástarinnar og reiðinnar sem undir kraumar. Hér er hvorki bruðlað með orð né tilfinningar. Frásagnarmátinn er hreinn og beinn og blátt áfram, hvorki getið í eyður né reynt að fegra eða sverta. Svona var þetta bara og verður ekki breytt héðan af. Og þeir sem eftir lifa sitja uppi með það risavaxna verkefni að sætta sig við orðinn hlut um leið og þeir reyna að glöggva sig á því hvernig allt sem ekki var sagt mótaði sjálfsmynd þeirra. Það er sjaldgæf upplifun að lesa bók sem segir manni mun meira með því sem ekki er skráð en því sem í henni stendur. Og enn sjaldgæfara að leggja frá sér lesna bók með þá ósk í brjósti að hún hefði verið þrisvar sinnum lengri. En Farandskuggar er bók sem hefur þau áhrif á lesandann. Mann langar að vita svo miklu meira um þetta fólk. Vildi helst geta hitt það sjálft og spurt það spjörunum úr, þótt eflaust yrði jafn fátt um svör og lýst er í bókinni. Þó veit maður í raun allt sem máli skiptir og ljúfsár fegurð þessarar sögu lifir með manni lengi. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel skrifuð og áhrifamikil saga, sem lifir með manni lengi. Hópur íslenskra rithöfunda undirbýr þjóðarátak til efl- ingar bóklestri á nýju ári. Nýlegar kannanir á lestri sýna geigvænlega þróun að þeirra mati. Rithöfundarnir Sindri Freysson, Andri Snær Magnason, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eld- járn, Pétur Gunnarsson, Börk- ur Gunnarsson, Áslaug Jónsdótt- ir og Margrét Örnólfsdóttir hafa stungið saman nefjum undanfarið og skipuleggja nú átak til að auka vitund um gildi lesturs og bóka á nýju ári. Nýlegar kannanir benda til að lestur meðal barna og ung- menna hafi dregist saman og les- skilningi sé ábótavant. „Okkur blöskrar þessi geigvæn- lega þróun,“ segir Sindri Freys- son, „og langar til að stuðla að ein- hvers konar vitundarvakningu til að auka veg lestrarmenningar; auka sýnileika bókarinnar og gera hana að sjálfsögðum hlut í okkar daglega lífi.“ Sindri segir minnkandi bóklest- ur ekki séríslenskan höfuðverk en það skeri í augu að kannanir sýna að íslenskir nemendur hafa áber- andi minni áhuga á bóklestri en jafnaldrar þeirra í þeim vestrænu löndum sem skarta betri námsár- angri en við. „Miðað við Evrópu- lönd sem við berum okkur saman við er bóklestur unglinga hér í slöku meðallagi.“ Útfærslan á verkefninu hefur ekki verið endanlega ákveðin og vill Sindri því bíða með að úttala sig um það. Hann segir þó að eitt markmiðanna sé að skora á heim- ilin til að efla bóklestur og virkja foreldra sem fyrirmyndir. Sindri segir bókina ekki jafn ágenga og bíómyndir, tölvuleikir og aðrir miðlar af þeim toga. „Hún hrópar ekki á viðtakandann með sama hætti og fyrir vikið hefur hún kannski orðið undir samtímis því að fólk gefur sér minni tíma til að lesa og sækir frekar í ágeng- ari miðla.“ Gildi lesturs sé aftur á móti ótví- rætt. „Bókin virkjar aðra heila- starfsemi en til dæmis sjónvarp og örvar ímyndunaraflið. Hún býður líka upp á meiri kyrrð, sem ég held að sé ekki síst mikilvæg í öllum hamagangi nútímans. Ég held að við lærum talsvert meira þegar við lesum en við gerum okkur endilega grein fyrir, hvort eð er heldur skáldskap eða önnur rit; þarna fáum við til dæmis orða- forða og vitund fyrir uppbyggingu. Þetta getur haft bein hagnýt áhrif, til dæmis í iðn- og raungreinum, þar sem það getur skipt sköpum að hugmyndir séu skýrt orðaðar og útfærðar. Fyrir almenna tjáningu blasir líka við að að tungumálið skiptir öllu máli. Því minni þekkingu sem við höfum á tungu okkar, því verr gengur okkur að skýra og skilja tilfinningalíf okkar og þetta sem við köllum tilveruna. Ef við miss- um bókina og skáldskapinn úr daglegu lífi stöndum við eftir svo miklu fátækari. Skáldskapurinn og mennskan eru nátengd.“ bergsteinn@frettabladid.is Höfundar snúa vörn í sókn Á EINA BÓKINA LÆRT Rannsóknin „Ungt fólk 2010“ leiddi í ljós að 45 prósent drengja og 40 prósent stúlkna á framhaldsskólaaldri lesa ekki bók utan skóla. Fréttablaðið/Stefán GRAFALVARLEG ÞRÓUN Í rannsókninni „Ungt fólk 2010“, sem gerð var í öllum framhaldsskólum landsins haustið 2010, voru ítarlegir spurningalistar lagðir fyrir rúmlega ellefu þúsund ungmenni. Í skýrslunni eru niðurstöður sambærilegra rann- sókna frá fyrri árum bornar saman. „Rannsóknin leiddi í ljós að lestur er á hröðu undanhaldi hjá framhalds- skólanemum. Þeim hefur fjölgað verulega sem verja ekki neinum tíma í bóklestur utan skóla,“ segir Sindri. Í sams konar könnun árið 2007 sögðust 33,5 prósent stráka ekki eyða neinum tíma í bóklestur, sú tala er nú 45,4 prósent. „Á aðeins þremur árum hefur framhaldsskólastrákum sem lesa bækur sér til yndis því fækkað um 35 prósent.“ Þróunin er sú sama hjá framhalds- skólastúlkum. Árið 2007 litu tæp 26 prósent framhaldskólastelpna aldrei í aðrar bækur en skólabækur. Í fyrra var þetta hlutfall komið í rúm 40 pró- sent. „Kvenkyns lesendum á þessum aldri fækkaði um 14 prósentustig á þriggja ára tímabili. Hlutfallslega aukningin er hins vegar 55 prósent! Þetta er grafalvarleg þróun og hraði hennar vægast sagt hrollvekjandi.“ SINDRI FREYSSON RITHÖFUNDUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 29. nóvember 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz setja upp óperuna Arthúr konung eftir Henry Purcell í Skógarhlíð 20. Á þriðja tug einsöngvara stíga á svið auk kórs og 13 manna hljómsveitar. Almennt miðaverð er kr. 1.900 en nem- endur og eldri borgarar greiða kr. 1.000. 20.30 Tíundu tónleikarnir í tónleika- röðinni Kaffi, kökur og rokk & ról verða haldnir í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7. Pollapönk kemur fram ásamt Markúsi Bjarnasyni. Aðgangseyrir er kr. 500. 20.30 Á fimmtu tónleikum djass- tónleikaraðar gistiheimilins Kex kemur fram hljómsveitin Jazz ‘n funk. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitin ADHD, sem sendi frá sér plötuna adhd2 í ágúst, heldur tónleika á Bryggjunni í Grindavík. ➜ Fundir 20.00 Félagið Ísland-Palestína heldur samstöðufund í Iðnó. Þar verður því fagnað að Alþingi er í þann mund að samþykkja ályktun um að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Allir velkomnir. ➜ Síðustu forvöð 11.00 Orðabelgur, sýning myndlistar- konunnar Ragnhildar Jóhanns í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins. Ókeypis aðgangur. Verkin eru til sölu. ➜ Tónlist 17.00 Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á kynningu á Vetrarferð Schuberts í Hömrum, Hofi. Michael Jón Clarke og Daníel Þorsteinsson leiða áheyrendur í gegnum þessi tónverk sem verða flutt af Kristni Sigmundssyni og Víkingi Heiðari Ólafssyni, 3. desember í Hofi. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Solaris Sun Glaze betur þekktur sem Atli Bollason þeytir skífum á Kaffibarnum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. BÓK ÁRNA ÞÓRARINSSONAR, Dauði trúðsins, er komin út í Þýskalandi í þýðingu Tinu Flecken (Ein Herz so Kalt). Bókin fær fjórar stjörnur hjá lesendum bókmenntasíðunnar Lovelybooks og í dómum er talað um yfirburða saka- málasögu með slatta af húmor, spennu og óvenjulegri söguhetju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.