Alþýðublaðið - 25.10.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.10.1923, Blaðsíða 2
fALfc^&UBLAÐIÐI 3 Kanplækkunin. í >Vísi< 23. þ. m. eru þrjár lærdómsríkar setningar. Þessar setningar standa í greÍD, sem heitir >Alþýðublaðið í gær<. Fyrsta setnlngin hljóðar svo: >Fyrsta greinin í Alþbl. í gær heitir: >Kauplæfeknn kemur á eltir kosning!mum!< Það hefði mátt búast við því, að >Vísir< hefði gripið tæki- tærið, sem honum gafst með þessari setningu til að sýna fram á, að Alþýðubiaðið he'ði rangt fyrir sér, ef það hefði verið unt. En >Vfsir< gerir enga tilraun til að bera á roóti þessu, og það er út af fyrir sig nóg sönnun fyrir þvi að Alþýðublaðið fer hér með rétt mál sem jafnan. Það er því áreiðanlegt, að kauplækkun kerour á eitir kosn ingunum, enda vissu menn það fyrir, því, að Ólafur Thors hefir sagt það í áheyrn fleiri en elns manns, og meira að segja ætlaði hann að koma fram með kaup- lækkunarkröfuna í kosningunum, svo að Héðinn hefði ekki tóm til að sækja kosningafundi, en þar hafa verið tekin af honum ráðin; það hefir þótt viturlegra að geyma það, og nú hafa hinir vitrari verlð látnir ráða. Öonur setningin lærdómsrlka í >Víd< bljóðar svo: >Og blaðið spyr. hvo u megin-frambjóðénd- ur B listans muni verða í því máli,< þ. e. kaupmálino. Hér er öðru tækifæri slept. Hér lá beint við_ fyrir blaðið að svara ípúroingu Alþýðublaðsins fyrir hÖDd'frambjóðenda B-list- ans og lýsa yfir þvf fyrir þeirra hönd, ef unt var, að þeir væru ekki með kaupiaékkun. En bl ðið segir ekkert um þetta, ekki eitt orð, og það er vitanlega einnig at því, að það gat ekki bonð á roóti þvf, að frambjóðendur B- listans eru allir með k&uplækkun. >Vísir< staðlestir það með þögn sinni, enda gat ekki vel annað. Fám dögum áður stóð í >V(si< sjálfum í grein, sem stíllinn sýndi að var eftir Magnús Jóns- son dósent, þótt dalnefni stæði undir, að kauplækkun vildu þeir lyrst og tremsf. Þriðja lærdómsríka setningin er þessi: >Það er rétt éins og blaðið haldi, hð þetta sé þing- mái !< Búast hefði mátt við, að á eítir þessari setningu, sem sýoi- legt er að >Vísi< þykir mjög fyndin hj4 sér, hefðu kornið rök fyrir þvi, að Alþýðublaðið væði þarna í villu, en ekkert verður úr því; það er nú raunar af- Sibanlegt, því að >Vísir< leggur yfirleitt ekki íökíærslur í vana sinn. Hér þarf ekki heldur að taia um, að Aiþýðublaðið haldi, að kauplækkunin sé þingmál. Alþýðublaðið heldur þetta ekki, heldur veit það, og >Vísir< sjált- ur er sömu skoðunar 19. okt., þar sem því er haldið fram, að kaupgjald allra frá ráðherra til verkamanns verði að lækka. Það má nújfeta því nærri, hvort kaupiækkun ráðherra að minsta kosti er ekki þingmál, en kaup allra annara stétta er líka þing- mál, því að í þinginu munu burgeisarnir halda þvf fram, að kaup embættismaDna og annara opinberra starfsmanoa megi lækka, og færa því tll stuðnings, hversu lágt sé kaup verkamanna, sem þó hafi verri og stopulli vinnu, og þegar búið er að Iækka kaup hjá þessum starfsmönnum, verður það aftur notað til að lækka kaup verkamanna, sjó- manna, iðnaðarmaDna, veizlun- arroanna og alira annara starfs- manna í þjónustu einstaklinga. Og ef það er nú skoðun bur- geisana, — sem vel getur verið, þótt hún sé alröng, — að tjár- hagur þjóðarinnar réttist ekki, nema baup iækki alment, þá má nærrl geta, hvort málið verð- ur ekki rætt á þinginu, neroa þeir ætli sér alls ekki að ræða velferðarmál þjóðarinnar á þingi, heldur að eins velferðarcrál bur- geisanna, en jafnvel þótt svo væri, ber enn að sama brunni; það fer á einn veg, hvernig sem málinu er velt; þingmál er það og verður, hversu oft sem >Vísir< lemur höfði ritstjóra síns við stein ósvifninnar hinu gagn- stæða til áherzlu með því að staðhaiFa, að kauplækkunarmálið sé >viianlega ekki< þingmái, og þar sem hann segir: »þingmenn bæjarins geta engin áhrif á það haft<, þá g.etur það ekki þýtt ánnað en það, að þiogmenn Verkamaðurlnn, blað jafnaðar- manna á Akureyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um stjórnmál og atvinnumál. Kemur út einu sinni í viku, Kostar að eins kr. 6,00 um árið. Gerist áskrif- endur á aigreiðslu Alþýðublaðsins. Útbreiðið Alþýðublaðið hvar sem þið eruð og hvert eem þið fariðl Stangasápan með blámanum fæst rnjög ódýr í Kaupfélaginn. Reykvíkinga geti engin ábrit' haft á nein þingmál. Þótt það kunni að vera svo um B-lista- menn, sem á þing kunna að Vomast, að þeir verði með öllu i vasa Jóns Magnússonar og hafi því engín áhrif sjálfir, þá á það ekki við um þingmenn af A- listanum. Nei. >Vísir< hefir hér sem offar óbeint gert Alþýðuflokkn- um góðan greiða með vesal- mensku slnni, og er slíkt að vísu ekki vanþakkandi, en þó mun ritstjóra »Vísis< ekki af því veita nú að reyna heldur að greiða eitthvað fyrir sjálf- um sér. „Pessa grein ábyrglst rit- stjórinn ekki“, sagði Laufey Valdimarsdóttir, á föstudagsfund- inum, að Jakob Möller ætti að setja undir sem flestar greinar í Vísi. Henni þótti hann munafull- illa, hvað í blaðinu stæði. „Þetta er satt, Kobbi", kallaði einhver. Með auðveldn móti. Magnús dósent — óskrifaða blaðið, sem nú er sagt slettótt orðið — segir í sunnudagsblaði Mogga: „Má nú hver trúa því, sem vill, að ég muni ekki vilja sinna því, ef leið opnaðist til þess að losa okkur undan valdi Spánverjans með auð- veldu móti ..." (leturbreyting hér). Já, „með auðveldu móti“ I Ekki vill hann, að ofmikið sé lagt í sölurnar, blessaður guðsmaður- inn, enda varla vonl Honum er trúað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.