Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. desember 2011 13 Gagnaver á Íslandi: Tækifæri til framtíðar Málstofa í Háskólanum í Reykjavík, föstudaginn 9. desember kl. 9-11. Við pallborð sitja auk fyrirlesara: Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice Þórður Hilmarsson, forstöðu- maður Invest in Iceland Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar Helgi Þór Ingason, dósent við Háskólann í Reykjavík Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr Fundarstjóri er Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri markaðs- og viðskipta- þróunar hjá Landsvirkjun. Málstofan fer fram í stofu M209. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins. Landsvirkjun, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, efnir til málstofu og pallborðsumræðna um framtíð gagnaversiðnaðar á Íslandi. Gagnaversiðnaður á Íslandi: Möguleikar og markaðstækifæri Halldór Sigurðsson, Jr. partner hjá McKinsey Data Centers: Iceland’s Game to Win or Lose Isaac Kato, CFO hjá Verne Global Gagnaversiðnaður á Íslandi: Framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar. Komdu í kaffi og spjallaðu við okkur. Segðu okkur hvað þú ert að pæla og við finnum örugglega hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. Notaðu sérþjónustu atvinnubíla Ford Fáanlegur fjórhjóladrifinn (AWD) Komdu í kaffi Euro5Reglugerð Evrópu- sambandsins um hámarksútblástur gildir frá 01. 01. 2012. Með Euro 5 er sérstök áhersla lögð á að draga úr myndun koldíoxíðs og annarra gróður- húsalofttegunda. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is FordTransit Stilltu klukkuna að kvöldi og þú byrjar daginn heitur að morgni. Tímastillanleg olíumiðstöð er staðalbúnaður í Transit. Vertu í hópi þeirra bestu. Kauptu Ford. Standard heitur alla morgna Ford Transit sendibíll Ford Transit Connect sendibíll Verð án vsk frá 2.541.833 kr. Verð án vsk frá 3.577.690 kr. Verð með vsk frá 4.490.000 kr. Verð með vsk frá 3.190.000 kr. Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Hins vegar er lýðræðislegt að allir fái að kjósa um hverjir fara á stjórnlagaþing, hverjir setjast á þing og hverjir verða borgarfulltrúar. Hver er svo niðurstaðan? Hún er sú að fólk kýs fólk með andlit sem það þekkir úr fjölmiðlum. Ekki endilega fjölmiðlafólkið sjálft þó að það sé líka með, heldur fólk með nafn og andlit sem menn kannast við þegar þeir skoða framboðs listana. Stjórnlaganefnd er gott dæmi um þetta, svo ágæt sem hún er. Val á frambjóðendum Ef einhver legði til að frambjóðendur í næstu kosningum yrðu valdir af nefndum innan flokkanna yrði eflaust litið á það eins og gamaldags klíkufyrirkomulag. Menn myndu vísast velja vini sína, klíkubræður og klíkusystur. Tortryggnin yrði ofan á ef þetta yrði lagt til. En er úr háum söðli að detta? Ég veit ekki hvernig þetta var áður í öðrum stjórnmálaflokkum, en í Sjálfstæðisflokknum var þetta á sínum tíma í höndum fimmtán manna fulltrúaráðs ef mig misminnir ekki. Það fóru fram skoðanakannanir í félögum og kjördæmum sem unnið var úr. Fyrrverandi formaður fulltrúa- ráðsins sagði mér að menn hefðu lagt metnað í að vera með fólk á öllum aldri og fólk sem þekkti vel stoðir samfélagsins, og menningar- líf. Í hverjum kosningum hefði verið skipt út einhverjum til að koma með nýtt blóð inn í hópinn. Ég er ekki frá því að þessi tilhögun yrði betri en það sem nú tíðkast. Hún yrði allavega ekki verri. Hverjum treystum við? Ég hef áður minnt á Rögnu Árna- dóttur sem dæmi um ráðherra sem var sóttur. Þetta var kona sem maður hafði aldrei séð og vissi ekki einu sinni að væri til. En hún var fagleg, yfirveguð, lét verkin tala og var nánast óumdeild. Óvíst er að hún hefði kært sig um að fara í framboð til Alþingis. Kannski eru fleiri Rögnur hér og þar sem myndu auka virðingu Alþingis með þekkingu sinni, vinnubrögðum og framkomu og sóma sér vel sem ráðherrar. Er ekki farsælast fyrir blessað lýðræðið og þjóðina sem alltaf er verið að vitna í, að fulltrúar hennar á Alþingi sé fólk sem hún treystir, og að það sé fólk sem hefur þekkingu og skilning á atvinnulífi, heilbrigðis- málum, sjávarútvegi, iðnaði, utan- ríkismálum, menningarmálum og íþróttum, en þurfi ekki að reiða sig á ráðgjafa að öllu leyti? Er það virkilega svo að við treyst- um fólki fyrir lífi okkar og limum af því að við höfum séð það í sjónvarpi, í blöðum eða á netinu? Sé það svo, eigum við ekkert betra skilið. Eru prófkjör besta leiðin? Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kæru- lausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum kennum við okkur sjálfum um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkenndin sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðrar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2011 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 42% íslenskra kvenna hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi einhvern tíma á fullorðinsárum. Þarna er andlegt ofbeldi undanskilið, sem og ofbeldi sem konurnar urðu fyrir í barn- æsku. 42% kvenna á Íslandi eru á bilinu 44-49 þúsund konur, sem er í það minnsta jafn margar og allar fullorðnar konur í Reykjavík og álíka margar og allir íbúar Kópa- vogs, Seltjarnarness og Garðabæjar samanlagt. Það eru býsna margar manneskjur. Sama rannsókn leiðir í ljós að rúmlega 22% svarenda höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kyn- ferðisofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Það jafngildir 23-27 þúsund konum á Íslandi, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Hafnar- fjarðar, sem eru líka býsna margar manneskjur. Sem sagt; meira en helmingur kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi hafði upplifað það af hendi maka eða fyrrverandi maka og ofbeldið hefur líklega í flestum tilfellum átt sér stað heima hjá brotaþola, á venjulegu íslensku heimili en ekki í dimmu húsasundi eða subbulegu partíi. Árlega koma 300-400 konur í Kvennaathvarfið og langflestar þeirra koma vegna ofbeldis af hendi maka eða fyrrverandi maka, kærasta, barnsföður eða annars nákomins. Sömu sögu segja þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðis- ofbeldis, þar er ofbeldismaðurinn í f lestum tilfellum einhver nákominn. Ef við ætlum að halda áfram að setja ábyrgð á kynbundu ofbeldi yfir á brotaþola ættum við því að leggja minni áherslu á það að konur séu ekki að þvælast einar úti en meiri á það að konur séu ekki að þvælast heima hjá sér. Klifa á því að mesta hættan felist ekki endilega í því að ganga heim til sín á dimmu kvöldi heldur í því að koma heim og vera heima með manninum sínum. Jafnframt ættum að hætta að vara konur við skyndikynnum og stefnumótum við ókunnuga menn en vara þær frekar við því að verða ástfangnar, að stofna til sambands við þann sem þær elska og ganga í hjónaband. Þessar leiðbeiningar eru auðvitað bara bull og ef við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi verðum við að beina sjónum að þeim sem beita því. Við verðum að koma ábyrgðinni þangað sem hún á heima og skapa umræðu meðal mögulegra gerenda um afleiðingar ofbeldis. Jafnframt verður sú umræða að snúast um réttindi fólks til friðhelgi heima hjá sér og á almannafæri, sem og um rétt okkar allra til að taka ákvarðanir um eigið líf og ráða yfir eigin líkama og tilfinningum. Jafnframt þarf að vekja athygli á þeirri aðstoð sem ofbeldis mönnum sem vilja breyta hegðun sinni stendur til boða. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við og við verð- um að vera meðvituð um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn ofbeldi, standa með brotaþolum og koma til hjálpar þegar þess gerist þörf. Varúð! – ég elska þig Jónína Michaelsdóttir Blaðamaður Í DAG Kynbundið ofbeldi Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaatharf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.