Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGJólagjöfin hans ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 20112 N ý ja s t a v ör u l í n a f r æn k n- anna Kristínar Stefánsdóttur og Kolbrúnar Eddu Júlínusdóttur hjá Auntsdesign er Grillkóngurinn, svunta, kokkahúfa og grillhanski, fyrir karlmenn sem elska að grilla og er settið í fallegum handgerðum gjafapoka. Gjafapokinn er skreyttur sama lógói og svuntan. Með vorinu munum við bæta fleiri hlutum inn í línuna fyrir Grillkónginn. Auntsdesign var stofnað í bíl- skúr fyrir tveimur árum en hefur síðan vaxið og dafnað. „Starf semin var orðin það umfangsmikil að við fluttum í sumar vinnustofuna okkar í Hlíðasmára 8,“ segir Krist- ín, en Auntsdesign er helst þekkt fyrir fallega bómullarboli með handprentuðu lopapeysumynstri. „Þeir voru okkar fyrsta verkefni en síðar komu bolir með stuðla- bergi og Holtasóley þjóðarblóm- inu okkar. Við höfum einnig sett á markað gjafavörulínu með könnum og glösum fyrir snafsa og kerti,“ segir Kristín. Bolirnir hafa notið mikilla vinsælda enda gæðalegir og fáan- legir í sniðum fyrir konur, karla og börn. Mynstrin eru nokkur auk þess sem sumir eru með handlímdum swarovski-steinum. „Við leggjum mikla áherslu á fallegar pakkningar og því hafa bolirnir verið mjög vin- sælir til gjafa,“ segir Kolbrún Edda. Vör ur Auntsdesig n fást í ýmsum hönnunarverslunum en upplýsingar um útsölustaði er að finna á vefsíðunni auntsdesign.is. Þeir sem vilja komast í samband við þær frænkur er bent á að senda póst á info@auntsdesign.is. Þá er stúdíó frænknanna í Hlíðarsmára 8 opið á mánudögum og fimmtudögum frá kl.13-16 eða eftir samkomulagi. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Eldheit hönnun ● DELLUDÓT Í PAKKANN Karlmenn fá margir dellur og gleðj- ast ómælt ef makinn er svo elskulegur að setja eitthvað þeim tengt í jólapakkann. Veiðihjól, golfkylfur, steikarpottar, garðáhöld og flugmódel geta í þessu samhengi vakið ómælda lukku. Konur fá sömuleiðis dellur og kemur jafnvel fyrir að hjón og sambúðarfólk deili dellum sem getur komið sér vel. Ef svo er ekki má reyna að kynda undir það hjá makanum með því að lauma einhverju spennandi tengt eigin áhugamáli í pakkann  meira í gríni en þó einhverri alvöru. Þetta getur verið uppskriftabók, golfkennslubók, boð í veiðiferð eða því um líkt. Það er aldrei að vita nema upp frá því kvikni áhugi og ánægjulegar samverustundir. Frænkurnar Kristín Stefánsdóttir og Kolbrún Edda Júlínusdóttir stofnuðu Auntsdesign fyrir tveimur árum. MYND/GVA Neiman Marcus er banda-rísk verslanakeðja sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns munaðarvöru. Frá árinu 1939 hefur fyrirtækið gefið út jólagjafa- handbók sem vekur jafnan mikið umtal, einkum fyrir kaf la sem helgaður er ýktum og rándýrum gjöfum. Í ár rataði eftirfarandi á gjafalista karla: Ferrari FF nær inn á lista Neiman Marcus að þessu sinni, en glæsi- kerran kostar litla milljón dali. Fyrir sömu upphæð er hægt að kaupa „dansandi“ gosbrunn, það er gosbrunn sem myndar tilbúinn öldugang í takt við dillandi tónlist. Sérsm íðaðu r h raðbát u r ú r mahóníviði að hætti Neiman Marcus er hræódýr í samanburði, kostar aðeins 250 þúsund dali. Ef þinn heittelskaði er vínunnandi er Johnny Walker viskísmökkun kannski málið. Kostar ekki nema 5.000 dali og hægt er að bjóða með sér 20 gestum. Fyrir 420 þúsund dali fæst f lug í einkaþotu á evrópskar blóma- sýningar. Tilvalið fyrir karla með græna fingur. Fimm ýktar gjafir Glæsikerrur, hraðbátar og vínsmakkanir eru meðal þess sem ratar á lista bandarísku verslanakeðjunnar Neiman Marcus yfir ýktar og dýrar jólagjafir fyrir karla í ár. Hraðbátur að hætti Neiman Marcus kostar 250 þúsund dali.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.