Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 38
6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 AUKAEFNI: LÆRIÐ HELLISBÚAMÁL AUÐVELT! GAMAN! PIRRAR FULLORÐNA! „Þetta verður mjög fróðlegt,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þingkona, sem leggur hart að sér þessa vikuna við að undirbúa hátíðahöld á Degi rauða nefsins, sem haldinn verður með mikilli viðhöfn á föstudaginn. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur nú að skemmti- og söfnunardag- skrá sem verður sýnd í opinni dagskrá Stöðvar 2. Meðal þess sem boðið verður upp á er óvenju- legt dansatriði þar sem þingmenn og björgunarsveitarfólk munu sýna á sér nýjar hliðar. „Mér féllust eiginlega fætur þegar ég uppgötvaði í hverju dansinn var fólginn. Ég hélt að við fengjum að svífa þarna um gólfið í einhverjum hefðbundnum danssporum og rifja upp gamla takta frá barnaskóla- danskennslunni,“ segir Ólína, sem efast um að sú danskennsla muni hjálpa henni á æfingum hjá atvinnudansaranum Peter Anderson þar sem hún mun læra hópdans ásamt fleiri þingmönnum. Tilhlökkun og örlítið stress eru í þingmannaliðinu, en þeir sem munu sýna glæsilega takta á dans- gólfinu á föstudaginn eru auk Ólínu Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Ólöf Nordal, Pétur Blöndal , Sigmundur Ernir Rúnarsson, Margrét Tryggvadóttir og Árni Þór Sigurðsson. Fjöldi björgunarsveitarfólks tekur einnig þátt og á meðal þeirra verða tveir þyrluflugmenn og tveir meðlimir rústabjörgunarsveitarinnar sem fór til Haítí á síðasta ári. Innt eft i r því hvor t Íslendingar fái að sjá nýja hlið á henni á föstudagskvöldið, játar hún því. „Ég óttast það já, að þjóðin muni sjá nýja hlið á mér þarna. Svo er annað hvort hún lætur sér vel líka. Ég vona bara að fólk taki viljann fyrir verkið.“ - bb BESTI BITINN Í BÆNUM Björgvin Halldórsson hélt sína árlegu jólatónleika í Laugardalshöll um helgina og heppnuðust þeir prýðilega eins og undanfarin ár. Fjölmargir góðir gestir mættu á tónleikana og urðu ekki sviknir af ósvikinni jólastemningunni sem þar ríkti. Þar á meðal voru handboltakappinn fyrrverandi Geir Sveinsson og kona hans Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Smáralind, og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI Þingmenn á stífum dansæfingum DANS DANS DANS Ólína Þorvarðardóttir og Pétur Blöndal eru í hópi alþingismanna sem dansa á Degi rauða nefsins. „Ég er undir miklum áhrifum frá Njálu og Gunnlaugs sögu orms- tungu. Og er þess vegna mjög hrærður yfir vinsældum hennar á Íslandi, það skiptir mig miklu máli að þjóð sem hefur lesið og skrifað bækur í jafn langan tíma og þið skuli kunna að meta hana,“ segir Jonas Jonasson, höfundur bókarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Jonas er höfundarnafn skáldsins, hann heitir réttu nafni Pär-Ola og varð fimmtugur í júlí, er fæddur í Växjö en hefur hreiðrað um sig á Gotlandi. Bókin hefur slegið rækilega í gegn á öllum Norðurlöndunum og víðar og selst í tólf þúsund eintökum hér á landi. Kvikmynd er í burðarliðunum og einhverjar þreifingar um gerð sjónvarpsþátta. Gamlinginn, eins og bókin er jafnan kölluð, segir sögu hins fjörgamla Allans Karls- son sem ákveður að flýja eigin afmælisveislu og halda út í heim. Þetta er fyrsta bók Jonasar sem rak áður fjölmiðlafyrirtæki í Svíþjóð. Dag einn ákvað hann hins vegar í samráði við unga fjölskyldu sína að selja fyrirtækið og flytja til Sviss. „Fyrirtækið hafði vaxið gríðar- lega en ég ekki fylgt þeirri þróun eftir. Ég hafði alveg jafn miklar áhyggjur af ljósritunarvélunum og hvort þær virkuðu og þegar ég var bara einn. Ég var því næstum búinn að drepa mig á vinnu,“ segir Jonas sem sér ekki mikið eftir þeirri ákvörðun í dag. „Ég hefði að öllum líkindum ekki orðið rithöfundur ef ég hefði haldið áfram.“ Jonas er hins vegar fluttur aftur til Svíþjóðar og upplýsir að hann hafi þurft að standa í skilnaði og forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína. „Þetta hefur haft smá áhrif á skrif mín og næstu bók. En þegar ég hef getað ein- beitt mér að skrifunum þá hefur það verið ánægjulegt og gaman.“ Jonas segir að hann væri klikkaður ef hann hefði ekki orðið gáttaður á velgengni bókarinnar. „Ég var fyrst og fremst glaður yfir því að einhver skyldi vilja gefa bókina út. Hitt hefur bara verið bónus,“ segir Jonas og rifjar upp að hann hafi sent uppkast að bókinni til nokkurra ættingja sinna til að forvitnast hvað þeim fyndist um hana. Einn þeirra var Hans frændi, sem er víst annálaður fýlupoki og hefur ekki sagt neitt fallegt við einn eða neinn. „Hann sagðist hafa lesið verri skít en þetta. Mér þótti vænt um hans álit og mér þykir reyndar mjög vænt um hann.“ Jonas segist ekki finna fyrir mikilli pressu hvað næstu bók varðar þrátt fyrir velgengni frum- burðarins. „Útgefandinn minn sagði reyndar að næsta bók yrði að vera tíu sinnum betri en sú fyrsta, ég þakkaði henni bara pent fyrir hvatningarorðin.“ freyrgigja@frettabladid.is JONAS JONASSON: VAR NÆSTUM BÚINN AÐ DREPA MIG Á VINNU HÖFUNDUR GAMLINGJANS HRÆRÐUR YFIR VIÐTÖKUNUM „Þetta er svolítið öðruvísi en síðasta bók,“ segir Jónatan Grétarsson um nýja ljósmyndabók sína sem fylgir í kjölfar portrettbókar hans af íslenskum lista- mönnum sem kom út í fyrra. Í nýju bókinni eru 240 ljósmyndir, þar af tvö hundruð nýjar, meðal annars af dragdrottningum, meðlimum Hells Angels og BDSM-fólki, en það stundar kynferðislega valdaleiki. Einnig eru þar hefðbundnari myndir af listamönnum, sviðslistafólki og af borgarlandslagi. Formálann skrifaði glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni, sem hefur ritað bækur um undirheima Reykjavíkur. „Þetta var alveg geðveikt,“ segir Jónatan um gerð bókarinnar, sem hófst fyrir um ári. „Við getum kallað þetta ákveðna karakterasöfnun. Ég hef gaman af því að taka myndir af fólki sem mér finnst áhugaverðir karakterar.“ Aðspurður segir hann að ekkert mál hafi verið að fá að mynda fólkið í bókinni. „Það voru allir til í að taka þátt í þessu með mér. Fólk hefur líka séð hvað ég hef gert. Þarna eru bæði aksjón-myndir og uppstilltar myndir,“ segir hann. Allar myndirnar voru teknar í nýlegu ljósmyndastúdíói hans í Hamraborg og þar verður einmitt haldið útgáfuhóf og ljósmyndasýning á föstudaginn. Portrettbók Jónatans frá því í fyrra fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum auk þess sem hann komst með bókina í undanúrslit í einni virtustu ljósmyndarakeppni heims, Hasselblad Masters. - fb Myndaði BDSM-fólk í Hamraborg ÖÐRUVÍSI BÓK Myndir af dragdrottningum, meðlimum Hells Angels og BDSM-fólki prýða nýja ljósmyndabók Jónatans Grétarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA M YN D /M ATTIA S A H LM METSÖLUHÖFUNDUR Jonas Jonasson hefur slegið í gegn um öll Norðurlönd og víðar með bók sinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Hann segist vera mikill aðdáandi Íslendingasagnanna og langar mjög að koma í heimsókn til Íslands. „Ég á það til að gleyma næstum að borða í annríkinu og þá finnst mér gott að fara á Subway og panta mér grænmetisbát. Það er ódýrt, þægilegt og fljótlegt.“ Unnur Birna Björnsdóttir tónlistarmaður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.