Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 6
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR6 STJÓRNSÝSLA „Það er eitt af okkar forgangsmálum að vinna á þessum hala,“ segir Ragnhildur Arnljóts- dóttir, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, um tafir á afgreiðslu kærumála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að úrskurðarnefndin var sextán mánuði að úrskurða í kæru blaðs- ins vegna synjunar menntamála- ráðuneytisins á afhendingu gagna tengdum deilum í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Sagði formaður nefndar innar, Trausti Fannar Vals- son, þetta óhæfilega langan máls- meðferðartíma. Eðlilegur tími væri frá einum og hálfum mán- uði upp í þrjá mánuði. Ástæð- an fyrir töfun- um væri skortur á mannafla. „Eftir fund með formanni nefndar innar var brugðist við með því að auglýsa eftir lögfræðingi sem við reiknum með að taki til starfa í byrjun janú- ar,“ segir Ragnhildur. Hún kveður markmiðið að starfsmaðurinn geti helgað sig því hlutverki að vera starfsmaður úrskurðarnefndarinn- ar. Því hefur hingað til aðeins verið sinnt í hlutastarfi. Ragnhildur segir að formaður úrskurðarnefndarinnar hafi undan- farnar vikur, í samráði við ráðu- neytið, falið nokkrum lögfræðing- um að undirbúa úrskurði í málum til að freista þess að vinna á mála- halanum. „En fyrst og fremst höldum við að það sé mikilvægt að við tryggj- um að hér sé starfsmaður sem geti sinnt þessu sem aðalverkefni. Oft er eðli þessara mála þannig að það er áríðandi að niðurstaða fáist sem fyrst,“ segir Ragnhildur og bendir á að upplýsingarnar sem kærumál- in snúist um kunni að verða gagns- litlar ef málin tefjist of lengi. - gar Okkar þekking nýtist þér ... Jólagjöfin í ár! Blandarinn sem allir vilja Verð kr. 99.900 Svunta og kanna fylgja með meðan birgðir endast Nánari upplýsingar í 440-1800 eða www.kaelitaekni.is Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • cooltech@cooltech.is www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is Oft er eðli þessara mála þannig að það er áríðandi að niðurstaða fáist sem fyrst. RAGNHILDUR ARNLJÓTSDÓTTIR RÁÐUNEYTISSTJÓRI Í FORSÆTISRÁÐUNEYTINU FRÉTTASKÝRING Hvernig er stjórnskipan varðandi Iceave-dómsmál? Utanríkisráðuneytið verður í fyrir svari vegna dómsmáls ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum hjá EFTA-dómstóln- um. Nokkur umræða hefur skapast um málið að undanförnu og hafa ýmsir talið að efnahags- og við- skiptaráðherra ætti að vera í fyrir- svari í málinu. Úr málinu var skor- ið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í raun ætti ekki að koma nein- um á óvart að þetta sé niðurstaðan. Samkvæmt Vínarsáttmálanum, frá 1969, er aðeins á valdi utanríkis- ráðuneytisins að koma fram gagn- vart dómstólnum eða veita öðrum umboð til þess. Ráðuneytið hefur farið fram í öllum málum gegn ríkisstjórn Íslands varðandi samn- ingsbrot á EES-samningnum. Hið sama gildir um önnur aðildarríki samningsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra lagði, ásamt utanríkisráðherra, fram í ríkisstjórn málsvarnaráætl- un Íslands í málinu 12. apríl. Þar var kveðið á um að ef til málshöfð- unar kæmi væri það utanríkis- ráðuneytið sem færi með fyrir- svarið í málsvörninni. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, gaf út forsetaúrskurð 28. september um verkaskiptingu í Stjórnarráðinu. Þar eru skráð þau verkefni sem hvert ráðuneyti á að sinna. Samkvæmt þeim úrskurði heyra samningar við önnur ríki og fram- kvæmd tiltekinna samninga undir utanríkisráðuneytið, sem og aðild landsins að alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þessa er vísað í minnisblaði Skýr verkaskipting um fyrirsvar Icesave Vínarsáttmálinn kveður á um að aðeins sé á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart EFTA-dómstólnum. Í samræmi við forsetaúrskurð og málsvarnar áætlun sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram í apríl. Málið var til umfjöllunar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn. Þar myndaðist nýr meirihluti, þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ályktaði með minnihlutanum um að málið ætti að vera á forræði efnahags- og viðskiptaráðherra. Umsókn Íslands að Evrópusambandinu spilar inn í röksemdafærslu hins nýja meiri- hluta. „Þá hlýtur að teljast æskilegt að úrvinnsla Icesave sé ekki á sömu hendi og aðildarviðræður við Evrópusambandið.“ Nýr meirihluti í utanríkismálanefnd SKRAFAÐ OG SKEGGRÆTT Ýmsir hafa viljað að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fari með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstóli. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnar og forsetaúrskurði verður málið á forræði Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Mynd frá apríl 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA forsætisráðuneytisins varðandi málið, sem lagt var fram í ríkis- stjórn í gær. Þar segir að dóms- málið snúist um grundvallar- atriði varðandi túlkun og áhrif EES-samningsins. Þá sé það höfð- að fyrir alþjóðastofnun sem utan- ríkisráðherra sé einn í fyrirsvari gagnvart. Það hefði því verið brot á venjunni ef málið hefði verið tekið úr höndum utanríkisráðherra og sett í hendur efnahags- og við- skiptaráðherra, auk þess sem það hefði brotið í bága við forseta- úrskurðinn. Þá hefði það verið taktískur viðsnúningur á máls- varnaráætlun sem samþykkt var í ríkisstjórn í apríl. kolbeinn@frettabladid.is Forsætisráðuneytið bregst við óhæfilegum töfum í afgreiðslu kæra hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: Upplýsinganefnd fær lögfræðing til starfa RAGNHILDUR ARNLJÓTSDÓTTIR Tveir piltar í vímuakstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók tvo ökumenn fyrir ölvunar- og fíkniefna akstur á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld og fyrrinótt. Þetta voru tveir piltar, sautján og átján ára. Sá eldri hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Réðist á jólaskreytingar Maður með skemmdarfýsn fór um Háskólatorg í fyrrinótt og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Jólatré var sundurtætt og glerbrot á víð og dreif þegar starfsfólk mætti í gærmorgun. Málið var óupplýst í gærkvöld. LÖGREGLUFRÉTTIR Spítali fær vog að gjöf Marel hefur fært dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala að gjöf fullkomna líkamsvog fyrir sjúklinga. „Hún leysir af hólmi eldri vog og kemur í góðar þarfir,“ segir á vef spítalans. Marel bæði hannaði vogina og framleiðir. SAMFÉLAGSMÁL DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun, dópakstur, vörslu fíkniefna og fleiri brot. Þegar lögreglu bar að garði heima hjá manninum, að fenginni heimild til húsleitar, kom hann ekki til dyra. Lásasmiður var fenginn til að opna dyr að íbúð hans. Í þeim svifum sá lögreglumaður á staðn- um að maðurinn kom akandi að húsinu. Fyrir lá að hann hafði verið sviptur ökuréttindum á þessum tíma. Þegar hann kom upp í íbúðina var hann hand- tekinn. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Brotaferill hans hófst þegar hann var sautján ára. - jss Dæmdur fyrir fíkniefni: Próflaus kanna- bisræktandi ók í flasið á löggu FORNLEIFAR Umsókn Íslands og fimm annarra ríkja um svokallaða raðtilnefningu átta svæða, sem á er að finna víkingaminjar, á heimsminjaskrá UNESCO mun tefjast um eitt ár. Er vonast til þess að tilnefningin verði tekin fyrir árið 2013 og fullgilt árið eftir. Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að verkefninu fyrir um fimm árum, en önnur þátttökuríki eru Dan- mörk, Noregur, Þýskaland, Svíþjóð og Lettland. „Þetta er mjög flókin umsókn þar sem þarna eru mörg ríki sem sækja um saman og í raun í fyrsta sinn sem þetta er gert innan heimsminjageirans,“ segir Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, sem er formaður verkefnastjórnar. „Við þurfum að lýsa þessum átta stöðum sem einum stað. Honum þarf að lýsa og gildi hans fyrir heiminn. Svo þurfum við að sannfæra aðra um að hann eigi heima í þessum hópi.“ Íslenski hluti tilnefningarinnar er Þingvellir, sem eru í raun þegar á heimsminjaskrá, en í þessu tilfelli er aðeins tiltekinn þingstaðurinn sjálfur. Ragnheiður segist reikna með að umsókninni verði skilað með vorinu, en það sé of seint til að hún verði tekin fyrir á næsta ári. „Þetta hefur í raun gengið ótrúlega hratt miðað við hvað málið er flókið, en við viljum gera allt eins vel og við getum og hafa allt á hreinu í stað þess að gera einhver mistök á síðustu metrunum.“ - þj Sameiginleg umsókn sex ríkja um tilnefningu víkingaminja á heimsminjaskrá: Vonast eftir samþykki árið 2014 MERKISSTAÐIR Þingvellir í heild eru þegar á heimsminjaskrá, en þingstaðurinn sjálfur er einnig í umsókninni að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN Kaupir þú íslenskar bækur í jólagjafir? Já 65,3 Nei 34,7 SPURNING DAGSINS Í DAG Á að leyfa baðstað við Perluna? Segðu skoðun þína á vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.