Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 8
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR8 Verslunin Arna KoKo Stíll Belladonna Skóbúð Selfoss – Austurvegi 13–15 Eyjavík Mössubúð Skóbúð Húsavíkur Ozone – Kirkjubraut 12, Akranesi LEÐURSKÓR HÚSNÆÐISMÁL Leiguíbúðum á höfuð borgarsvæðinu þarf að fjölga um tæplega níu þúsund á næstu þremur árum til að mæta eftir- spurn. Til lengri tíma þarf þeim að fjölga um 13 þúsund á svæðinu og 16 þúsund á landinu öllu. Um 94% fjölgunarinnar á höfuðborgar- svæðinu þurfa að vera í Reykja- vík þar sem langflestir framtíðar- leigjendur vilja búa. Um 70% fleiri Íslend- ingar vilja leigja sér íbúð en gera það í dag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir Reykjavíkur borg og ber nafnið „Staða, horfur og möguleikar á húsnæðisleigumark- aði árið 2011“. Skýrslan var kynnt í borgarráði í síðustu viku. C apac ent gerði könnun á ýmsum þátt- um sem tengjast þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Úrtakið í henni var 1.396, fjöldi svarenda 811 og svarhlutfall því 58,1%. Úrtakið var vegið til að endurspegla betur þýðið, sem eru Íslendingar 18 ára og eldri. Í skýrslu Capacent kemur fram að 18,7% Íslendinga hafi leigt húsnæði um síðustu áramót. Það er mun minna hlutfall en í Dan- mörku (33,7%), Svíþjóð (30,3%) og 15 stofnríkjum Evrópusambands- ins (29,1%). Eina landið í saman- burðinum sem er með sambæri- legt hlutfall á leigumarkaði og Ísland er Noregur (14,6%). Samkvæmt könnun Capacent vilja 70% fleiri Íslendingar leigja sér íbúð en gera það í dag. Þar af er aukningin langmest á höfuð- borgarsvæðinu, og þá sérstaklega í Reykjavík, en um 38% þeirra sem vilja búa í Reykjavík telja líklegt eða öruggt að þeir muni leigja sér húsnæði í framtíðinni. Í skýrslunni segir að „slíkt myndi jafngilda meira en tvöföldun leigj- enda í Reykjavík því einungis um 19% þeirra sem búa í Reykjavík segjast búa í leiguhúsnæði,“ en alls er 9.841 leiguhúsnæði í höfuð- borginni í dag. Eftirspurn þeirra er því 12.091 umfram þær leiguíbúðir sem til eru. Í greiningunni kemur fram að um fimm þús- und leiguíbúðir þurfi að rísa til að anna eftir- spurn í póstnúmeri 101. Næstvinsælustu hverfin eru Hlíðarnar og Vestur bærinn, póst- númer 105 og 107. Í skýrslu Capacent segir að það blasi því við að þeir sem hafa hug á að leigja „vilji flestir vera miðsvæðis. Ekki ein- ungis í höfuð borginni heldur í miðbæ höfuð- borgarinnar“. Skýrsluhöfundar segja að leiguhúsnæði á landinu sé fjarri því að anna eftirspurn á næstu þremur árum. Alls þyrfti að fjölga leiguíbúðum um 7.852 á tímabilinu til að mæta henni. Til lengri tíma þyrfti þeim að fjölga um 15.968. Skammtímaþörfin á höfuð- borgar svæðinu er meiri en á land- inu öllu, sem gefur til kynna að offramboð á leiguhúsnæði sé utan þess. Alls þarf 8.801 leiguíbúð til að mæta eftirspurn á næstu þrem- ur árum. Til lengri tíma þarf leiguúrræðum á höfuðborgar- svæðinu að fjölga um 12.904. Í skýrslu Capacent kemur fram að 12.091 af þeim íbúðum þurfi að rísa í Reykjavík, eða 94%. thordur@frettabladid.is 1 Hvaða þekktu byggingu í Reykja- vík hefur Orkuveitan til sölu? 2 Hvað heitir danska fyrirtækið sem hefur keypt Húsasmiðjuna? 3 Hvað nefnist arftaki Kim Jong-il á valdastóli í Norður-Kóreu? SVÖR: 1. Perluna 2. Bygma 3. Kim Jong-un Leiguhúsnæði á landinu öllu hlutfall íbúðir Leiguhúsnæði 17,80% 23.136 Örugg/líkleg til að leigja næst 30,08% 39.104 Eftirspurn umfram íbúðir 12,28% 15.968 Leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Leiguhúsnæði 10,96% 14.251 Örugg/líkleg til að leigja næst 20,89% 27.155 Eftirspurn umfram íbúðir 9,93% 12.904 Leiguhúsnæði í Reykjavík Leiguhúsnæði 7,57% 9.841 Örugg/líkleg til að leigja næst 16,87% 21.932 Eftirspurn umfram íbúðir 9,30% 12.091 Heimild: Capacent Hlutfall landsmanna sem leigir nú og þeir sem vilja leigja Ísland Noregur Danmörk Svíþjóð 15 stofnríki ESB Leiga á markaði 18,70% 14,60% 33,70% 30,30% 29,10% á markaðsverði 10,40% 10,70% 33,70% 29,80% 16,20% á niðurgreiddri leigu 8,30% 3,90% 0,00% 0,50% 12,90% Á húsnæði 81,30% 85,40% 66,30% 69,70% 71,00% Á lánum 67,10% 61,30% 52,80% 56,80% 33,10% Skuldlaust 14,20% 24,10% 13,50% 12,90% 37,90% Tölurnar fyrir Ísland eru frá 2010 en fyrir önnur lönd eru þau frá 2009. Heimild: Skýrsla Capacent. Tölurnar í henni eru fengnar frá Eurostat. Búsetuform milli landa Fjölga þarf leiguíbúðum á landinu um 16 þúsund Gríðarleg eftirspurn er eftir leiguhúsnæði. Um 70% fleiri Íslendingar vilja leigja íbúð en gera það í dag. Langflestir væntanlegir leigjendur vilja búa í Reykjavík. Um fimm þúsund íbúðir vantar í miðbæinn. REYKJAVÍK Í skýrslunni kemur fram að langmest þörf eftir leiguhúsnæði er í Reykja- vík og að flestir væntanlegir leigjendur vilja búa miðsvæðis í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA nýrra leiguíbúða á höfuðborgarsvæð- inu þurfa að vera í Reykjavík ef marka má vilja framtíðar- leigjenda. Fjölga þarf leiguíbúðum um tæplega níu þúsund á höfuðborgarsvæð- inu á næstu þremur árum. ÚR SKÝRSLU CAPACENT 94% SJÁVARÚTVEGUR Gangi áform stjórn- valda eftir um 27 prósent veiði- gjald af framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári miðað við fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári. Þetta kemur fram á vefsvæði LÍÚ og leitt út úr svari sjávar- útvegs- og landbúnaðarráð- herra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðis flokksins. Upphæðin er sett í samhengi við kaupverð á einum nýjasta togara Vestmannaeyinga, Þórunni Sveinsdóttur VE 401, sem er um það bil sama upphæð. Viðbúið er að fjöldi fyrirtækja muni neyðast til að hætta rekstri, sameinast arðbærustu fyrir- tækjunum eða þau lendi í þroti, segir í frétt LÍÚ. Aðrar byggðir sem greiða háar upphæðir eru auk Vestmannaeyja, Reykjavík með um 1.150 milljónir króna, Grindavík greiðir 654 millj- ónir króna, Akranes 496 milljónir króna, Neskaupstaður 456 millj- ónir króna og Hornafjörður mun greiða 388 milljónir króna. - shá Áform um 27% veiðigjald harðlega gagnrýnd af hagsmunasamtökum: Eyjamenn greiða 1,3 milljarða Í VESTMANNAEYJAHÖFN Gríðarlegar upphæðir ganga frá útgerð til ríkis og sveitarfélaga með hækkun á veiðigjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var 287.370 tonn fyrstu þrjá mán- uði fiskveiðiársins sem hófst 1. septem ber. Það er heldur meiri afli en á sama tímabili í fyrra þegar 262.448 tonn veiddust. Aflinn var hins vegar svipaður á þessu tímabili árið 2009. Muninn milli ára má helst rekja til þess að uppsjávarafli hefur aukist um 20 þúsund tonn frá því í fyrra. Heildaruppsjávar- afli fyrstu þrjá mánuði fiskveiði- ársins var 165 þúsund tónn. Þá var botnfiskaflinn 5 þúsund tonnum meiri en á sama tímabili í fyrra, var 119 þúsund tonn. - mþl Meiri afli fyrstu 3 mánuðina: Fiskveiðiárið fer vel af stað VEIÐAR Botnfiskafli fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins jókst um rúm 4 prósent og uppsjávarafli um 14 prósent. DANMÖRK Mette Gjerskov, mat- vælaráðherra Danmerkur, hefur í kjölfar harðrar gagnrýni úr mörgum þingflokkum ákveðið að greiða sjálf fyrir sérstakan klefa við skrifstofu sína þar sem hún getur reykt. Reykingabann mun gilda í hús- næði danska þingsins frá og með áramótum. Til þess að geta haldið áfram að reykja innanhúss lét Gjerskov útbúa reykingaklefann á kostnað skattgreiðenda. Samkvæmt frétt Jyllands- Posten nam kostnaðurinn 34 þús- undum danskra króna, jafngildi rúmlega 730 þúsunda íslenskra króna. - ibs Matvælaráðherra innréttar: Greiðir fyrir eigin reykklefa EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar- kostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðustu 12 mánuði sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Um miðjan desember var vísi- talan 112,3 stig sem er hækkun um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Fram kemur að verð á innlendu efni hafi hækkað um 0,8 prósent en verð á innfluttu efni um 0,2 prósent. Vinnuliðir hækkuðu um 0,7 pró- sent, sem að hluta skýrist af samn- ingsbundnum desemberuppbótum. Vélar, flutningur og orkunotkun hækkaði um 0,8 prósent. - óká Innlent efni hækkar meira: Byggingar- kostnaður eykst VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.