Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 10
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR10 NORÐUR-KÓREA Ríkisfjölmiðlarnir í Norður-Kóreu fóru strax í gær á fullt við að búa til goðumlíka mynd af Kim Jong-un, hinum 27 eða 28 ára gamla syni Kim Jong-il, sem nú er tekinn við af föður sínum sem leiðtogi í landinu. Honum er lýst sem mikilmenni, sagður „fæddur af sól“ og fullyrt að hann verði „andlegur máttar- stólpi og vonarviti“ bæði þjóðar og hers. Ungmenni landsins eru sögð „brennandi í trú og vilja til að sýna Kim Jong-un hollustu“. Fátt er samt vitað um raunveru- lega stöðu hans meðal gömlu valda klíkunnar og æðstu yfir- manna hersins, sem gætu hugsan- lega vantreyst þessum unga manni sem gerður var að háttsettum her- foringja án minnstu reynslu. Herinn er í senn valdamesta stofnun landsins og stærsti atvinnurekandi landsins. Um fjórð- ungur þjóðarinnar er í vinnu hjá hernum og 40 prósent af þjóðar- útgjöldum fara í herinn. Þetta er fjórði fjölmennasti her heims og þótt herbúnaðurinn sé kominn töluvert til ára sinna telst Norður-Kórea núorðið til kjarnorkuvelda. Það gerðist árið 2006 þegar Norður-Kóreumenn sprengdu fyrst kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Þeir gerðu síðan aðra tilraun árið 2009, en fátt er vitað um raunverulega getu þeirra til að smíða kjarnorkuvopn. Þó er talið að Norður-Kóreumenn eigi nú nóg af geislavirku efni til að nota í sex eða sjö kjarnorkusprengj- ur. Þeir hafa einnig gert tilraunir með flugskeyti sem hægt væri að nota til að skjóta kjarnorkusprengj- um til Suður-Kóreu eða Japans. Íbúum þessara nágrannaríkja er því engan veginn rótt, nú þegar leiðtogaskiptin fara fram. Samt eru ónotin engan veginn jafn mikil nú og árið 1994 þegar Kim Jong-il tók við af föður sínum, Kim Il-sung. Fólk virðist treysta því að Norður- Kóreumenn hafi ekki áhuga á Valdajafnvægi heraflans á Kóreuskaga Norður-Kórea Suður-Kórea Mannfjöldi 23,9 milljónir Herafli 1,19 milljónir Varalið 600.000 Aukaherafli 189.000 Landher: 1,02 milljónir hermanna Skriðdrekar: 3.500 Aðrir brynvagnar: 3.000 Þungavopn: 21.000 Sérsveitir: 88.000 manns Flugskeyti: 64 (Frog, Nodong, Scud) Flugher: Flugher: Mannafli: 110.000 Herþotur: 620 Herþyrlur: 20 Sjóher Sjóher Mannafli: 60.000 Kafbátar: 70 Stór herskip: 3 Mannfjöldi 48,5 milljónir Herafli 655.000 Varalið 4,5 milljónir Aukaherafli 4.500 Landher: 522.000 hermenn Skriðdrekar: 2.414 Aðrir brynvagnar: 2.800 Þungavopn: 11.000 Herþyrlur: 60 Flugskeyti: 30 (NHK) Mannafli: 65.000 Herþotur: 490 Mannafli: 68.000 Landgöngulið: 27.000 Kafbátar: 23 Stór herskip: 47 Herþotur: 8 Herafli Bandaríkjanna Mannfjöldi: 28.000 Flugvélar: 64 Sjöundi floti Bandaríkjanna (heimahöfn í Japan): 60 skip, 350 flugvélar, 60.000 manna herafli HEIMILD: IISS MILITARY BALANCE 2011 LJÓSMYND: GETTY IMAGES © GRAPHIC NEWS Sonurinn sagður vera goðumlíkur leiðtogi Kim Jong-un tekur við einu einangraðasta og fátækasta ríki heims af föður sínum. Her landsins er hins vegar fjölmennur og Norður-Kórea telst formlega vera kjarnorkuveldi, þótt lítið sé vitað um raunverulega getu landsins í hernaði. HORNIN FJARLÆGÐ Starfsmaður Náttúru minjasafns í Sviss sagar horn af uppstoppuðum nashyrningi. Gervihorn úr tré var sett í staðinn, en víða á söfnum Evrópu hefur nashyrnings- hornum verið stolið. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Á nýliðinni haustönn voru 52 fangar voru innritaðir til náms við Fjölbrautaskóla Suður- lands (FSu). Þar af voru 39 á Litla-Hrauni og þrettán í Bitru, að því er fram kemur á vef Fang- elsismálastofnunar. Þá stunda átta fangar nám á háskólastigi. Í frétt Sunnlenska kemur jafn- framt fram að af þessum 52 nemendum FSu hafi 34 þreytt einhver próf. „Lagðar voru undir 276 námseiningar og skiluðu sér í hús 156 einingar. Hátt í helming þessara eininga inn- byrtu nemendur í Bitru þótt þeir væru aðeins ríflega þriðjungur nemenda,“ segir þar og er vísað í annarannál Þórarins Ingólfs- sonar, aðstoðarskólameistara FSu, við brautskráningu nem- enda síðasta laugardag. - óká Þriðjungur með helminginn: Fangar sýna árangur í námi BITRA Fangar í Bitru luku námi til helmings þeirra eininga sem fangar í námi við FSu luku á önninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AKUREYRI Ekki verða gerðar breytingar á morgunmat leik- skólabarna á Akureyri eins og fyrirhugað var. Var þetta ákveðið í gær vegna fjölda athugasemda frá foreldrum. Halda átti kynningarfund um hinar fyrirhuguðu breytingar á morgunverðinum í gærkvöldi, en Akureyrarbær ákvað að falla frá þeim seinnipartinn og var fundin- um því aflýst. Í tilkynningu frá bænum segir að nauðsynlegt sé eftir sem áður að leita leiða til þess að draga úr kostnaði við rekstur leikskólanna og mun leitast við að gera það í samvinnu við foreldra leikskóla- barna. - sv Fallið frá breytingum á mat: Áfram gefinn morgunmatur FÓLK Hamborgarhryggur er sem fyrr langvinsælasti jólamaturinn á borðum landsmanna á aðfanga- dagskvöld. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR þar sem 50,7 prósent aðspurðra hugð- ust snæða hamborgarhrygg. Í sambærilegri könnun í fyrra var hlutfallið 52,9 prósent. Aðrir vinsælir jólaréttir eru lambakjöt, sem 11,5 prósent hyggjast borða, rjúpur, sem 9,1 prósent ætlar að borða, og kalkúnn sem 9,2 prósent ætla að borða. Þá hyggjast 4,9 prósent borða annars konar svínakjöt en hamborgarahrygg. - mþl Skoðanakönnun MMR: Hamborgar- hryggur vinsæll HAMBORGARHRYGGUR Rétt rúmur helmingur landsmanna borðar ham- borgarhrygg á aðfangadagskvöld. kostnaðarsömu stríði, sem myndi bitna illa á þjóðinni, sem er ein fátækasta þjóð heims. „Það er ólíklegt að Norður-Kórea vilji fara út í algert stríð,“ segir Kim Jung Yeun, starfsmaður á ferðaskrifstofu í Suður-Kóreu. Bandarískir ráðamenn vilja að kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóð- anna fái sem fyrst heimild til að fara til Norður-Kóreu í von um að geta aðstoðað hinn nýja leiðtoga við að losa sig við kjarnorkuvopnin. „Við munum halda áfram að þrýsta á þá um að standa við a lþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ sagði Jay Carney, tals- maður Bandaríkjaforseta. „Við munum dæma Norður-Kóreu- stjórn á sama hátt og við höfum ævinlega gert: af verkum hennar.“ gudsteinn@frettabladid.is iPhone 4S og flottir aukahlutir Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Kynntu þér úrvalið í næstu verslun iPhone 4S 8.333 kr. á mánuði í 18 mánuði eða 149.990 kr. staðgreitt. Ozaki iSuppli Gramo Flottur standur fyrir hleðslu og tónlistarafspilun 7.990 kr. ON.EARZ Stílhrein og flott gæðaheyrnartól 9.990 kr. 1GB gagnamagn í 12 mán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.