Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 11
HÖFUÐBORGARSTOFA, ORKUSALAN OG HÖNNUNARMIÐSTÖÐ STANDA FYRIR SAMKEPPNI UM OPNUNARATRIÐI VETRARHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK VERKEFNIÐ Verkefnið felst í að vekja athygli og ánægju íbúa Reykjavíkurborgar og gesta hennar með því að hanna opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík 2012 á fjölförnum en óvæntum og spennandi stað í borgarrýminu. Sóst er eftir útiverki sem höfðar til almennings og inniheldur upplifun, gagnvirkni og gleði. MARKMIÐ Öflugt menningarlíf eykur lífsgæði borgarbúa og stuðlar að samfélagslegri velferð. Markmið verkefnisins er að styrkja Reykjavík sem kraftmikla og skapandi borg sem einkennist af lifandi og spennandi umhverfi. Þar kemur að mikilvægi Vetrarhátíðar í Reykjavík en opnunaratriði hátíðarinnar á fjölförnum stað í borginni er liður í því að auka ánægju og upplifun borgarbúa í mesta vetrarmyrkrinu. Sóst er eftir hverskonar opnunarverki með tengingu við rafmagn. Hugsa þarf verkið fyrir almenningsrými utandyra. Listaverkið þarf auk þess að geta staðið í a.m.k. mánuð og þarf að huga að því við efnisval. Nærvera verksins má vera fyrirferðamikil í rými og snerta skynfæri borgarbúa á mismunandi vegu. Það má gjarnan fela í sér einhverja gagnvirkni eða skynjun. FYRIR HVERJA Samkeppnin er opin öllum myndlistarmönnum, hönnuðum, arkítektum, tónlistarmönnum, ljósamönnum, rafmagnsverkfræðingum eða öðrum þeim sem vinna með rafmagn og list í einhverju formi. Hvatt er til samstarfs milli ólíkra aðila og/eða listgreina. Miðað er við að höfundur/höfundar tillögu sem dómnefnd velur til útfærslu verði ráðinn til verksins. VERÐLAUNAFÉ Verðlaunafé er 500.000. Greitt er fyrir þá tillögu sem valin verður í fyrsta sæti. Auk þess verður gerður samningur við vinningshafa um framkvæmd hugmyndarinnar. Um Vetrarhátíð Reykjavíkurborg hefur haldið Vetrarhátíð árlega frá árinu 2002. Hún fagnar ljósi og vetri með dagskrá sem tengist menning og listum, orku og atvinnulífi, félags- og skólastarfi, útivist og íþróttum, umhverfi og sögu. Hátíðin lýsir upp vetrarmyrkrið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum, og gefur borgarbúum og gestum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sér að kostnaðarlausu. Vetrarhátíð verður að þessu sinni haldin dagana 9. – 12. febrúar 2011 eða frá fimmtudegi til sunnudags. Þema ársins 2012 er Magnað Myrkur og speglast það í fjölmörgum viðburðum hátíðarinnar. Fastir liðir Vetrarhátíðar eru Safnanótt og Heimsdagur barna. www.vetrarhatid.is SKILAFRESTUR ER TIL 6. JANÚAR 2012 Nánari upplýsingar er að finna á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands. www.honnunarmidstod.is við seljum rafmagn Upplifun, gagnvirkni og gleði Hvatt er til samstarfs Öflugt menningarlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.