Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 18
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR18 AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 17, 1. febrúar 2012. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@avs.is og bréflega á póstfangið AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir þrjá flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunarverkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur getur numið allt að átta milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verkefna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir fullnægjandi framvindu verkefnisins áður en styrkumsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða verkefna til undirbúnings stærri verkefna á sviði rannsókna og/eða þróunar. Styrkupphæð er allt að einni milljón króna og skal verkefninu lokið innan tólf mánaða frá úthlutun. c. Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum Veittir eru styrkir til verkefna, sem stuðla að nýjum störfum og aukinni verðmætasköpun í sjávarbyggðum. Horft er til ýmissa verkefna, sem geta tengst t.d. framboði á sjávarfangi, ferðaþjónustu, nýjum vörum eða þjónustu. Hámarkstími verkefna er 12 mánuðir og hámarksupphæð styrkja er þrjár milljónir króna. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar. Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi · Háeyri 1 · 550 Sauðárkrókur · sími 453 6767 · www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum ÞJÓÐKIRKJAN Þeir sem sækja um störf innan þjóðkirkjunnar þurfa að leggja fram sakavottorð áður en þeir eru ráðnir til starfa. Hafi umsækjendur gerst sekir um brot gegn börnum, kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot, fíkniefna- lagabrot eða brot gegn frjálsræði manna áskilur kirkjan sér þeim rétti að neita þeim um stöðuna. Á þetta jafnt við um presta og aðra starfsmenn kirkjusókna. Guðmundur Þór Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Kirkju- ráðs, bendir í þessu samhengi á nýja ályktun sem samþykkt var á kirkjuþingi í nóvember síðast- liðnum, sem ber yfirskriftina: Þjóðkirkjan líður ekki kynferðis- brot. „Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum; fagráðið, siða- reglur og svo þessi skimun,“ segir Guðmundur. „Hún er nauðsynleg. Þetta starfsfólk er mikið úti á akrin- um, ef svo má segja, og vinnur í mikilli nálægð við aðra.“ Guðmundur veit ekki til þess að neinum hafi nokkrum sinnum verið neitað um stöðu hingað til vegna þessa. - sv STRAND 180 tonnum af eldsneyti og 40 tonnum af dísilolíu á að pumpa upp úr fraktskipinu TK Bremen sem strandaði fyrir helgi á Kerminihy- strönd í Erdeven í Frakklandi. NORDICPHOTOS/AFP Ályktun um varnir gegn kynferðisofbeldi innan kirkjunnar samþykkt á kirkjuþingi: Dæmdir menn ekki ráðnir til kirkjunnar Úr samþykktri ályktun kirkjuþings um varnir gegn kynferðisbrotum: Þjóðkirkjan vill: ■ að forvarnir gegn kynferðisbrotum verði efldar ■ taka sér stöðu með þeim sem brotið er á, styðja og vernda þolendur ■ setja sér vandaðar verklags- og siðareglur ■ læra af þeim sem best þekkja til og hafa mikla reynslu ■ hvetja þá einstaklinga sem telja á sér brotið að nýta sér öll þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu ■ vera öruggt skjól til að leita til og veita hjálp, ráð og huggun. Kirkjan vill standa með þolendum SAMFÉLAGSMÁL Öll börn í öðrum og tíunda bekk í grunnskólum landsins fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum á næsta ári. Alþingi samþykkti við þriðju umræðu fjár- laga að veita 25 milljónum króna í vitundarvakningu á árinu. UNICEF á Íslandi hefur bent á það að enginn aðili fari með for- varnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðar- maður Ögmundar Jónassonar innanríkis ráðherra, tekur undir með framkvæmdastjóra UNICEF og segir litlu fé hafa verið varið í forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Sérstaklega ef miðað er við þá ógn sem ofbeldið sé við líf og heilsu barna og kvenna. Ísland er aðili að sáttmála Evrópu ráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og mis- neytingu á börnum. „Einn hluti sáttmálans er að standa fyrir vitundar vakningu um kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum. Síðasta vetur fór óformlegur samráðs- hópur innanríkisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og vel- ferðarráðuneytis yfir það hvernig mætti standa að þessu hér á landi,“ segir Halla. Niðurstaða þess hóps var að taka ekki hrátt upp efni sem Evrópuráðið býður upp á í þess- um tilgangi. „Þrátt fyrir allt erum við hér komin töluvert lengra í vitundar vakningu en til dæmis Mið- og Suður-Evrópulönd.“ Samráðshópurinn hélt fundi með öllum þeim aðilum sem komið hafa að forvörnum gegn kynferðis- ofbeldi gegn börnum. „Þetta hefur mest verið á hendi frjálsra félaga- samtaka svo það hefur verið dá- lítið tilviljanakennt hvaða börn fá fræðslu og hver ekki. Við vildum taka á þessu.“ Átakið verður að mestu fram- kvæmt í gegnum skólana. „Hug- myndin er að því verði komið fyrir að öll börn fái fræðslu í ein hverjum ákveðnum árgöngum. Við erum að horfa á annan og tíunda bekk nú. Þetta er eitt pínulítið skref í byrjun, auðvitað á þetta að vera samþætt inn í alla fræðslu í grunn- skólum. En það hefur sýnt sig að skólarnir eru misvel búnir til að takast á við slíka fræðslu. Þar er ekki við skólana sjálfa að sakast, þetta hefur ekki verið svo mikið áhersluatriði. Við erum því að fara fetið í þessa átt.“ Til að byrja með verður brúðu- leikhús Blátt áfram notað sem fræðsluefni í öðrum bekk, en verið er að setja saman teymi sem mun sjá um fræðslu fyrir tíunda bekk og starfsfólk skóla. thorunn@frettabladid.is Veita milljón- ir í forvarnir gegn ofbeldi Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundar- vakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla. GERA ÁTAK Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum hefst á næsta ári og verður farið í alla grunnskóla. DANMÖRK Rúmlega 10.000 manns aka undir áhrifum áfengis á degi hverjum í Danmörku að því er fram kemur í nýrri könnun og danskir miðlar segja frá. Ölvunarakstur er bein tengdur alvarlegum bílslysum, enda mælist áfengi í í blóði hjá fimmt- ungi allra þeirra sem deyja eða slasast alvarlega í bílslysum þar í landi. Hlutfallið hækkar upp í þriðjung ef fólk undir lyfja- og fíkniefnaáhrifum er talið með í þessum hópi. Þeim sem aka undir lyfja- og fíkniefnaáhrifum í Danmörku hefur fjölgað mikið síðustu ár. - þj Lífshættulegur ósiður: Þúsundir Dana keyra drukknar hvern dag EFTIR EINN EI AKI NEINN Dönsk rann- sókn sýnir hættulega þróun þar sem þúsundir aka undir áhrifum. EFNAHAGSMÁL Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segist skilja gagnrýni á flækjustig hinnar svokölluðu fjárfestingar- leiðar bankans en segir grunn- hugmyndina þó ekki flókna. Fjárfestingarleiðin er skref í áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta. Hún felur í grunn- inn í sér að bankinn mun standa fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem hann kaupir erlendan gjald- eyri í skiptum fyrir krón- ur til innlendrar fjár- festingar. Þannig gefst eigendum aflandskróna tækifæri til að nota þær til fjárfestinga hér. Hefur leiðin verið gagnrýnd fyrir að vera of flókin, síðast af Gylfa Magnússyni, dós- ent við Viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 í síð- ustu viku. „Að vissu leyti skil ég þessa gagnrýni vel því skjalagerðin öll er flókin. Hún er flókin vegna þess að þar eru alls konar varnaglar sem taka á þeim sniðgöngumöguleikum sem leiðin gefur færi á og þarf að stemma stigu við,“ segir Arnór og held- ur áfram: „Hins vegar er grunn- reglan í þessu ekki flókin. Flestar tegundir fjárfestingar eru þarna opnaðar og það er alveg skýrt. Menn þurfa að koma með 50 pró- sent í erlendum gjaldeyri á móti krónunum til þess að tryggja að þetta verði í heild sinni hlutlaust gagn- vart gjaldeyrisforðanum.“ Þá segir Arnór að hann hafi ekki orðið var við að þetta hafi verið að vefj- ast fyrir þeim ein- staklingum sem hafi ver ið í sambandi við Seðla- bankann varðandi leiðina. - mþl Viðbrögð við gagnrýni á fjárfestingarleiðina: Grunnhugmyndin í sjálfu sér ekki flókin ARNÓR SIGHVATSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.