Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 24
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR24 FRÉTTASKÝRING: Stjórnmál í Rússlandi Stjórnarandstaðan í Rúss- landi fékk byr undir báða vængi í kjölfar þingkosn- inganna, sem vafi leikur á hvort voru fullkomlega marktækar. Enginn öflug- ur mótframbjóðandi gegn Pútín virðist þó vera í sjón- máli enn sem komið er fyrir forsetakosningarnar í mars. Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur lengi verið sundruð og veik- burða. Helstu leiðtogar hennar njóta lítils fylgis og hafa ekki náð að skapa sér stöðu sem trú- verðugur valkostur gegn stjórn- inni í Kreml. Í kjölfar þingkosninga um síð- ustu helgi upphófust hins vegar fjölmennustu mótmæli gegn stjórnvöldum sem sést hafa þar í landi í tvo áratugi. Þar með hafa stjórnarandstæð- ingar fengið byr undir báða vængi og sjá nú jafnvel fram á að ein- hver úr þeirra röðum geti hugsan- lega fellt Vladimír Pútín forsætis- ráðherra í forsetakosningunum í mars. Pútín hefur til þessa þótt næsta öruggur með sigur, enda virðist hann njóta mikilla vinsælda þrátt fyrir umdeilda stjórnarhætti sem stundum þykja minna óþægilega mikið á framferði ráðamanna í Sovétríkjunum sálugu. Staða Pútíns er að vísu enn sterk og algjörlega óvíst hvort um rótið undanfarið endist til að grafa undan honum svo um muni. Gervipólitík Ýmsir halda því reyndar fram að ekkert verði að marka forseta- kosningarnar. Pólitíkin í Rússlandi sé ekkert annað en gervipólitík og kosningarnar gervikosningar. „Kerfið í Kreml er gervi heimur. Þannig að þar eru stjórnmála- flokkarnir bara plat og þingið bara plat. Þarna er stjórnarand- staðan í plati og þarna eru auðkýf- ingar sem þykjast vera forseta- frambjóðendur,“ segir til dæmis breski blaðamaðurinn Luke Hard- ing, sem skrifar um rússnesk málefni fyrir breska dagblaðið Guardian og hefur nýverið skrif- að bók um rússnesk stjórnmál sem heitir Mafia State eða Mafíuríkið. Hvað svo sem hæft er í þessu þá hefur Pútín í það minnsta, í krafti vinsælda sinna, hvort sem það eru gervivinsældir eða raunverulegar vinsældir, getað ráðið nánast öllu sem hann hefur viljað ráða í Rúss- landi í heilan áratug. Flokkur hans hefur haft það traustan meirihluta á þingi, að hann hefur til dæmis getað feng- ið stjórnarskrárbreytingar sam- þykktar að vild, þar á meðal stjórnarskrár breytingu sem tryggir að hann geti boðið sig fram aftur til forseta nú þegar hann hefur „setið hjá“ í eitt kjör- tímabil. Þetta kjörtímabil hefur hann látið sér nægja að gegna for- sætisráðherraembættinu, sem er valdaminna en forsetaembættið, en vinur hans Medvedev sigraði í síðustu forsetakosningum líklega ekki síst í krafti þess að hann bauð sig fram í skjóli Pútíns. Þessar miklu vinsældir hafa meðal annars verið skýrðar með því að hann tók við í kjölfar ringul reiðarinnar á síðasta ára- tug 20. aldarinnar, þegar Boris Jeltsín kom með látum á frjálsum markaðs búskap í Rússlandi, að því er virðist meira af kappi en forsjá og með þeim afleiðingum að Rúss- ar misstu jafnvel margir hverjir alla trú á frelsi og lýðræði. Þegar allt samfélagið var að liðast í sundur hafi Pútín tekið þjóðfélagsmálin föstum tökum og komið á nýjum stöðugleika. Fyrir það séu margir Rússar þrátt fyrir allt afskaplega þakklátir. Fjölmiðlar í fjötrum Ítök stjórnvalda í rússneskum fjöl- miðlum eiga samt líklega einna stærstan hlut í því hve vel Pútín hefur tekist að tryggja stöðu sína. Stærstu fjölmiðlarnir, sem hafa mesta útbreiðslu, eru flestir í eigu ríkisins eða ríkisfyrirtækja. Flest- ir Rússar nota sjónvarpið nánast eingöngu til að fá fréttir að því sem er að gerast í samfélaginu. Þótt hundruð sjónvarpsstöðva séu reknar í Rússlandi njóta þrjár þær stærstu mestra vinsælda. Tvær þeirra eru í ríkiseigu og sú þriðja í eigu orkufyrirtækisins Gazprom, sem að meirihluta er í eigu ríkis- ins. Rússneska blaðakonan Polina Bykhovskaya birti í síðustu viku viðtöl við fjölda rússneskra fjöl- miðlamanna, sem viðurkenna að hafa látið undan þrýstingi frá bæði yfirmönnum sínum og frá stjórn- völdum. Sumir eru reyndar full- komlega sáttir við það, en aðrir segjast hafa byrjað í fjölmiðlum af hugsjón í von um að geta breytt samfélaginu, en endað á því að verja kerfið og kæfa niður allar gagnrýni. „Það eru engar fastar reglur. Stundum kemstu upp með eitt- hvað sem venjulega væri bannað, en mál sem hafa verið leyfð geta stundum verið tekin út af borð- inu,“ segir til dæmis fréttamaður á sjónvarpsstöðinni NTV, sem er í ríkiseigu. „Ég sagði af mér eftir að ég fékk fyrirmæli um að þýða ekkert sem er gagnrýnið á Pútín og Medvedev. Eða, ef við þýddum það, að slá því ekki upp,“ segir Grigorí Okhot- in, fyrrverandi fréttaþýðandi hjá ríkisfréttastofunni RIA Novosti sem birtir fréttir frá Rússlandi á erlendum málum. Andstaðan eflist Eitthvað breyttist samt í kjölfar þingkosninganna 4. desember. Opinber gagnrýni á Pútín hefur aldrei verið meiri og mótmæla- fundir gegn stjórnkerfi hans hafa aldrei verið fjölmennari, þótt ekki hafi verið jafn mikill kraftur í mótmælunum um síðustu helgi eins og helgina þar áður. Stjórnarandstaðan fékk byr undir báða vængi eftir að ljóst þótti að niðurstöðurnar væru ekki fullkomlega marktækar. Alþjóð- legir eftirlitsmenn hafa staðfest að framkvæmd kosninganna hafi í mörgum tilvikum verið ábótavant. Pútín og Medvedev hafa mót- mælt því að víðtækt kosninga- svindl hafi tryggt flokki þeirra sigur. Medvedev hefur ákveðið að láta rannsaka öll tilvik, þar sem grunur hefur kviknað um að brögð hafi verið í tafli. Pútín hefur full- yrt að jafnvel þótt sá grunur eigi við rök að styðjast hafi umfangið ekki verið það mikið að það myndi breyta neinu um úrslit kosning- anna. Pútín vart lengur öruggur í sessi MÓTMÆLI Kommúnistar fjölmenntu um helgina til að mótmæla niðurstöðum kosninganna, þar á meðal þessi vígalegi sem var með mynd af sjálfum Stalín framan á sér. NORDICPHOTOS/AFP VLADIMÍR PÚTÍN Forseti Rússlands sat fyrir svörum í sjónvarpi nú í vikunni, eins og hann hefur gert árlega undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Þrír mánuðir eru til forsetakosninga í Rússlandi. Nú þegar hefur verið til- kynnt um nokkur mótframboð gegn Pútín, og þeim mun væntanlega fjölga á næstu vikum. Enginn er þó enn í sjónmáli sem líklegur þykir til að geta veitt Pútín alvarlega samkeppni. Einn mótframbjóðendanna verður auðkýfingurinn Mikhaíl Prokorov, sem varð moldríkur á ólgutímunum í kjölfar hruns Sovétríkjanna. Hann er þriðji auðugasti maður Rússlands og skortir því ekki fé til að halda uppi öflugri kosningabaráttu. Prokorov stendur utan flokka en hafði nýlega lýst yfir stuðningi við Pútín forseta. Hann var í nokkra mánuði fyrr á þessu ári félagi í flokknum Réttur málstaður, sem er flokkur rússneskra frjálshyggju- manna, en sagði sig úr þeim flokki í haust og bar því við að flokkurinn væri í raun ekkert annað en strengjabrúða þeirra Pútíns forseta og Dimitrí Medvedev forsætisráðherra. Annar forsetaframbjóðandi er Gennadí Sjúganov, leiðtogi rússneska Kommúnistaflokksins, en sá flokkur lítur á sig sem arftaka Kommúnista- flokks Sovétríkjanna og er næststærsti flokkur á þingi, næst á eftir Sam- einuðu Rússlandi, stjórnarflokki þeirra Pútíns og Medvedevs. Sá þriðji er Sergei Míronov, leiðtogi flokksins Réttlátt Rússland, en sá flokkur var stofnaður árið 2006, aðhyllist stefnu sósíaldemókrata og er þriðji stærsti flokkurinn á þingi, hlaut 13 prósent atkvæða í þingkosningunum 4. desember síðastliðinn. Fleiri hafa tilkynnt framboð, þar á meðal Dimitrí Mezentsev, ríkisstjóri í Irkútsk, sem lengi hefur verið náinn bandamaður Pútíns. Framboð hans er reyndar talið vera eins konar varnagli af hálfu stuðningsmanna Pútíns, því fari svo að allir aðrir mótframbjóðendur Pútíns hætti við framboð, þá mun Mezentsev halda sínu framboði til streitu til þess að hægt verði að halda kosningar. Samkvæmt stjórnarskrá landsins eru forsetakosningar ógildar ef aðeins einn er í framboði. Mótframbjóðendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.