Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 38
38 21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD JÓLIN KOMA Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Fjármálaráðherra þorir ekki að anda á bankasýsluna og fjár- magnseigendur, sem halda ríkis- stjórninni í heljargreipum í krafti auðvalds. Ábyrgð hans er mikil þegar hann rétti vogunarsjóðum og hrægömmum skuldakröfur á heimili og fyrirtæki á slikk, sem eru síðan rukkaðar af fullri hörku. Fjármálastofnarnir ætla svo að hámarka arðsemi með því að inn- heimta skuldug heimili og halda þeim í gíslingu með 110% leiðinni, sem er gjörsamlega galin og dæmd til að mistakast. Það verður samt að teljast með ólíkindum að á meðan horfum við upp á landið brenna og fjölskyld- ur flosna upp, heimili eru innleyst ásamt bílum vegna kolólöglegra myntkörfulána sem er haldið áfram að innheimta í skjóli ríkisstjórnar- innar. Það er með ólíkindum að almenningur skuli ekki reyna að mótmæla og andæfa þessu ástandi. Fólk lætur sig samt ekki vanta ef það getur fengið einhvers staðar ókeypis pylsur og kók eða horft á Gay Pride, með fullri virðingu fyrir því. Þúsundir heimila eru hættar að borga af skuld- um sínum, og hafa þar af leiðandi meira til að spila úr, sem stjórnvöld kalla svo efnahagsbata! Jafnvel eru einhverj- ir sem taka sér Bjarna Ármannsson, fyrrver- andi bankastjóra, sér til fyrirmyndar og eft- irbreytni sem sagði óábyrgt að borga skuld- ir sínar. Svo því sé til haga haldið er ég ekki að verja óábyrgt fólk eða fyrirtæki sem borga ekki skuldir sínar, það má mín vegna fara lóð- rétt á hausinn. Ekki vantaði stóryrð- in hjá Steingrími þegar hann var í stjórnarandstöðu og steytandi hnef- ana í allt og alla sem honum var svo tamt á Alþingi. Það kæmi ekki til greina að borga Icesave, og engin þörf væri fyrir að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn kæmi. Það verður að teljast með ólíkindum viðsnúning- urinn hjá honum að um leið og hann var kominn í stjórn var allt breytt og það skyldi borgað sama hvað það kostaði. Sem var réttlætt með að allar lánalínur væru lokaðar og ekki hægt að byrja uppbyggingu á Búðarhálsvirkjun, þar sem ekkert lánsfé feng- ist nema borga Icesave. Talað var um að Svavar Gestsson væri búinn að ná frábærum samningum og síðan átti Lee Buchheit að hafa fullkoma samn- ingana. Iceland Food keðjan væri að seljast á fleiri hundruð milljarða og þrotabúið væri stút- fullt af peningum! Heildarskuld Icesave innistæðanna er 1.320 milljarðar króna miðað við gengi í apríl 2009 (sem er við- miðunargengi krafna í þrotabú Landsbankans). Bretar og Hol- lendingar lögðu hins vegar sjálfir út 1.150 milljarða króna til inni- stæðueigenda. Forgangskröfur eru 20.887 evrur pr. reikning sem er ca 674 milljarðar eða 51% af forgangs- kröfum. Skilanefnd Landsbankans áætlar 13 milljörðum króna hærri en sem nemur bókfærðum for- gangskröfum í bankann. Enn er haldið að okkur villandi upplýsingum og gefið í skyn að það sé til fyrir þessari Icesave-kröfu ásamt vöxtum, þar sem þrota- búið og sala á Iceland Foods gæti þurrkað út Icesave. Eins og Fin- ancial Times greindi frá hefur skilanefnd Landsbankans ákveðið að skoða hvort hentugt sé að selja hlut sinn í Iceland Foods. Söluverð- mæti hlutar skilanefndarinnar er talið liggja á bilinu 1,5-2 millj- arðar punda samkvæmt Financial Times og fleiri aðilum, sem gera á bilinu 278-371 milljarða íslenskra króna samkvæmt þáverandi gengi. Skilanefndin hefur áður lýst því yfir að mat þeirra á þessari eign ásamt öðrum sé varfærið mat. Það er hæpið að fá mikið meira en 200 milljarða króna fyrir Iceland Food miðað við núverandi tilboð, sem segir hversu villandi staðreyndum hefur verið haldið á lofti. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að það vantar 600 millj- arða til að klára að gera upp Ice- save, miðað við samning Svavars og útreikning skilanefndar, ásamt ca 110 milljörðum í áfallna vexti. Stjórnarliðar ásamt elítunni sem er á ríkisspenanum og forkólfum í Sjálfstæðisflokki sem vildu sam- þykkja Icesave, hagræða sann- leikanum og skauta framhjá stað- reyndum og reyna að breiða yfir skömmina, með að halda á lofti vill- andi upplýsingum að þrotabúið geti borgað Icesave, sem er ekki rétt þar sem það dugir tæplega fyrir for- gangskröfum. Ábyrgð fjármálaráðherra er mikil að hafa ætlað að undirgang- ast ólögvarða skuldakröfu sem við hefðum aldrei haft ráð á að borga, með tilheyrandi hörmung- um og örbirgð fyrir almenning og komandi kynslóðir um ókomin ár, sem er eitt stærsta svínarí fyrr og síðar að gjafakvótanum frátöldum. Fjármálaráðherra kemur aldrei til með að geta hreinsað sig af þessu ódæði og reyndar ætti að draga hann fyrir landsdóm (ekki síður en Geir Haarde), fyrir að hafa ætlað að þvinga þessari kröfu upp á þjóðina sem hún hefði aldrei getað borgað. Skömm fjármálaráðherra Í grein í Fréttablaðinu 29. októ-ber 2011 setur Snorri Baldurs- son, þjóðgarðsvörður á Vestur- svæði Vatnajökulsþjóðgarðs, fram ótrúlegar dylgjur um Ferðaklúbb- inn 4x4 og gerir félagsmönnum klúbbsins það upp að þeir skæl- ist yfir land utanvega til að GPS- ferlar eftir þá séu skilgreindir sem vegir. Þetta eru rangar og ærumeið- andi fullyrðingar um meðlimi Ferðaklúbbsins 4x4 sem endur- spegla ótrúlega þröngsýni og vanþekkingu á starfsemi og bar- áttumálum Ferðaklúbbsins 4x4 varðandi eðlilegt ferðafrelsi ásamt áralangri baráttu gegn utanvegaakstri og ábyrgri ferða- mennsku á hálendinu. Ferða- klúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir mörgum nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum bílum sem vill ferðast um hálendið á ábyrgan hátt og námskeiðum um ábyrga ferðamennsku á fjöllum. Ferða- klúbburinn 4x4 hefur einnig með samstarfi við Landmælingar Íslands lyft grettistaki í að ferla vegi á hálendinu til að leggja grunn að ábyrgum akstri þar. Snorri talar um að ekki sé verið að loka hálendinu, en hvað með Vikrafellsleið og Vonarskarð sem hafa verið eknar sem þjóðleiðir í meira en 60 ár eða löngu áður en GPS-tæki voru til. Að loka þess- um vegum án vísindalegra raka eða með tilvísun í náttúruvernd- un kallar hann að siðvæða ferða- mennsku og færa hana inn í 20 öldina. „Siðvæðing“ þjóðgarð- svarðarins er sérstök gerð af upp- eldi. Snorri sem vill nútímavæða ferðamátann ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefni- lega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa. Snorri setur fram spurningu um hvort Ferðaklúbburinn 4x4 ætli ekki berjast fyrir því að opn- aðir verði 20-30 slóðar við Laka- gíga. Þar er velheppnuð hringleið sem skemmtilegt er að ferðast um og þjóðgarðsvörðurinn veit, eða ætti að vita að Ferðaklúbburinn 4x4 hefur eingöngu verið að mót- mæla lokunum vega án raunveru- legra röksemda og það hefur ekk- ert með Lakagíga að gera. Þau rök sem stjórnvöld oftast nota fyrir lokunum á vegum byggjast á til- finningalegum forsendum um að umferð bíla trufli göngufólk (Von- arskarð) eða að verið sé að upp- fylla það sem kallað er ósnortin víðerni (Vikrafellsleið) sem þjón- ar þeim tilgangi að falla inn í ein- hverjar alþjóðlegar skilgreining- ar sem ekki passa hér á landi. Snorri tengir frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma, Guð- mund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson, við umhverfis- sóðaskap og að þeir hafi á þess- um tíma ekið yfir holt og hæðir og hellt niður olíu um allar jarð- ir. Skoðanir þjóðgarðsvarðarins á fyrri kynslóðum eru í besta falli fordómar og móðgun við þá aðila og afkomendur þeirra og sýnir í hnotskurn að hann telur að ekki aðeins fólk sem nýtir ákveðinn ferðamáta sé betra fólk en annað, heldur að ákveðnar kynslóðir séu betri en aðrar. Ferðaklúbburinn 4x4 er hags- munasamtök sem berjast fyrir eðlilegu og skynsamlegu ferða- frelsi fyrir hinn almenna ferða- mann um hálendi Íslands og leggja áherslu á innleiðingu á ábyrgri ferðamennsku hér á landi. Hér er listi yfir nokkra þætti sem klúbburinn hefur komið að og tengjast ábyrgri ferðamennsku á hálendinu og náttúruvernd: ● Ferðaklúbburinn 4x4 stend- ur árlega fyrir námskeiðum og nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum þar sem áhersla er lögð á að kenna fólki að ferðast af ábyrgð um hálendið. ● Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til sam- starfs í málum sem snúa að úti- vist og jeppamennsku. Sú vinna félagsmanna með opinberu starfsfólki hefur verið launa- laus, í sjálfboðavinnu og oft á vinnutíma. ● Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálend- isleiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni. ● Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Land- mælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum. ● Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferl- is friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og skil- greiningar á öllum slóðum, til- gang þeirra og tilurð. ● Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverum. ● Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utan- vegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum. ● Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Lands- bjargar. ● Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF- fjarskiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í örygg- isskyni. ● Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórs- mörk, Hekluskógum og víðar. ● Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun. ● Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd. Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði geng- ur til með að tengja Ferðaklúbb- inn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Samgöngunefnd Vatnajökuls- þjóðgarðs hefur nú lokið störf- um þar sem deilumál hafa verið rædd. Nefndin hefur skilað nið- urstöðum til stjórnar Vatnajökul- sþjóðgarðs og það er óskandi að stjórn þjóðgarðsins taki jákvætt í þær tillögur og leggi þar með grunn að góðri sátt um garðinn. Líklega eru fáir ákafari um slíka sátt en félagsmenn Ferðaklúbbs- ins 4x4. Þjóðgarðsvörður Vatnajökuls- þjóðgarðs á villigötum Fjármál Vilhelm Jónsson fjárfestir og fv. atvinnurekandi Hálendisferðir Guðmundur G. Kristinsson ritstjóri blaðs Ferðaklúbbsins 4x4 Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurs- syni þjóðgarðsverði gengur til með að tengja Ferðaklúbbinn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Það þarf engan stærð- fræðing til að sjá að það vantar 600 milljarða til að klára að gera upp Icesave.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.