Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 60
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR48 Leikrit um litla skrímslið og stóra skrímslið verður frumsýnt í Kúlunni í Þjóð- leikhúsinu í næstu viku. Áslaug Jónsdóttir, höfund- ur leikritsins og einn höf- unda bóka um þessi góð- kunnu skrímsli, segir afar skemmtilegt að sjá þau lifna við á sviðinu. „Þetta hefur verið frábærlega skemmtilegt og við höfum hlegið afar mikið. Þeir Friðrik Friðriks- son og Baldur Trausti Hreinsson leika skrímslin og taka það verk- efni alveg með trompi,“ segir Áslaug Jónsdóttir, teiknari, rit- höfundur og leikskáld. Leikrit hennar, Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, verður frumsýnt í Kúlunni í Þjóðleikhús- inu á miðvikudaginn í næstu viku. Það er unnið upp úr fyrstu þrem- ur bókunum um skrímslin, Nei sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Skrímslabækurnar hafa notið mik- illa vinsælda og hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í þeim segir frá stóru og litlu skrímsli sem eru góðir vinir þrátt fyrir að vera ólík. Þótt stundum slettist upp á vin- skapinn hjá skrímslunum snúa þau bökum saman er á reynir. En hvernig skyldu skrímsl- in skemmtilegu hafa orðið til? „Þetta byrjaði þannig að ég var á norrænu námskeiði fyrir rit- höfunda og teiknara. Okkur var skipt í hópa og ég, Svíinn Kalle Güettler og Færeyingurinn Rakel Helmsdal lentum saman í hóp. Okkur var uppálagt að búa til sögu sem hæfist á því að einhver bankaði á dyrnar. Í framhaldinu urðu litla og stóra skrímslið til,“ segir Áslaug og rifjar upp að eftir fimm tíma vinnu hafi drögin að fyrstu sögunni verið komin á blað. „Okkur fannst svo gaman að vinna með skrímslin að við ákváðum að ljúka við söguna. Og síðan þá eru bækurnar orðnar sex.“ Bækurnar um skrímslin hafa verið gefnar út á fjölda tungumála og segir Áslaug gaman hversu vel þær hafa hitt í mark. „Við höfum alltaf lifað okkur mjög inn í þessar sögur og finnum til með skrímsl- unum til skiptis. Og það hefur verið mjög gaman að fylgja þeim út fyrir landsteinana, ég var til að mynda í Frakklandi í nóvember og ræddi um skrímslin í skólum, sem var einkar skemmtilegt.“ Leikritið um litla og stóra skrímslið er það þriðja sem Áslaug semur fyrir Kúluna. Áður hefur hún samið leikritið Gott kvöld og Sindri silfurfiskur. Leikstjóri verksins er Þórhallur Sigurðsson en sýningin tekur 45 mínútur. sigríður@frettabladid.is 48 menning@frettabladid.is JÓLATÓNLEIKAR Í DÓMKIRKJUNNI Dómkórinn og Kammerkór Dómkirkjunnar bjóða til tónleika í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í kvöld klukkan 22. Á dagskránni er jólatónlist eftir Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Hörð Áskelsson, Morten Lauridsen og fleiri. Aðgangur er ókeypis. Tilvalinn tónlistarviðburður fyrir þá sem hafa lokið við að kaupa síðustu jólagjafirnar í bænum eða fyrir þá sem vilja nota síðasta tækifærið til að fara á vandaða tónleika fyrir jólin. Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræð- um hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga. Meðal efnis í TMM er grein Guðna Elís- sonar um loftlagsmál og pólitíska umræðu um olíuleit á Dreka- svæðinu. Þröstur Helgason og Berg- ljót Kristjánsdóttir skrifa hvort sína greinina um Gyrði Elíasson og Heimir Pálsson skrifar um ný- bakaðan Nóbelsverðlaunahafa, Thomas Tranströmer. Jólabókaflóðið er tekið til kost- anna í nýjasta tölublaði Spássíunn- ar, en að mati Auðar Aðalsteins- dóttur er uppgjör við fortíðina áberandi þema í skáldsögum árs- ins. Þá birtast yfir tuttugu dómar um nýjar bækur og ítarlegt viðtal við Vigdísi Grímsdóttur. Í Stínu, tímariti um bókmenntir og listir kennir ýmissa grasa að venju. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar meðal annars um ljóðagerð Herdísar Andrésardóttur, Guð- bergur Bergsson gefur uppskrift að ljóðrænum saltfisk og Hallgrímur Helgason skrifar um sagnavélina Ísland. Í Skírni má finna greinar um bæði þjóð- félagsleg mál og bók- m e n n t a l e g ; P á l l Skúlason lýsir hugsjóninni um menntaríkið og spyr hvernig hún geti nýst Íslendingum til að takast á við kreppuna, Svanur Kristjáns- son ræðir upphaf kvótakerfisins 1983 og Kristín Loftsdóttir grein- ir umræðuna um grunnskóla lögin, trúarbrögðin og fjölmenningar- samfélagið. Margt bitastætt efni er að finna í Sögu, tímarits Sögufélags, þar á meðal takast fræðimenn úr ýmsum greinum á við spurn- ingunum um hvað ævisaga sé. - bs Tímaritin streyma út Skrímslin koma í Kúluna Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu þremur bókunum. Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar persónur og virðast ekki eiga margt sameiginlegt. En undir svörtum og loðnum feldunum titra viðkvæm hjörtu sem þrátt fyrir allt slá í takt. Lítil skrímsli þurfa stundum að hrópa hátt svo í þeim heyrist og stór skrímsli geta verið lítil í sér. Þó að stundum slettist upp á vinskapinn kunna skrímslin að snúa bökum saman þegar á reynir. Leikritið er það þriðja sem Áslaug Jónsdóttir skrifar fyrir Kúluna en fyrri leikrit hennar, Gott kvöld og Sindri silfurfiskur, hafa glatt fjölmörg hjörtu. Gott kvöld hlaut á sínum tíma Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Sindra silfurfiski var meðal annars boðið á alþjóðlegar barnaleik- listarhátíð í Svíþjóð. UNDIR SVÖRTUM FELDI TITRA VIÐKVÆM HJÖRTU ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR Segir skrímslin vinsælu nánast hafa orðið til fyrir tilviljun á norrænu námskeiði fyrir höfunda og teiknara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kristín Ómarsdóttir les upp úr nýrri bók sinni, Við tilheyrum öll sama myrkrinu, í Nýlistasafninu á morgun. Bókin, sem ber undirtitilinn Af vináttu; Marilyn Monroe og Greta Garbo, kemur í verslanir í dag. Hún inniheldur sex smásögur, eitt ljóð og 22 blýants- og vatnslita- teikningar. Forlagið Stella gefur bókina út. Upplestur Kristínar í Nýlista- safninu hefst klukkan 17 og verð- ur bókin seld á sérverði við þetta tækifæri. Kristín Ómarsdóttir er í hópi framsæknustu rithöfunda hér á landi og verið afkasta mikil á sviði skáldskapar, ljóðagerð- ar og leikritunar. Síðasta skáld- verk hennar, Hjá brúnni, kom út á vegum Uppheima fyrir tveimur árum. Nú stendur yfir jólabasar í Nýlistasafninu þar sem tækifæri gefst til að kaupa myndlist beint af listamönnum. Basarinn er hluti af sýningu Helga Þórssonar í safn- inu, en þar eru málverk, teikning- ar, vefnaður, bókverk, brúður og margt forvitnilegt í boði. Kristín Ómarsdóttir les upp í Nýló KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Gefur út nýja bók sem inniheldur smásögur, ljóð og teikningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.